Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 11

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 11
Alma Þegar við mælum okkur mót veit ég ekki lengur hvað tímanum líður. Þú segir að það séu eðlileg viðbrögð. Ég komst síðan að því um daginn að nafnið þitt þýðir víst sál og er af arabískum upp- runa. Það er að finna í orðinu almanak. Þegar ég kynntist þér uppgötvaði ég líka loksins töluna 0. Það breytti öllu. HaraldurJónsson Alma Hún var alltaf eins og í þann veginn að bresta í grát og hún bjó með þessum manni í blettóttu skyrtunni, en þær sögur gengu um hann að hann hefði drepið fyrri konu sína og bútað hana niður með exi í baðkarinu. Eva Andrés Kæra A-! Ég hef staðið við loforðið sem ég gaf þér, en það er ekki auðvelt. Það var eins og við manninn mælt að eftir að við hittumst þá byrjaði gamla klíkan að dúkka upp allt í kringum mig. Ég verð að ,hryggja‘ þig með því að menn spyrja ekkert um þig, og auðvit- að er ég ekkert að hvetja þá til þess. Sjáumst í hádeginu á laugar- daginn. (Sjá: Auður) Sjón Andrés Dreymdi einu sinni að ég héti Andrés. Draumurinn var martröð. Mannanafnanefnd tilkynnti breytingar á beygingu nokkurra mannanafna. Breytingin var þannig að öll mannanöfn sem í nefni- 9

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.