Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 27

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 27
JÓHANN ÁRELÍUS: Ljóð hví ekki spássera með draumbláu kvöldi inn í regnvota grasgræna nóttina og bjóða síðan morgninum góðan daginn glaðvakandi með bros á vör? mér er spurn þegar sólarhringurinn er upphrópunarmerki og uppspretta eilífrar algjörrar birtu, eilífs skammæs Ijóss á þjóðhátíð sumarsins um Jónsmessu í júní... og áður en þú veist eru fíflarnir orðnir biðukollur en ylur birtunnar horfinn eins og dögg fyrir sólu á vetrarbraut (þokan á vaðmálssíðu pilsi beggja vegna Eyjafjarðar og rignir ísnálum á opinbera heimsókn Vigdísar) og berin blána vart í ár. hví ekki spássera glaðvakandi? UÓÐORMURINN____________________ 25

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.