Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 17

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 17
BRAGI ÓLAFSSON: Risið Fyrir sjö hundruð árum riðu Ijóslausar hetjur um héruð. Á daginn gerðu þær að vopnum og á næturnar hugsuðu þær um konur. Ein þeirra dó fyrir aldur fram, í svefni undir afklæddri fjallshlíð. II Það er haust og við skulum láta það vera að fara út. Bærinn er fullur af fólki sem er ekki við okkar hæfi, við ættum frekar að týnast undir sæng og hitta fyrir það undarlega fólk sem leynist þar. Hafi þessi sjö hundruð ár liðið, gæti ég best trúað að önnur jafn mörg ættu eftir að líða. Þegar sólin hnígur bakvið háa múrvegg- inn fyrir garðinum, þegar ég er sitjandi við gluggann sem snýr í vestur, verða glerbrotin uppi á veggnum hvít og lýsandi, og myrkrið klifrar sársaukalaust yfir brúnina. Mér dettur þá í hug Ijóð sem ég las fyrir stuttu eða aldrei; það sagði frá vegvilltum hetjum sem bar við himin, einsog svo margt annað. IV Engin hetja er kvenkyns. En í svefni koma kvenlegir drættir í andlitið sem dagsbirtan strokar út. V Eina janúarnótt, í ferhyrndum himni þakgluggans, flýgur þota í átt að öðrum himni. Innanborðs er lík manns sem dó fyrir aldur fram, og það er ekki fyrren hjól vélarinnar hafa stöðvast á flug- brautinni að ég get sofnað aftur. UÓÐORMURINN_______________________________________________15

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.