Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 18. desember 1980 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Sorpeyðingarstöðin yfir- tekur sorphreinsunina Nú um áramótin mun Sorp- eyöingarstöð Suðurnesja yfir- taka alla sorphreinsun í byggð- arlögunum á Suöurnesjum. Og miðast það við að hirða sorpið frá götulínu, en byggöar- lögin hafa ekki enn tekið ákvörð- un um það hvort þau muni sjá um að koma sorpinu út að götulínu eða hvort það lendir á hverjum húseiganda fyrir sig, en ákvörð- unar er að vænta næstu daga. Þessar stúlkur héldu hlutaveltu aö Fagragaröi 4 í Keflavík til styrktar Sjúkrahúsinu, og söfnuðust 21.200 kr. Þær heita Kristín Ingunn Hólm (t.v.) og Hannesína Skarphéðinsdóttir. A myndina vantar Guðrúnu Björk Rúnarsdóttur og Gunnar Felixsson. Vel snyrt kona er ánægð Áður Eftir Ekki er nóg að vera vel klædd og með fínt hár. Vel snyrt ertu fín og þér líður vel. Gleóileg jól, þakka viðskiptin á árinu. Snyrtistofan ANITA Sími 3311 Selja togarann og hætta frystihúsarekstri Undanfarin misseri hefurverið mikið talað um rekstrarvanda frystihúsanna hér á Suðurnesj- um. Ráðamenn þjóðarinnar hafa lofaö lagfæringum þessa vanda, en framkvæmdir hafa engar eða allavega litlar orðið. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að atvinnuástand hér syðra hefur verið mjög ótryggt, en einsog kunnugterhefuralltaf öðru hverju boriö á því að starfs- fólk i frystihúsunum fengi í hendur uppsagnarbréf. Og þess vegna hefur atvinnuleysisskrá ávallt veriö í gangi allt þetta ár, meira eða minna. Ekki batnar ástandið því vegna þess rekstrarvanda sem hér hefur verið rætt um m.a. hefurnú verið gengið frá því að Fiskmiðl- un Suðurnesja hf. sem er dóttur- fyrirtæki Ólafs S. Lárussonar hf. hefur orðið að selja hið mikla at- vinnutæki, skuttogarann Fram- tíðina KE 4 burt úr byggöarlag- inu. Aö visu tókst að koma í veg fyrir að togarinn yrði seldur út fyrir Suöurnesjasvæöið. Því kaupendur eru Jón Erlingsson hf. í Sandgerði, að 3/4 hluta og Norðurstjarnan hf. í Hafnarfirði, að V4 hluta. Togarinn verður af- hentur hinum nýju eigendum n.k. laugardag. Jafnhliða sölu togarans hefur Ólafur S. Lárusson hf. sagt upp öllu sínu starfsfólki. En fyrirhug- aðar eru miklar skipulagsbreyt- ingar í rekstri fyrirtækisins. Aðal- breytingarnar eru fólgnar í því aö hætta frystihúsarekstri og fara eingöngu út í saltfisk- og skreiðarverkun. Nú er vonandi að ráðamenn þjóðfélagsins fari að taka á þessum vanda til að koma í veg fyrir að svona hlutir endurtaki sig, því það hefur verið alltof algengt undanfarin ár að at- vinnutæki í sjávarútvegi hafa annaðhvort veriö lögð niður eða seld burtu. Verði ekkert aðgert má búastvið að atvinnuvegurhér á Suðurnesjum koðni alveg niður. (framhaldi af þessu kemurupp sú spurning, hvar er atvinnu- málanefnd Keflavikur, sefur hún Þyrnirósarsvefni? Lýsa yfir stuðningi við dóms- málaráðherra Á félagsfundi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkurog nágrennis sem haldinn var í Félagsheimilinu Vík, sunnudag- inn 7. des. s.l. var eftirfarandi til- laga samþykkt. "Félagsfundur í V.S.F.K. og nágrennis 7.12.1980 samþykkir að lýsa yfir stuðningi við ákvörð- un Friöjóns Þórðarsonar dóms- málaráðherra í Gervasoni málinu. Þá lýsir fundurinn yfir furðu sinni á samþykkt Alþýðusam- bandsþings í máli þessu og telur hana ekki í neinu samræmi við vilja almennra félaga i verkalýðs- hreyfingunni". Allir þekkja okkar fjölbreytta vöruúrval. Jólaávextirnir í heilum og V2 kössum. Hagstætt verð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.