Félagsbréf - 01.12.1963, Page 69

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 69
hins merkasta, or ritað hcfur verið um eddukvæði fram á síðustu ár. Þær eru ómetanlegur fengur hverjum þeirn, scm hyggst kynna sér eða rannsaka eitthvert atriði nánar, en þurfa hins vegar ekkert að trufla lestur þeirra, sem ætla að láta sér nægja rit dr. Einars. Kenningar annarra vísinda- manna ræðir höfundur af hógværð og virðuleik, enda þótt hann sé þeim oft harla ósammála. Gott dæmi þess eru athugasemdir við rit D. A. Seips prófessors um norskt frumrit eddu- kvæða (bls. 188—191). Hörðustu ummælin finnst mér vera um kenning- ar Sophusar Bugge (bls. 31): „Ög hugmynd Sophusar Bugge, að kvæðin stvddust við latnesk miðaldarit, cr varla unnt að kalla annað en firru". Víst hafa þessar kenningar staðizt illa timans tönn, en allt um það þykir mér orðið „firra“ koma hér ómaklega nið- ur, einkum þar sem gera má ráð fyr- ir, að fjölmargir, sem lesa þetta rit, þekki lítið eða jafnvel ekker! til þessa gáfaða og hugmyndaríka manns, er markaði ýmis spor í sögu fræðanna og tróð ekki nándar nærri alltaf villu- stig. Flestir fræðimenn og þar á meðal dr. Einar sjálfur (hls. 419) eru þeirr- ar skoðunar, að grískar sagnir (en að vísu ekki úr bókum teknar) um Daidalos smið hafi haft áhrif á efni Völundarkviðu, og er þá ekki stórt stökk yfir í „firru"1 Bugges. Fyrsti þriðjungur bókarinnar ski]>t ist í tvo kafla, er nefnast Inngangur og Yfirlit um kveSskap. Fyrri kaflinn er 62 bls. að lengd og skiptist í fernl: l íkingaöld. Landnámsmenn. Nýtt þjnfi- félag og Rúnir. Eins og fyrirsagnirnar bera með sér, tekur höfundur hér til meðferðar forsögu og upptök íslenzkr- ar menningar. Allir eru þættir þessir bráðskemmtilegir aflestrar og gefa glögga mynd af því ólguskeiði, sem var undirrót landnáms á íslandi. Síð- ari kaflinn skiptist í eftirfarandi þætli: Gamlar rœtur, Tegundir, vettvangur og flutningur, BragfrœSi, Or'Sfœri og Náttúrulýsingar. Hér kennir margra grasa og góðra. Fyrir mitt leyti met ég mest |>ættina Gamlar rætur og Orð- færi, þótt ólíkir séu að ýmsu leyti. Idinn síðari er saminn af meiri íþrótt, listfengi og listarskyni, eins og að líkum lætur vegna efnisins. Einkum gæti ég trúað, að hann yrði hollur lestur ungu fólki, sem vill læra að lesa eddukvæði sér til listnautnar. Hins vegar er þátturinn Gamlar rætur nokk- uð annars eðlis, en þar er í stuttu og ljósu máli gerð grein fyrir merkileg- um fróðleik um sameiginlegan arf bragar og orðfæris, sem varðveittur er á norrænum rúnaristum og í leifum enskra og þýzkra fornkvæða annars vegar og í eddukvæðum hins vegar. Að sama efni er einnig vikið, að vísu í öðru samhengi, í þáttunum Víkinga- öld og Kúnir í inngangskaflanum og jafnvel þættinum Tegundir, vettvang- ur og flutningur, svo að ekki verður sagt, að hlutur rúnanna sé hér fyrir borð borinn. Ég minnist þess ekki að hafa séð jafnrækilega fjallað um rúnir af bókmenntafræðingi; þær hafa af eðlilegum ástæðum framar öllu verið í verkahring málfræðinga. Þátturinn um bragfræði er lengri en við mætti búast (35 bls.). Vafalaust stafar það af því, að höfundur fer fÉlagsbrÉf 65

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.