Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 45

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Page 45
Gottskálk Gottskálk Nikulásson, biskup á Hólum, átti son, Odd, sem stam- aði. Frægastur er hann fyrir að hafa setið á sínum bási í fjósinu á Skálholti og þýtt Nýja testamentið innan um beljurnar og ef það er satt að þýðingar heilagrar ritningar séu jafnan innblásnar af al- mættinu og dikteraðar af engli, eins og Vulgataþýðing Hieronym- usar, þá er það líkast til svo að heilagur andi hafi í tilfelli Odds lagt leið sína um kýrkjaft. ORÐIÐ, sem Oddur var að snara, var í raun dýramál og því án efa í búklegri tóntegund en ORÐIÐ sem Lúter barðist við að snara einsamall í ritstofu sinni í Wittenberg. En svo sjálfsögð var þessi sambúð að Oddur tók varla eftir henni. Hann virðist ekki hafa gruflað mikið í því að það sem hann heyrði vom hljóð skepnu en ekki manns og tungutakið sem hann brá fyrir sig því vafasamt í meira lagi. En hvemig mæltist kúnum þegar komið 43

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.