Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 55

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 55
til einskis gert. Það er ekki að ófyrir- synju eða af einskærum kvalalosta að S.S.-menn kjósa slíka niðurlæging fórnardýrsins. Þeir vita sem svo, að skipulag sem er þess megnugt að eyði- leggja fórnardýr sitt áður en það stíg- ur upp á aftökupallinn. ... hlýtur að vera vænlegast til þess að hneppa heila ])jóð í þrældóm.“ (Les Jou.rs de Notre Mort, 1947). Rétturinn fékk ekkert svar við þess- ari grimmúðlegu heimskuspurningu, en hægur vandi hefði verið að finna svarið með því að hugleiða nokkrar mínútur örlög hollenzkra Gyðinga, sem voguðu sér árið 1941 að ráðast á þýzka öryggislögreglusveit í gamla Gyðingahverfinu í Amsterdam. 430 Gyðingar voru teknir höndum í refs- ingarskyni, og þeir voru bókstaflega pyntaðir til dauða. fyrst i Buehcnwald og síðan í austurrísku fangabúðunum í Mauthausen. Mánuðum saman dóu þeir þúsund dauðdögum, og hver ein- stakur þeirra hefði öfundað bræður sína í Auschwitz og jafnvel þá í Riga og Minsk. Til er ýmislegt sýnu verra en dauði, og S.S.-menn sáu til þess, að eitthvað af því tagi væri aldrei fjarri hugum fórnardýra þeirra. [ þessu tilliti af- skræmdi það sannleikann, jafnvel hinn gyðinglega sannleika, líklega rækilegar en í nokkru tillili öðru, að gerð var vísvitandi lilraun í réttarhald- inu til þess að segja aðeins söguna frá sjónarhóli Gyðinga. Dýrðarljóm- inn yfir uppreisninni í Gyðingahverf- inu í Varsjá og hetjudáðum nokkurra annarra Gyðinga, sem mótspyrnu veittu, stafaði einmitt frá því að þeir þrjózkuðust gegn hinum tiltölulega auðvelda dauðdaga sem nazistar buðu þeim, — frammi fyrir aftökusveit eða í gasklefa. Og vitnin í Jerúsalem, sem minntust á andspyrnu og uppreisn og „þann hverfandi þátt (sem slíkt átti) í sögu blóðbaðsins mikla“, staðfestu enn einu sinni, að aðeins kornungt fólk var hæft til að taka þá ákvörðun, að „við getum ekki látið' slátra okkur eins og sauðkindum.“ 4 Hlutverk Gyðingaleiðtoganna. Fyrir sjónum Gyðings er hlutverk Gyðingaleiðtoganna í útrýmingu þeirrar eigin þjóðar vafalaust dapur- legasti kafli allrar hinnar dapurlegu sögu. í Amsterdam og í Varsjá, I Berlín og í Búdapest mátti trúa em- hættismönnum af Gyðingaættum fyrir því að skrásetja Gyðingafólk og eigur þess, afla fjár hjá því sjálfu til þess að standast kostnað af brottflutningi þess og útrýmingu, til þess að halda reiðu á yfirgefnu húsnæði, útvega lögreglu- lið til að handsama Gyðinga og koma þeim í lestir, og loks til að kóróna allt, til að skila eignum Gyðingasam- félaganna til endanlegrar upptöku. í hinum opinberu yfirlýsingum sem þeir gáfu út — innblásnar af nazist- um þótt ekki væru þær orðaðar af þeim — getum við enn merkt, hversu mjög þeir nutu hins nýja valds síns: „Miðstjórn Gyðinga hefur ver- ið veittur óskertur réttur til þess að ráðstafa öllum andlegum og veraldleg- um verðmætum Gyðinga og öllum mannafla þeirra,“ segir í fyrstu til- kynningu Búdapest-ráðsins. Við vit- um, hvernig embættismönnum Gyðinga FÉLAGSBRÉF 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.