Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Blaðsíða 26

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Blaðsíða 26
sem hefði upphaf og endalok,“ segir einn karlanna við borðið, stendur upp og fer að ganga um sviðið, „t.d. ef ég gæti ferðast um í draumi ókunnugs manns sem er nýsofnaður." „Og heitir svo hinn sofandi maður eitthvað,“ spyr sá við borðs- endann? „í drauminum heitir hann Baldur." „Er þetta hann Baldur Lámsson eða Baldur Jó, Baldur bróðir Lilju eða hann Baldur sem er þjónn á Sögu, Baldur Thorlacius eða Baldur sem var með Ágústu sem var með mér í menntó og bjó á ská á móti, Baldur smyglari eða hann Baldur, æ Baldur, þú veist, ljóshærður með stutt hár og nef?“ spyr sá við borðsendann aftur. „Þetta er hann Baldur gamli langafi hennar Mörtu. Hann Baldur gamli frá Vatnskoti í Austur-Húnavatnssýslu sem dvelur núna á Droplaugarstöðum. “ Nú er mér nóg boðið og farið að leiðast þetta. Ég sit meðal áhorf- enda á 8. bekk fyrir miðju og stend nú upp og segi ákveðinni röddu við persónurnar á sviðinu: „í sögu er nauðsynlegt að heita eitthvað því enginn er aleinn í sögu frekar en nokkur maður kemst nafnlaus í ferðalag því það er nauðsynlegt að merkja tösk- urnar sínar með nafni áður en lagt er af stað og að skrifa nafnið sitt inn í stígvélin sín með tússpenna.“ Já, og þetta er nú aldeilis dagur til þess að ferðast,“ heyri ég einn áhorfendanna fyrir aftan mig segja. Og hann heldur áfram: „En mér er spurn: Um hvað snýst þetta allt og hvers vegna snýst þetta? Það tollir ekkert á jörðinni þegar hún snýst á þessum óþol- andi hraða. Gróðurinn tollir ekki nema rétt yfir sumarið. Lauf- blöðin fjúka burt. Fólk tollir varla ævina á enda hér á jörð, það er stöðugt að deyja. Hús hristast af henni, björg hrynja úr fjöllum, ár flæða yfir bakka sína og loftsteinar leggja hana í einelti." „Allt er þetta á leiðinni eitthvert, enginn veit hvert en við fylgj- umst bara vel með,“ samsinnir maður á fremsta bekk á svölum. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.