Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Qupperneq 21

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1998, Qupperneq 21
Ásdís Kennslustofa 18, nafnakall. Ásdís, kennari. Hún hafði nafnakall úr ljósbláa kladdanum á kennaraborðinu á hverjum morgni, við bekkurinn í þremur röðum framan við stóra borðið hennar. Ásdís var á móti sænska mengjakerfinu, hún kenndi okkur frekar hefð- bundna samlagningu, og sérstaklega lestur bókmennta. Ásdís sagði að lífið væri ekki bara brauð og leikir, brauð og leikir, hróp- aði múgurinn í Rómaveldi forna, og sjáiði bara hvernig fór fyrir því. Það er ekki hægt að fá neitt í lífinu nema að leggja sig fram, og vinna fyrir því. Það hefur lífið kennt mér, sagði Ásdís með kisugleraugun, og í brúna rósótta kjólnum í öllum kennslustund- um. Ásdís stranga. Bekkurinn, þau andlit sem ég man eftir núna, því nöfnin eru mörg hver horfin, rétteinsog þessir fyrstu skóladagar. Anna, mið- röð. I öllum bekkjum er að minnsta kosti ein Anna. Hún hét líka Anna María, spékoppar, og brún rúllukragapeysa, með appelsínu- gulum röndum. Sæta Anna. Guðrún, í gluggaröðinni. Guðrún, systir góð, sem fæddist um leið og ég, og er mér alltaf samferða. Gunnar, á Hlíðarenda. Hann var einn af okkur hinum, í stórri brúnni Njálu í bókahillunni, líka kötturinn Felix, og öll áhöfnin á kafbátnum á hafsbotni í Kanasjónvarpinu. Jóhannes, í dyraröð- inni. Hljóður drengur Jói minnir mig. Lárus, miðröð, fremstaborð. Eða bara Lalli, sessunautur minn, eini vinur minn. Sigurbjörn, dyraröð, Sibbi sem kastaði sér í: leikfimi einsog Sigurbergur Sig- steinsson homamaður í Fram. Tryggvi, dyraröð. Ég man ekki betur en hann hafi einu sinni pissað í vaskinn í stofunni. Við báðir sennilegast.. Þorsteinn, miðröð, fremstaborð. Ég, fullur af tilfinn- ingum, sem áttu bara eitt nafn, sársauki. Þá var hún stór sól, upp- við svarta töfluna, góða dísin, Ásdís. ÞorsteinnJ. Vilhjálmsson 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.