Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Blaðsíða 21
Ásdís
Kennslustofa 18, nafnakall. Ásdís, kennari. Hún hafði nafnakall úr
ljósbláa kladdanum á kennaraborðinu á hverjum morgni, við
bekkurinn í þremur röðum framan við stóra borðið hennar. Ásdís
var á móti sænska mengjakerfinu, hún kenndi okkur frekar hefð-
bundna samlagningu, og sérstaklega lestur bókmennta. Ásdís
sagði að lífið væri ekki bara brauð og leikir, brauð og leikir, hróp-
aði múgurinn í Rómaveldi forna, og sjáiði bara hvernig fór fyrir
því. Það er ekki hægt að fá neitt í lífinu nema að leggja sig fram,
og vinna fyrir því. Það hefur lífið kennt mér, sagði Ásdís með
kisugleraugun, og í brúna rósótta kjólnum í öllum kennslustund-
um. Ásdís stranga.
Bekkurinn, þau andlit sem ég man eftir núna, því nöfnin eru
mörg hver horfin, rétteinsog þessir fyrstu skóladagar. Anna, mið-
röð. I öllum bekkjum er að minnsta kosti ein Anna. Hún hét líka
Anna María, spékoppar, og brún rúllukragapeysa, með appelsínu-
gulum röndum. Sæta Anna. Guðrún, í gluggaröðinni. Guðrún,
systir góð, sem fæddist um leið og ég, og er mér alltaf samferða.
Gunnar, á Hlíðarenda. Hann var einn af okkur hinum, í stórri
brúnni Njálu í bókahillunni, líka kötturinn Felix, og öll áhöfnin á
kafbátnum á hafsbotni í Kanasjónvarpinu. Jóhannes, í dyraröð-
inni. Hljóður drengur Jói minnir mig. Lárus, miðröð, fremstaborð.
Eða bara Lalli, sessunautur minn, eini vinur minn. Sigurbjörn,
dyraröð, Sibbi sem kastaði sér í: leikfimi einsog Sigurbergur Sig-
steinsson homamaður í Fram. Tryggvi, dyraröð. Ég man ekki
betur en hann hafi einu sinni pissað í vaskinn í stofunni. Við báðir
sennilegast.. Þorsteinn, miðröð, fremstaborð. Ég, fullur af tilfinn-
ingum, sem áttu bara eitt nafn, sársauki. Þá var hún stór sól, upp-
við svarta töfluna, góða dísin, Ásdís.
ÞorsteinnJ. Vilhjálmsson
19