Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Blaðsíða 64
Leifur
Nafnið Leifur hefur mér lengi fundist vera nafn sem felur í sér svo
mörg önnur nöfn, til dæmis nöfnin Guðmundur og Marinó. Ég
lreld ég gangi jafnvel svo langt að halda því fram að það feli í sér
nokkur kvenmannsnöfn að auki, án þess að ég nefni nokkur
dæmi. Leifur er margslungið nafn, það hefur áru eins og sagt er,
og karakter og mystík, án þess að maður fái á tilfinninguna að
hægt sé að græða á því peninga.
Bragi Ólafsson
Lilja
Friðrik Þór kallaði mig Lilju þangað til ég fór að kalla hann
Fríðbert Þór.
Linda Vilhjálmsdóttir
Lilja
Lilja er sönnust og fallegust. Hún náði eins og Trausti bróðir í
sjaldgæf gen úr pottinum, henni þurfti ekki að bregða til for-
mæðra því hún var skírð upp úr símaskránni. Búið var að nota
bæði ömmunöfnin á okkur eldri systurnar. Liljublómið bláa
speglar betur en nokkur pollur himininn.
Valdimarsdóttir gefur styrk, því það þýðir: sú sem ríkir yfir
(sínum) heimi. Þess vegna fnæsir Lilja, eins og óhrædd blóm gera;
yfir fólki með slæma samgróninga heimsku og fordóma. Mig lang-
ar stundum að fnæsa, en hef alltaf óttast aflið í mér, óttast að
senda það, óttast það sé svo sterkt, og sjaldnast er ástæða til að
meiða nema mátulega. Ég óttast ef Þórunnin fnæsi þá komi lítil
þruma með, og í þeim er eins og allir vita mjög hættulegt raf-
magn.
Þónmn Valdimarsdóttir
Lísa
Ég þekki ekki orðsiljarnar á Lís u sem er fínt, þá ímyndar maður
62