Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 á M Séra Ólafur Oddur Jónsson: Kærleikur - Réttlæti i. Við fæðingu Jesú var ekki rúm i gistihúsinu. Það er gömul saga og ný. Við upphaf timatalsins var ekki staður fyrir höfund lifsins, sem kominn var til þess að veita mönnum hjálpræði i lífi og dauða. Hann var kominn til þess að endurleysa og efla mennskuna, friðinn og kærleikann i heiminum. Hann kom til þess að sameina og skapa samfélag um allt sem gefur lifinu gildi og fyllingu og laða fram það brot af miskunnsömum Samverja, sem býr i okkur öllum. Konungur lifsins og Ijóssins kom sem lítið flóttabarn i þennan heim, en það var ekki rúm fyrir hann. Þannig var það fyrir tvö þúsund árum og þannig er þvi farið um hans minnstu bræður enn i dag. II. Þessi hógværi konungur jólaföstunnar sagði mönnum sögu af miskunnsömum Samverja. Sjálfur lifði hann þá sögu. Ersú frásögn nú orðin að helgisögn, sem engin áhrif hefur? Er réttlætið aðskilið kærleikanum? í heiminum i dag er aftur á móti mikið um siðfræði sem kennd er við björgunar- báta. Réttlæti þeirrar siðfræði minnir á það réttlæti sem ekki náði út fyrir mörk borgrikja i Grikklandi til forna. Hinar lánsömu þjóðir eru komnar i bátana og gæta þess með ráðum og dáð að ofhlaða þá ekki. Jafnvel þótt rúm sé iskutnum, þá hafa orð Krists, til þeirra sem eru um borð, ekki áhrif: ,,Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það." Þjóðerniskennd þarf ekki að vera slæm, en hún getur afskræmst i hroka, sem þekkir enga miskunnsemi, hroka, sem hikar ekki við að berja menn frá borði. Allt þetta er gert i nafni þess, að mönnum beri að fara að lögum. Vissulega erþað rétt, en vonandi er þeim steini ekki varpað úr glerhúsi. Samkvæmt kristnum skilningi er kær- leikurinn ávallt samfara réttlætinu. Hvaðan hafa menn þá rótt tilþess að leggja stein i götu flóttamanns, sem biður ásjár, jafnvel þótt hann sé brotlegur við lög? Betra væri að menn hefðu yfir fyrstu grein mannróttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: ,,Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og róttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Eða þriðju grein: ,,Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. “ Ef til vill er mannróttindayfirlýsingin eitt af þvi fáa sem minnir á miskunnsama Samverjann árið 1980. III. Ég minnist þess að hafa heyrt jólasögu sem nefndist: ,,Gleðileg jól". Þar var sagt frá Jones-hjónunum og tveimur börnum þeirra. Fjölskyldan gerði allt tilþess að vera eins og aðrir og lifa eins og aðrir. En á aðfangadagskvöld varhringt frá flóttamanna- stofnun og spurt, hvort þau vildu taka að sér flóttafólk. Frú Jones lét skrá sig á listann, til þess að vera eins og aðrir. En hún hafði orð á þvi að þetta gæti alveg eyðilagt jólin fyrir fjölskyldunni. Þegar flóttafólkið kom varþvikomið fyrir íbilskúrn- um og það varþakklátt fyrir aðbúnaðinn. Flóttakonan var barnshafandiog þreytuleg og bilskúrinn kom i góðar þarfir. Á jólanóttina ól hún barn ibilskúrnum, eitt afþessum börnum sem breytir ,,tárum i hlátur og hatri i kærleika". Þegar frúin frétti af þessu um morguninn fókk hún samviskubit. Hún sagði við mann sinn, eins og til að afsaka sig: ,,Konur af þessu þjóðerni hafa ekkertfyrirþviað ala börn, það er þeim svo auðvelt". Flóttafjölskyldan hvarf á braut og jólin héldu áfram. Börn þeirra hjóna voru hálf vansæl yfir öllum gjöfunum og mátust á um þaó hvort þeirra hefði fengið meira. En það var fastur siður hjá fjölskyldunni að lesa jólaguðspjallið við veisluborðið og þegar kom að þvi að lesið var, ,,fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann i jötu, af þvi að eigi var rúm fyrir þau i gistihúsinu", þá gall i dóttur hjónanna: ,,Nú, voru þau þá flóttafólk?". Ef til vill verður svipuð spurning áleitin á íslandi um þessi jól. 1 GLEÐILEGA JÓLAHÁTÍÐ. ffftffiH'L smmas&BSk

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.