Ljóðormur - 01.11.1986, Page 21

Ljóðormur - 01.11.1986, Page 21
ÞORVALDUR FRIÐRIKSSON: Til pabba Ersólin hverfur í vesturhafið kemur kvöldið og kastar skuggum sínum um eyjar og sund Mjúklega bærast þang og þaraslæður fyrir straumum á silfurspegli hafsins hjúfra sig fuglar og láta berast á bylgjunum Er rökkva tekur snarkar í opnum eldi og reykur stígur til himins sem skrýðist stjömubliki og norðurljósum UÓÐORMURINN En er kvöldgolan andar um húsaburstir og döggin umvefur grös og steina vaknar meðvitund mannanna um hamingjuna og nærveru guðdómsins í öllum hlutum Á fallaskiptum gefur stóreygur selur gætur erninum sem hvílist því á morgun mun hann aftur svífa tignarlega um háloftin. 19

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.