Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 40

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 40
þess aö setjast niður og skrifa Ijóð; mér skilst að slík hefð almennings- kveðskapar sé enn í góðu gengi á íslandi. Menn eru ekki vel að sér í Ijóðlist ef þeir leiða hjá sér slíkan kveðskap. Mál og mynd - Sum Ijódin í TECHNICIANS OF THE SACRED eru frá heföbundnu sjónarmiöi einungis ævafornar myndir, t.d. frá Kína, Afríku eöa frá Astekum í Mexíkó. Má af þessu álykta aö þú teljir forna myndsteina á Noröurlöndum vera Ijóö? - Þegar við hyggjum að rituðum eða táknuðum Ijóðum má ekki gleyma þeim skáldskap sem „skráður" var fyrir ritöld með táknletri, myndletri, rúnum o.s.frv. Hér er líka oft um að ræða myndtáknuð Ijóð, sum svipuð „konkret" Ijóðum nútímans og sumir þjóðflokkar lásu Ijóð úr slóðum dýra eða af himintunglum. Ljóðtegundir af þessu tagi ættu að rata til nútímamanna, þær eiga ýmislegt sameiginlegt með módern- um Ijóðum. Og þegar höggvin var röð mynda á steina er mjög líklegt að listamaðurinn hafi haft kvæði eða vísubrot í huga; það er raunar eðlilegast. Menn voru að yrkja, nútíma ritletur var ekki til; ef menn vildu varðveita kveðskapinn „skráðan“, þá var myndin, krotuð á stein eða tré, nærtækasta formið. Þetta minnir okkur á að aðskilnaður máls og mynd- ar er tiltölulega ungt fyrirbæri. Fyrir daga Fornegypta, Maya-indjána, bronsaldar í Evrópu voru mál og mynd ein heild. Eftir aðskilnaðinn komu til sögu víxláhrif Ijóða og táknaðra mynda. Módern Ijóðagerð - Nú gæti einhver ályktaö afþessu tali aö þú værir allur og óskiptur i fornum kveöskap. En ekki má gleyma því aö þú ert í fararbroddi Ijóöskálda módernismans í Vesturheimi. Hvernig sameinast þetta í ein- um og sama manninum? - Módernismi er harla óljóst hugtak. Við höfum verið að tala um kveðskap sem hefur átt sér margskonar endurnýjun og ýtir undir áfram- haldandi nýjungar í Ijóðlist. Að mínu áliti er módernismi fólginn í Ijóðum nýjunga og tilrauna, eyðileggingar og sköpunar, Ijóðum skálda sem efast um að viðteknar formgerðir dugi og skapa þessvegna nýjar, opna ný sjónarsvið. Þetta hefur gerst á öllum tímum. Sérhver mikilvæg breyt- ing í Ijóðagerð ryður braut nýjum verkum í framtíð og formgerðir þeirra gera lesendum eða hlustendum kleift að skynja reynslu sína og um- hverfi á ferskan hátt. Slíkt skapar vitundinni aukinn þrótt og tungumál- inu einnig. Mikilvægar nýjungar geta aukið svigrúm Ijóðlistar í mörgum 38 ___________________________________UÓÐQRMURINN

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.