Félagsbréf - 01.12.1963, Side 59
enginn glæpur sé drýgður. Við af-
neitum þeirri staðhæfingu, og köllum
hana villimannlega, „að stórglæpur
brjóti í bága við náttúruna, þannig
að jörðin hrópi á hefnd; að hið illa
komi eðlilegu jafnvægi úr skorðum
og aðeins endurgjald geti bætt skað-
ann“. (Yosal Rogat).
Og engu að síður tel ég vafalítið, að
það byggist einmitt á þessum löngu
gleymdu staðhæfingum, að Eichmann
var leiddur fyrir rétt, og þær hafi í
raun réttri verið höfuðréttlætingin á
dauðarefsingu hans. Vegna þess að
hann hafði verið viðbendlaður og
sjálfur tekið þátt í aðgerðum, sem
stefndu opinskátt að því að má út að
eilífu tiltekinn „kynstofn“ af jarð-
kringlunni, þurfti einnig að útmá
hann. Og ef það er satt, að „réttlætið
verði ekki aðeins að ná fram að ganga,
heldur verði það að sjást ná fram
að ganga,“ hefðu allir séð réttlæti þess,
sem gert var í Jerúsalem, ef dómar-
arnir hefðu vogað sér að ávarpa sak-
borninginn eitthvað á þessa leið:
„Þér viðurkennduð, að glæpurinn
gegn Gyðingum í stríðinu væri mesti
glæpur sem um getur í sögunni, og
þér viðurkennduð hlut yðar að þess-
um glæp. En þér sögðuzt aldrei hafa
látið stjórnast af auðvirðilegum hvöt-
um, þér hefðuð aldrei haft löngun til
að drepa nokkurn mann, og aldrei
hatað Gyðinga; en engu að síður hefð-
uð þér ekki getað hegðað yður öðru-
vísi, og þér hefðuð ekki fundið til
sektarvitundar. Okkur finnst erfitt, en
þó ekki ógerlegt, að trúa þessu.
Þér sögðuð ennfremur, að hlutverk
yðar í hinni „Endanlegu Lausn hafi
yður hlotnazt af tilviljun, og næstum
hver sem er hefði getað orðið staðgengill
yðar, svo að því leyti séu næstum allir
Þjóðverjar jafnsekir. Þér ætluðuð að
segja, að þar sem allir eða nær all-
ir eru sekir, sé enginn sekur. Þetta
er vissulega nokkuð algeng ályktun, en
á hana viljum við þó ekki fallast. Og
ef þér skiljið ekki mótbárur okkar,
viljum við benda yður á söguna af
Sódómu og Gómorru í biblíunni, ná-
grannaborgunum tveimur, sem eyddust
í eldi af himnum, vegna þess að allir
þeir sem þar bjuggu voru orðnir
jafnsekir. Að lögum eru sekt og sak-
leysi hlutlægs eðlis, og jafnvel þótt
80 milljón Þjóðverjar hefðu gerzt
sekir um sama verknað og þér, gæti
það ekki afsakað yður.
Þótt tilviljun ein hafi knúið yður
áfram glæpabrautina, er hyldýpi milli
þess sem þér í raun sannri gerðuð og
hins sem aðrir hefðu getað gert. Hér
er aðeins um verknað yðar að ræða,
en ekki hugsanlegt, óglæphneigt eðli
yðar, hvatir yðar eða hugsanlega
glæpi meðbræðra yðar.
Með sögu yðar gáfuð þér í skyn,
að lánið hefði leikið yður grátt, og þar
sem við erum hnútum kunnugir, viljum
við að vissu marki viðurkenna, að við
hagstæðari aðstæður er mjög ósenni-
legt, að þér hefðuð nokkurn tíma
staðið frammi fyrir okkur eða nokkr-
um sakamálarétti öðrum. Hjá því
verður samt ekki sneitt, að þér hafið
þjónað og því stutt í verki fjölda-
morðastefnu.
Stjórnmálavafstur á ekkert skylt við
dagheimilisvist; í stjórnmálum er
undirgefni og stuðningur eitt og hið
FÉLAGSBRÉF 55