Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1876, Blaðsíða 39
Stjórnartíðindi B G. 33
— Brjef konungsráðgjafansíyrirísland til lcmdshöfðingja um lán úr viðlaga-
sjóðinum. — Út af tilmælum, er upp höfðu verið borin áalþingi þvi, er átt var sið-
astliðið ár, hafið þjer, herra landsliöfðingi, í þóknanlegu brjeO frá 16. nóvbr. f. á. lagt
það til, að yður yrði veitt vald til að lána út með skilyrðum þeim, er þjer nákvæmar til
takið, fje það, er árlega sje borgað upp i það, sem viðlagasjóðurinn á í láni, sem sje bæði
það, sem hinn fyrrvenandi fslenzki dómsmálasjóöur og læknasjóðurinn haO átt hjá ein-
stökum mönnum að upphæð um 18000—50,000 kr., og i annan stað það, sem sveitarfje-
lögum hafi verið láuað til að koma upp fangahúsum og i aðrar þarfír, en það mun vera
um 77000 kr., og ætlið þjer á, að upp f þessi sveilalán eingöngu sje borgað um 5000kr.
á ári; hafið þjer tekið fram, að œskilegt sje bæði, að fje það, er þannig verði goldið upp
f .'lán, verði sem fijólast látið fara að ávaxtast i landssjóðnum aptur, og eins að einstakir
menn geti fengið lán til að koma fram ýmsum fyrirlœkjum, einkum i landbúnaði; en slfk
lán sje örðugt að fá vegna peningaeklu þeirrar, er nú sje á íslandi.
Ut af þessu skal ráðgjafínn þjónustusamlega tjá yður til þóknanlegrar leiðbein-
ingar, að það er hvorttveggja að fjárreiður upp í þær af fyrrnefndum skuldum, er risið
hafa af lánum lil sveitastjórna eru i fjárlögunum, sjá 4. gr., nr. 2, taldar öldungis eins og
aðrar tekjur landssjóðsins, sem ætlast er til að fari til útgjalda landsins og afgangur sá
verði af, er ráð er fyrir gjört, en eru ekki taldar sem sjóðir út af fyrir sig, er verja
skyldi vöxtunum af fyrst og freinst og beinlínis til að auðga viðlagasjóðinn, enda mun
nokkuð hœpið, að landssjóðurinn megi árum saman missa um 5000 krónur á ári til þess,
sem hjcr er farið fram á, er litið er á breylingar þær, sem þegar er búið að koma á
tekjur landsins (með lögum um, að alþingistollurinn skuli vera úr lögum numin), og sömu-
leiðis á gjöld þess (lög um laun íslenzkra embættismanna m. m.), og eins á þær breyt-
ingar, er siðar kunna að verða gjörðar. Enn er það, að jafnan verður að telja nokkuð
ísjárvert að hafa að tiltölu allmikinn hluta af fje landssjóðsins i lánum, sem ekki er auð-
náð. Fyrir þvf heör ráðgjafínn ekki getað fallizt á, að því, sem borgað verður upp I nefnd
sveitalán, verði varið á tjeðan hátt. En vegna þess, sem þjer segið um, hve örðugt sje
að fá lán á íslandi, og af þvf að þar vantar lánsstofnanir, hefír aptur á móti þótt tiltœki-
legt, að leyfa að það fje, sem búið er áður að lána einslökum mönnum, semsje eigur
hins fyrrverandi dómsmálasjóðs og læknasjóðsins sje eptirleiðis fyrst um sinn haft til að
hjálpa um lán á fslandi, þannig, að það, scm vegna uppsagnar eöa af öðrum ástœðum er
borgað af þessu fje upp i innstœðuna, megi lána aptur einstökum mönnum gegn veði.
Ráðgjafínn fær því með þessu brjefí herra landshöfðingjanum umboð til að veita
slik lán einstökum mönnum með þessum skilmálum:
að fyrir lánsfjenu sjeu veðsettar jarðir með fyrsta forgöngurjetti, en lánið aldrei
'álið nema meiru en hálfvirði veðsins, metnu samkvæmt fyrirmælum S.greinar ( tilskipun-
btni um ómagafje, frá 18. feb/úar 1847.
að af láninu sjcu greiddir 4 afhundraði í vöxtu.
a ð segja megi upp táninu með missirisfyrirvara.
a ð það sje þegar i stað fallið í gjalddaga, ef vextir' eru greiddir i rjettan tíma,
eða cf jörðin spillist — og ber því að virða jörðina þriðja hvert ár, og sýna yður virð-
•ngargjörðina — eða ef ógreidd eru látin gjöld af jörðinni í almenningsþarfír eða önnur
Vaoskil, verða.
og a ð skuldunautur, ef lil málssóknar kemur, greiði allan málskostnað, lands-
sjóðnum að skaðlausu.
llinn 28. apríl 1876.
t87G
28. febr.