Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Blaðsíða 29
Það heyrist óánægjukurr úr salnum og hneykslaðar raddir segja:
„Aðeins eitt nafn á mann, það er ekkert gagn að því.“
Persónurnar við borðið standa upp og beygja sig yfir listann og
lesa upphátt nokkur nöfn í röð:
„Hugrún, Hulda, Inga, Ingi, Ingibjörg...."
„Ég ætla að heita Ingibjörg. Það er áreiðanlega skemmtilegt
nafn,“ kallar ein hinna rauðhærðu glaðlega til mín. „En það verður
ekki hjá því komist að sumt af því sem ég segi verði leiðinlegt."
„Ég skal vera Jóhanna," segir önnur.
„Sum nöfn eru löng, önnur stutt. Eins og stuttar og langar ferðir
út í heim,“ muldrar Jóhanna og lítur á manninn á móti sér, „þú ert
áreiðanlega Torfi. Þú þarft ekki annað en að hlusta á sjálfan þig til
þess að heyra að þú ert Torfi.“
„Vert þú Guðmundur og ég verð þessi Haukur sem allir eru að
tala um,“ segir rauðhærður maður við annan rauðhærðan.
„Þá það,“ segir Guðmundur og horfir á hendur sínar.
„Ég skal vera Auður,“ er hvíslað lágróma.
„Sæl, ég er Hlaðgerður, ert þú ekki Brá,“ spyr Hlaðgerður konu
sem hefur farið yfir nöfnin á listanum aftur og aftur án þess að
geta ákveðið hvaða nafni hún á að heita.
„Sæl Hlaðgerður, ég held nú, þér að segja, að það gæti verið
hagkvæmara að heita Þorkell heldur en Brá.“
„En ég ætlaði einmitt að heita Þorkell,“ segir þá hraðmæltur
maður á ská á móti henni.
„Konur heiti kvenmannsnöfnum og karlar karlmannsnöfnum,
annað gengur ekki,“ hrópa ég hvasst til að afstýra þeim ruglingi
sem annars hlytist af.
Loksins þegar allir eru búnir að velja sér nöfn stíg ég upp á auða
stólinn og bið persónumar að rétta upp hönd um leið og ég nefni
nafn þeirra.
„Hlaðgerður, Brá, Ingibjörg," kalla ég upp og held áfram, Jó-
hanna, Auður, Haukur, Torfi, Guðmundur, Þorkell.“ Ég hoppa
27