Félagsbréf - 01.12.1963, Side 60

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 60
sama. Og á sama hátt og þér lutuð og þjónuðuð þeirri stefnu að vilja ekki deila jörðinni með Gyðingum og nokkrum þjóðum öðrum — eins og þér og yfirboðarar yðar hefðuð nokk- urn rétt til þess að ákvarða, hver mætti byggja þennan heirn og hver ekki — álítum við ógerlegt að ætlast til þess af mannkyni, að það vilji deila jörðinni með yður. Þetta er ástæðan, og eina ástæðan til þess, að yður verður að hengja.“ 7 Síðustu orð Eichmanns. Adolf Eichmann gekk að gálganum með virðulegu fasi. Hann hafði beðið um flösku af rauðvíni og drukkið úr henni hálfri. Hann hafnaði fylgd mótmælandaprestsins, séra Williains Hull, sem bauðst til þess að lesa úr ritningunni með honum: hann átti að- eins tvær klukkustundir ólifaðar, og því mátti „enginn tími fara til spillis.“ Hann gekk þessa 40 metra frá klefa sínum til aftökuklefans, rólegur og hnarreistur, með hendurnar bundnar á bak aftur. Þegar verðirnir bundu ökla lians og hné, bað hann þá að losa um hnútana, þannig að hann gæti staðið uppréttur. „Ég þarf hana ekki, þessa,“ sagði hann, Jiegar honum var boðin svarla hettan. Hann hafði algera stjórn á sjálfum sér, já, jafnvel meira en svo: hann var fullkomlega með sjálfum sér. Ekkert sýndi þetta skýrar en hin afkáralegu og hjárænulegu lokaorð hans. Hann byrjaði með að lýsa því hátíðlega yfir, að hann væri Gottglaabiger, til þess að tjá að hætti nazista, að hann væri ekki kristinn maður og tryði ekki á líf eftir dauðann. Síðan hélt hann áfram: „Innan skamms, herrar mínir, munum við allir sjást á ný. Slík eru örlög allra manna. Lengi lifi Þýzka- land, lengi lifi Argentína, lengi lifi Austurríki. Ég mun aldrei gle.yma þeim.“ Augliti til auglitis við dauðann fann hann sér líkræðuglósu. Undir gálganum gerði minnið honum síðasta grikkinn: hann var „hrærður“ og gleymdi, að Jretta var jarðarför sjálfs hans. Það var eins og hann væri á jiess- um síðustu mínútum að draga saman þær lexíur, sem þetta langa námskeið í mannvonzku hafði kennt okkur — lexíuna um hinn frámunalega sann- leika, sem engin orð og engin hugsun fékk hnekkt, sannleikann um lág- kúru hins illa. Gylfi Baldursson þýddi. 56 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.