Félagsbréf - 01.12.1963, Page 57

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 57
en allur fjöldi fórnardýranna hefði naumast orðið milli fjögurrar og hálfr- ar og sex milljóna manna. Ég hef staldrað við þennan kafla sögunnar, sem réttarhaldinu í Jerú- salem láðist að leiða heiminum fyrir sjónir í sinni réttu mynd, vegna þess að hann lýsir hinu algera, siðferðilega hruni sem nazistar ollu virðulegu þjóð- félagi Evrópu, — ekki aðeins Þýzka- landi, en nær öllum löndum heims, ekki aðeins ofsækjendunum, heldur einnig hinum ofsóttu. 5 Engin andmœli. Vitnið Abba Kovner nefndi af til- viljun Anton Schmidt, liðþjálfa í þýzka hernum. Anton þessi Schmidt réð fyrir liðsveit í Póllandi, sem safnaði saman þýzkum hermönnum, sem orðið höfðu viðskila við sveitir sínar. Á ferð sinni rakst hann á meðlimi neðanjarðar- hreyfingar Gyðinga, þar á meðal Kovner, sem mátti sín mikils í hreyf- ingunni, og hjálpaði flokksmönnum Gyðinga með því að útvega þeim fölsuð skjöl og herbíla. Og í þokka- bót: „Hann gerði það ekki fyrir pen- inga.“ Þessu fór fram í fimm mán- uði, frá október 1941 til marz 1942, en þá var Anton Schmidt tekinn hönd- um og líflátinn. Þetta var alls ekki í fyrsta skipti, sem minnzt var á utanaðkomandi að- stoð við Gyðinga. En þessi saga um Schmidt var fyrsta og síðasta sagan þessarar tegundar sem sögð var um Þjóðverja. Þær örfáu mínútur sem það tók Kovner að segja frá liðveizlu þýzka liðþjálfans fór kyrrð yfir réttarsalinn; það var engu líkara en fólk liefði ótil- kvatt ákveðið að helga manni að nafni Anton Schmidt tilhlýðilega tveggja mínútna þögn. Og á þessum tveimur mínútum, sem voru eins og skyndileg- ur ljósbjarmi í miðju órjúfandi óra- myrkri, birtist þarna ein hugsun, skýr og óvéfengjanleg og sönn: hversu gjörólíkt væri allt í dag í þessum rétt- arsal, í fsrael, í Þýzkalandi, í allri Evrópu og öllum löndum heims, ef aðeins hefði verið hægt að segja fleiri slíkar sögur. Auðvitað á þessi átakanlega sagna- fæð sér sínar skýringar, og þær hafa verið margendurteknar. Ég ætla að gefa nasasjón af þeim úr einni hinna fáséðu einlægu minningabóka frá stríðsárunum, sem út hafa komið í Þýzkalandi. Peter Bamm, þýzkur her- læknir, sem var á Rússlandsvígstöðvun- um, segir frá Gyðingadrápinu í Sevasto- pol í „Die Unsichtbare Elagge“ (1952). „Hinir“ smöluðu þeim saman, en „hina“ kallar hann drápsveitir S.S.- manna, til að aðgreina þá frá venju- legum hermönnum — sem bókin dá- samar — og voru Gyðingarnir settir í afluktan hluta G.P.U. fangelsisins gamla, áfastan íverustað. liðsforingj- anna, þar sem herdeild Bamms var til húsa. Síðan voru þeir látnir stíga upp í gasvagn, þar sem þeir dóu eft- ir nokkrar mínútur, en að því búnu flutti ökumaðurinn lík þeirra út fyrir borgina, þar sem hann dembdi þeim ofan í skriðdrekaskurði. „Við vissum þetta. Við gerðum ekkert. Hver sá, sem hefði hreyft mót- mælum gegn aðgerðum drápsveitarinn- ar eða veitt mótspyrnu, hefði verið FÉLAGSBRÉF 53

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.