Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 30

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 30
SOHRAB SEPEHRI: fæddist áriö 1928 í Kashan í útjaöri eyöimerkurinnar í Mið-íran. Eftir mennta- skólanám fór hann í kennaraháskólann í Teheran og vann síöan sem kennari í nokkur ár í heimabæ sínum áður en hann fór í listaskóla. Hann útskrifaðist úr málaradeild 1953. Hann tók þátt í fjölda mörgum sýningum, heima og erlendis, ferðaðist um Evrópu, Ameríku og Austurlönd þar sem hann hélt málverkasýn- ingar, starfaði og dvaldi í senn. Sohrab leit fyrst og fremst á sig sem listmálara. En hann var áberandi sem skáld og hefur haft töluverð áhrif á nútímaljóðlist í íran. Á árunum milli 1951 og 1977 gaf hann út átta Ijóðabækur. Hann lést árið 1980. Vin í augnablikinu Ef þið leitið mín þá er ég hinum megin við Hichestan hinum megin við Hichestan er staður þar sem straumar loftsins eru mettaðir sendiboðum um blómstrandi runna við sjóndeildarhringinn. Og í sandinum eru för eftir hestana góða reiðmenn sem riðu að morgni þangað sem bóndarósin á upphaf sitt. Hinum megin við Hichestan er regnhlíf löngunarinnar opin: vindur þorstans rennir sér niður laufblöðin. Bjöllur regnsins klingja. Hér er hugur manns einn og í einverunni býr eilífðin í skugga álmsins. Ef þið leitið mín komið mjúklega og hæglega svo að þunnur glerungur einveru minnar springi ekki. Álfheiður Lárusdóttir þýddi. 28 LJÓÐORMURINN

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.