Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 26

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 26
sem hefði upphaf og endalok,“ segir einn karlanna við borðið, stendur upp og fer að ganga um sviðið, „t.d. ef ég gæti ferðast um í draumi ókunnugs manns sem er nýsofnaður." „Og heitir svo hinn sofandi maður eitthvað,“ spyr sá við borðs- endann? „í drauminum heitir hann Baldur." „Er þetta hann Baldur Lámsson eða Baldur Jó, Baldur bróðir Lilju eða hann Baldur sem er þjónn á Sögu, Baldur Thorlacius eða Baldur sem var með Ágústu sem var með mér í menntó og bjó á ská á móti, Baldur smyglari eða hann Baldur, æ Baldur, þú veist, ljóshærður með stutt hár og nef?“ spyr sá við borðsendann aftur. „Þetta er hann Baldur gamli langafi hennar Mörtu. Hann Baldur gamli frá Vatnskoti í Austur-Húnavatnssýslu sem dvelur núna á Droplaugarstöðum. “ Nú er mér nóg boðið og farið að leiðast þetta. Ég sit meðal áhorf- enda á 8. bekk fyrir miðju og stend nú upp og segi ákveðinni röddu við persónurnar á sviðinu: „í sögu er nauðsynlegt að heita eitthvað því enginn er aleinn í sögu frekar en nokkur maður kemst nafnlaus í ferðalag því það er nauðsynlegt að merkja tösk- urnar sínar með nafni áður en lagt er af stað og að skrifa nafnið sitt inn í stígvélin sín með tússpenna.“ Já, og þetta er nú aldeilis dagur til þess að ferðast,“ heyri ég einn áhorfendanna fyrir aftan mig segja. Og hann heldur áfram: „En mér er spurn: Um hvað snýst þetta allt og hvers vegna snýst þetta? Það tollir ekkert á jörðinni þegar hún snýst á þessum óþol- andi hraða. Gróðurinn tollir ekki nema rétt yfir sumarið. Lauf- blöðin fjúka burt. Fólk tollir varla ævina á enda hér á jörð, það er stöðugt að deyja. Hús hristast af henni, björg hrynja úr fjöllum, ár flæða yfir bakka sína og loftsteinar leggja hana í einelti." „Allt er þetta á leiðinni eitthvert, enginn veit hvert en við fylgj- umst bara vel með,“ samsinnir maður á fremsta bekk á svölum. 24

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.