Félagsbréf - 01.12.1963, Page 62

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 62
hálftaminn, enda kemur tamningamað- urinn með hann inn í söguna. Folinn er ókyrr, þegar knapinn vill komast á bak, það er allt og sumt. Allir, sem þekkja hesta, vita mun á „ólmri ótemju“ og ókyrrum hesti, þegar farið er á bak. Enda væri ég til lítils svo að segja alinn upp á hestbaki, ef ég kynni ekki skil á þessu. En svona er nákvæmnin þarna hjá ritdómara. Enn segir hann hiklaust, að sagan telji aðalpersónuna bráðsnjallan rithöfund. Hvergi er þetta sagt; miklu fremur er ofl látið liggja að því, að honum hefði getað tekizt betur. Á þessi ákveðnu atriði er bent til að sýna umgengni ritdómarans við kaldar staðreyndir. Mörg fleiri dæmi mætti taka, ef rúm leyfði og ástæða væri til. Látum okkur þetta samt í léttu rúmi liggja. Hitt er alvarlegra, og lýsir illkvittni og geðvonzku rit- dómara við að undirbyggja dóm sinn, að svo að segja allar tilvitnanir hans eru rifnar úr samhengi og notaðar eflir eigin höfði, sem ekki virðist súta smámuni, og öll skírskotun til sög- unnar er gerð í því augnamiði einu að kasta sem mestri rýrð á hana. Samtöl eru vægast sagt notuð af lítilli nær- færni, eitt látið gilda um þetta, sem á við allt annað, ummæli einhverrar persónu við ákveðið tækifæri og undir vissum kringumstæðum gerð að al- gildum sannindum höfundar og meiti- ingu hans með verkinu. Maður býst við svona vinnubrögðum af óvönduð- um blaðasnáp, en varla af höfundi, sem sjálfur fæst við að setja saman bækur. Og ertu ekki sammála mér í því, að þetta beri ekki vitni of mikilli ærukennd hjá riti, sem vill ræða um bækur í alvöru? Hvers vegna þurfa menn að vera svona óheiðarlegir, þótt þeim falli ekki bók eða höfundur í geð? Ég ætla ekki að elta ólar við full- yrðingar ritdómara um stíl bókarinn- ar. Eitt vildi ég þó drepa á, því að það veit ég betur en hann og hlýt að vita betur. Hann segir, að „höfundur hafi sýnilega lagt á sig nokkuð (sic) erfiði við að sanka að sér nýyrðum úr reykvísku.“ Mætti ég, aumur mann, lýsa yfir því, að ég hef ekkert erfiði lagt á mig í þessum efnum. Ég hélt það væri sæmilega lýðum ljóst, að ég hef umgengizt og unnið með ungling- um á gelgjuskeiði um langt árabil, og raunar alla ævi, og auk þess hef ég lesið þúsundir ritgerða og ti'lraunir til ritsmíða fólks á þessi reki síðustu árin. Ég þarf því ekki að sanka að mér málfari eða þekkingum á „týp- um“ af þeirri gerð, sem ritdómaran- um verður svo tíðrætt um. — En kannski veit hann þetta allt miklu bet- ur en ég. Annars er alltaf svolítið gaman að skýrgreiningu ritdómara á persónum, sem maður hefur fengizt við, og stundum verður ýmislegt skrýtið uppi á teningum. f þessu sambandi kemur mér í hug staðhæfing eins kunnasta ritdómara landsins um persónu í ann- arri bók eftir mig. Hann fullyrti, að ég hefði ætlað mér að gera þessa per- sónu ógeðþekka, en útkoman hefði bara orðið sú, að lesandinn fengi sam- úð með henni! Þá hló ég. Mér hafði nefnilega alltaf þótt svolítið vænt um þessa persónu. Annar ritdómari sagði 58 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.