Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 85

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Side 85
Viktoría ... aðeins smávaxnar konur geta borið svona mikið nafn; mikil- leiki hins smáa verður ljós við morgunverðarborðið; mikill handa- og fótagangur í litla eldhúsinu; skáphurðimar flengjast fram og til baka; smágerð kona rennir sér fótskriðu milli eldamaskínu, vasks og matarborðs; flytur bakka, diska, ristaðar brauðsneiðar, smjör, álegg, graut og bestikk; sötrar kaffi milli ferða; veldur mikilli sveðju; ber spælt egg á blaði hennar að bakkanum; langur vegur milli bakka að eggs; skrikar fótur á Morgunblaðinu á gólfinu; egg- ið hnígur af blaðinu ofan á Moggann; hún hrifsar allt klabbið upp og slengir á bakkann; Mogginn skilur bakka og egg; slekkur svo skart á eldavélinni að hún kveikir tvisvar á henni aftur; fljótt og fallega gerir hún öllu skil, kaffinu, egginu, Mogganum; í kyrrðinni eftir atið sit ég eftir einn og undrast þessa fyrirferðarmiklu sveðju sem konan smáa sveiflaði svo fimlega ... Ámi Ibsen 83

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.