Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 39

Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 39
þýðingar. í þessu starfi hefur orðið til hugtakið „ethnopoetics“ (á ísl. „þjóðflokkaskáldskapur" eða eitthvað þ.h.) og um það fræðasvið hafa þegar verið haldnar ráðstefnur. - Það leiðir hugann að öðru mikiu riti, SYMPOSIUM OF THE WHOLE, sem þú ritstýrir ásamt konu þinni (1983). Sú bók geymirsafn greina eftir fjölmarga höfunda sem nálgast skáldskapinn frá þessu sjónarmiði. í þessari bók, en þó einkum í þínum eigin skrifum, er oft minnst á „orai poetry“ (sem á ísl. mætti etv. kalla kveðinn skáldskap eða munnlega fram settan). Finnstþér að þessháttar skáldskapur hafi verið vanræktur? - Já, alltof oft mótast umræða um skáldskap af því sem skráð er. Ritlistinni fylgdi því miður sá ókostur að víða var tekið að vanrækja munnlegan flutning kvæða. Mér er í mun að svipta hulunni og helgi- hjúpnum af hinu ritaða orði vegna þess að ég held að hættan á staðn- aðri hugsun, á forræðishyggju, hafi verið nátengd því. Með skrifum mínum og sýnisbókum er ég að bregðast við stirðnuðum viðhorfum sem ekki telja „oral poetry" til Ijóðlistar eða gera lítið úr slíkum skáld- skap. Ég legg áherslu á að Ijóðlistin eigi sér bæði ritað form og munn- legt (oral) enda alkunna að hún var iðkuð löngu fyrir ritöld, og hún myndi lifa af þótt mannkynið glataði ritkunnáttunni. Þetta þarf víst ekki að segja íslendingum sem hafa varðveitt ríkan arf Ijóða sem ort voru og flutt öldum saman í samfélagi án ritiðkunar. - Hvernig varþessi munnlegi flutningurí framkvæmd? - Hann var ekki bara; sem betur fer er hann víða enn við lýði og til þess að lýsa honum þarf auðvitað að flytja hann munnlega og þá fyrst mætti heyra og skynja hversu margbreytilegur hann er og hversu aðrir þættir en ritmálið eitt eru mikilvægir í Ijóðlist. En þetta er semsagt kveðskapur sem fluttur er af munni fram og er órjúfanlega tengdur söng af ýmsu tagi eða raddfylgd (stemmum), öndun og svo líkamlegri tján- ingu. Þetta er kveðskapur sem borist hefur frá kynslóð til kynslóðar í lifandi tjáningu kvæðamanna, hvort sem textinn hefur verið til skráður eða ekki. Slíkur kveðskapur er jafngamall allri menningu og form hans er afar margvíslegt eins og menningin á hinum ýmsu svæðum jarðar- innar: allt frá orðlausum söngvum, söngli og bænaþulum til flókinnar kvæðasamsetningar, myndrænnar og táknrænnar, í margbrotnum, raddstyrktum frásagnarkvæðum. Stundum var kveðskapurinn fluttur af seiðmönnum, trúarforingjum eða skáldum sem stigu fram fyrir áheyr- endur, eða hann var fluttur af einhverskonar kór eða söfnuði, gjarnan í tengslum við dans og trúarathafnir. Mannlegt mál er nær óþrjótandi brunnur Ijóðforma og í rauninni hefur á öllum tímum verið meira um munnlegan kveðskap en skrifaðan. Fólk iðkar allskonar yrkingar án UÓÐQRMURINN_____ ___________ 37

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.