Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 15
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 I Keflavík söfnuðust 3.484.021 í Afríku- NJARÐVÍK Lóðaúthlutun í janúarmánuði verður úthlutað nokkrum einbýlis- húsalóðum við Borgarveg og Móaveg í Njarðvík. Umsóknir skulu berastskrifstofu byggingafulltrúa fyrir 10. janúar n.k. á eyðublöðum sem þar fást. Þar liggja einnigframmi úthlutunar-og byggingarskil- málar. Eldri umsóknir skal endurnýja. Byggingafulltrúinn í Njarðvík Skrifstofustarf - Keflavík Laust er starf ritara við embættið frá og með 1. janúar n.k. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkv. launakerfi BSRB. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 20. des- ember n.k. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu, Vatnsnesvegi 33, Keflavfk söfnunina í tilefni þess að nú er nýlokið söfnun RKl um allt land til hjálp- ar nauöstöddum í Afríku, hafði blaðiö samband við formann Rauöakrossdeildarinnar í Kefla- vík, Baldur Guðjónsson og spurði hann frétta af gang söfn- unarinnar. Hver varð heildarfjárhæó söfnunarinnar vegna Afriku- hjálparinnar? Heildarfjárhæð söfnunarinnar varð 205,071.797. þó gæti eitthvaö hafa bætst við síðan þessi tala var gefin út fyrir viku síðan. Þetta er góður árangur miðað við þann stutta fyrirvara sem var á söfnuninni, að af Norðurlöndum er Island í 2. sæti með nokkuð svipað hlutfall og Noregur sem varð efstur, hin Norðurlöndin eru meö nokkuö áberandi lægri hlutföll. Hvernig gekk söfnunin i Kefla- vik? Hún gekk vel, að sögn Jóns Ásgeirssonar sem sá um fram- kvæmd söfnunarinnar fyrir RKl, var okkar hluturfyrirofan meðal- lag. I Keflavík söfnuðust kr. 3.484.021 ber þar að geta sér- staklega góðu samstarfi við nemendur efri bekkja Grunn- skólans, skólastjórans Sigurðar Þorkelssonar og kennara skólans. Milli 30-40 nemendur sáu um að ganga í hús í Keflavík með söfnunarfötur og vil ég hér með koma á framfæri sérstöku þakklæti til þessara nemenda, því án þeirra hefði sá árangur sem náðist ekki komið til greina. Hvaö er aö frétta af annarri starfsemi Rauöakrossdeildar- innar? Verkefni deildarinnar er með nokkuö hefðbundnum hætti, þ.e. rekstur sjúkrabifreiöar til afnota fyrir byggðarlögin á Suöurnesj- um. Á árunum 1976 og 77 hófst samstarf með Rauðakrossdeild- unum í Grindavik, Njarövík, Keflavík og Sandgerði um kaup á nýrri sjúkrabifreið og hinn 23/9 1977 afhenti þáverandi formaður Keflavíkurdeildar RKl Björn Stefánsson f.h. áðurtalinna deilda Jóhanni Einvarðssyni formanni sjúkrahússtjórnar nýja sjúkrabifreið með öllum þeim besta útbúnaði sem hægt var að hafa. Rauði Kross fslands og Borgarspítalinn hafa í samvinnu haldið námskeið fyrir sjúkra- flutningamenn og hafa báðir sjúkraflutningsmenn sem á bifreið okkar eru, sótt slik nám- skeiö. Nú nýveriö hafa komið fram óskir um að kaupa aðra bif- reiö, sem væri léttari og betur fallin til ýmissa annarra verkefna en aksturs vegna slysa. Sjúkra- flutningar eru stór þáttur i starf- semi RKÍ og hefur veriö allt frá stofnun félagsins árið 1924. Þá má geta þess aö Grindavík- urdeildin hefur af miklum dugnaði og hjálp ýmissa fyrir- tækja á staðnum komið sér upp nýrri skúkraflutningabifreið. Hvaö um önnur verkefni? Annað aðalverkefni deildar- innar hófst með samkomulagi RKl og Almannavarna frá árinu 1974 en þartekur RKf aðsér ýmis veigamikil verkefni í almanna- vörnum þ.e. á þvi starfssviði sem til aðgreiningar kallast "Neyðar- varnir innan Rauða Krossins“en í því felst að í hverju byggöarlagi hefur Rauöakrossdeild staðarins orðið að skipuleggja neyðar- hjálp sem felst í m.a. að skipu- leggja sjálfboöið lið, félagsleg aðhlynning, skráning fólks, félagsleg hjálp og skráning húsnæðis, matar og fatnaðar, ef til náttúruhamfara kynni að koma, og er Vestmannaeyjagos- ið þekktasta dæmi um þennan hátt RKl. Samin hefur verið áætlun fyrir Keflavík ef slíkar aðstæöur skap- ast og mun Gagnfræöaskólinn vera aðsetur okkar ef með þarf. Hvaö um framtiöarverkefni deildarinnar? I síðastliðnum mánuði var haldinn í Reykjavík formanna- fundur RKl. Til hans komu formenn frá flest öllum starfandi deildum Rauða krossins. Um- ræöur urðu þar um ýmis mál, en hæst bar öldrunarmál og ef fram heldur sem horfir verður þaö trúlega eitt af stóru framtíð- arverkefnum RKÍ deildanna að huga meira og betur en gert verið að þeim málum. Má segja aö Kópavogsdeild RKI hafi brotið blaö með forgöngu sinni ásamt um 10 öðrum félagasam- tökum, um byggingu heimilis fyrir aldraða í Kópavogi. Væri slikt verkefni bæði verðugt og ánægjulegt að vinna aö. Frá afhendingu sjúkrabifrelðarinnar i september 1977

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.