Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 21

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 21
ÞORVALDUR FRIÐRIKSSON: Til pabba Ersólin hverfur í vesturhafið kemur kvöldið og kastar skuggum sínum um eyjar og sund Mjúklega bærast þang og þaraslæður fyrir straumum á silfurspegli hafsins hjúfra sig fuglar og láta berast á bylgjunum Er rökkva tekur snarkar í opnum eldi og reykur stígur til himins sem skrýðist stjömubliki og norðurljósum UÓÐORMURINN En er kvöldgolan andar um húsaburstir og döggin umvefur grös og steina vaknar meðvitund mannanna um hamingjuna og nærveru guðdómsins í öllum hlutum Á fallaskiptum gefur stóreygur selur gætur erninum sem hvílist því á morgun mun hann aftur svífa tignarlega um háloftin. 19

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.