Ljóðormur - 01.11.1986, Blaðsíða 38
- Og sumir nafntogaöir módernistar fá ekki inni í bókinni, s.s. T.S.
Eiiot, Allan Tate og Robert Lowell.
- Já, þetta eru marglofuð 20. aldar skáld, hæfileikamenn og gáfaðir
en ekki miklir módernistar. En í rauninni eru Ijóð þeirra mestan part
innan hefðbundinna marka, bæði varðandi form og inntak og meira eða
minna í andstöðu við módernískan skáldskap. Undir hjúpi nýstárlegrar
formgerðar í Ijóðum Eliots býr hvötin til að hverfa aftur til viðtekinna og
þægilegra sjónarmiða fortíðarinnar.
Ljóðlist þjóðanna
- / hinu geysistóra safnriti TECHNICIANS OF THE SACRED, sem
kom út 1968 og aftur í aukinni útgáfu 1985, sýniröu lesendum fornan
skáldskap úrhinum ýmsu menningarkimum heims. Hverer hugmyndin
meö þessu sérstæöa verki?
- Fyrir mér vakti að brjótast út fyrir venjubundin mörk skáldskapar,
kanna uppruna, lífsmagn og eigindir sjálfs Ijóðahugtaksins og þá um
leið tungumálsins hjá sem flestum þjóðflokkum og á hinum ólíku
menningarsvæðum á fyrri tíð - og hjá því fólki sem hefur dregist aftur úr
tæknilega, þ.e. hjá þeim sem svokölluð vestræn siðmenning í stærilæti
sínu kallar frumstæðar þjóðir með barnalega, heiðna eða ómenntaða
menningu. Úrvali afrakstursins safnaði ég í þessa bók. Þar er m.a. kafli
úr Hávamálum og þarna má sjá margan fornan kveðskap sem er býsna
keimlíkur því sem við köllum módernt nú á dögum. Þessi gömlu Ijóð
eiga að sýna öllum lesendum hversu lengi og hversu víða Ijóðlistin
hefur verið til og hversu stórt hlutverk hennar er. Þau ættu að efla
hugmyndaflug og innsæi; öll skáld geta sótt sér hvatningu í þessi Ijóð.
- Forn þessara Ijóöa er áberandi margvíslegt og þaö vekur spurn-
ingu um þaö hvert sé upphaf skáldskapar eöa hvaö sé Ijóö.
- Ljóðagerð er iðkuð alstaðar þar'sem mál er talað og þannig hefur
það alltaf verið. Ljóðagerðin hefur verið drjúgur þáttur í lífi fólks, baráttu
hversdagsins, tilfinningum, störfum og trúariðkunum. Hún hefur oft
verið flókin og torræð allt frá árdögum mannkyns, engu síður en á
seinni tímum. Sé þetta haft í huga má Ijóst vera að Ijóðlistin hefur aldrei
verið neinn lúxus í lífi fólksins, heldur brýn nauðsyn, ekki handa fáum
útvöldum heldur jafnt fyrir alla.
- Var ekki erfitt verk aö safna þessum kveöskap saman?
- Það eru til efnismikil söfn sem þjóðmenningarfræðingar og
mannfræðingar hafa viðað að sér úr ýmsum heimshornum. Úr þeim hef
ég m.a. unnið, oft í samráði við þá og ýmsir sérfróðir menn hafa annast
36_____________________________________________________UÓÐORMURINN