Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 38
Fimmtudagur 18. desember 1980 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Bygginganefnd Skátahússins. Frá v.: Björn Stefánsson, Jakob Árnason, Magnús Jónsson, Halldór Brynjólfsson, Guðleifur Sigur- jónsson, Jón A. Valdimarsson. hafa veriö stofnuð alþjóðleg samtök, sem auk þess aö sam- eina þetta fólk, hefur það mark- mið að vinna að útbreiðalu skátahugsjónarinnar og eflingu skátastarfs jafnt innan héraðs sem utan og í heiminum öllum. Samtök þessi kenna sig við verndardýrling skátahreyfingar- innar, hinn hugprúða og hjarta- hreina St. Georg og nefnast St. Georgs gildi (gildi: hópur eða flokkur). St. Georgs gildi var stofnað í Keflavík 1963. Hefur það veitt skátafélaginu ómetanlegan stuöning, bæði við fjáröflun og ýms störf. Það er aðili að lands- samtökum, St Georgs gildunum á (slandi, sem aftur er aöili aö al- þjóðasamtökunum, Internat- ional Fellowship of former Scouts and Guides (IFOFSAG) og á fulltrúa í stjórn beggja þess- ara samtaka. Núverandi formað- ur (gildismeistari) er Jóhanna Kristinsdóttir. Fjár til eflingar skáta- og gild- isstarfs er að mestu aflað með sölu frímerkja. FRlMERKJA- BANKINN er stofnun innan IFOFSAG, starfræktur í Oslo, en St. Georgs gildi og skátafélög um allan heim safna frímerkjum fyrir hann. Bankinn hefur skilað ærnum arði og talsverðum hluta arðsins er varið til skátastarfs fatlaðra barna. St. Georgs gildið í Keflavík er tengiliður íslensku gildanna og Frímerkjabankans. Þeir sem eiga í fórum sínum not- uð frímerki og styrkja vilja heil- brigt æskulýðsstarf, geta semt þau í pósthólf 111, Keflavík, eöa til Jóhönnu Guöjónsdóttur, Brekkubraut 11, Keflavík. Ennfremur má láta vita í síma 1770 og verða þau þá sótt. HÚSNÆÐISMÁL Fyrst eftir stofnun félagsins voru fundir haldnir á lofti Ung- mennafélagshússins, en síðan um skeiö í litlu herbergi í „Klampenborg". En það má víst segja, að skátar séu nokkuö sér- sinna. Þeir safna í kringum sig ýmsum munum og minjagriþum, sem þeir vila vernda og vilja þvi síður deila húsnæði meö öðrum. Var því fljótlega farið að litast um eftir öðru húsnæði, og það stóð ekki á því. - Upp í hendur þeirra barst gamalt hænsnahús, sem Elías heitinn Þorsteinsson gaf þeim, en þeir fluttu það á svo- nefnt Bakarís-tún, þar sem Nýja bíó stendur nú, en skammt þaöan reisti fyrsti foringi félags- ins, Helgi S. Jónsson, sér síöar fagurt heimili. Þótt það sam- komuhús, sem nú stendur á þessum staö, sé öllu háreistara og veglegra, efa ég að þar ríki að öllu jöfnu fölskvalausari gleöi og hamingja en í lágreistu húsi skát- anna. Þótt það væri bæði litiö og lágreist, tókst þeim að innrétta það skemmtilega. Þar var fritím- anum eytt í nám, leiki og söng, svo jafnvel fyrri íbúum hússins hefði sennilega þótt nóg um skvaldrið og fjaðrafokið þar Þetta húsnæöi reyndist þó fljótlega of litið. Var þá fengiö tveggja herbergja kjallarahús- næði hjá Friðmundi heitnum Híerónýmussyni að Túngötu 17 og nefnt Skemman. Var starfað þar af miklu fjöri, enda kvenfólk- ið komið í spilið, en Heiðabúar voru sem áðurersagt,fyrsta,,tví- kynja" skátafélag heims. En sagan endurtók sig, og Skemman varð einnig langt til of lítil. Var þá af litlum efnum en mikilli bjartsýni ráðist í byggingu um 70 fermetra húss á kartöflu- garðasvæði Verklýðsfélagsins. Þótti mörgum óðs manns æði að byggja svo langt utan þorþsins og ætla börnum að sækja fundi nánast upp í sveit. En hvað um það, deildarforingi félagsins, Gunnar Þ. Þorsteinsson, settist niður og teiknaöi húsið, sem siöan var byggt að öllu leyti í sjálfboöavinnu undir hans stjórn. Árið 1945 var svo hið glæsta nýja skátahús tekiö í notkun. Og árin liöu, og enn sprengdi félagiö utan af sér húsnæðið, þó afskekkt þætti i fyrstu. Þegar í upphafi var gert ráö fyrir við- byggingu við húsið. Þaðvarstrit- að við að safna fé í húsbygging- arsjóð, en vegna ört vaxandi dýr- tiðar rýrnaði hann fremur en óx. Sumarið 1973 var svo loks ákveðið aö láta slag standa og hefjast handa. Kosin var bygg- inganefnd úr röðum skáta og fé- laga St. gildisins i Keflavík. ( nefndina voru kosnir: Magnús Jónsson, Björn Stefánsson, Hall- dór Brynjólfsson, Guðleifur Sig- urjónsson og Jón A. Valdimars- son. Síðari hluta nóvembermán- aðar var svo húsið orðiö fokhelt. Megnið af vinnu við uppbygg- ingu hússins, önnur en fagvinna, var unnin í sjálfboðavinnu af skátum og gildisfélögum, sem einnig hafa annast svo til alla vinnu við frágang innanhúss. Mátti þar m.a. sjá ýmsa þeirra, sem starfaö höfðu við fyrri áfanga hússins. Húsi er nú að flatarmáli tæpir 200 ferm. Skiptist það i rúmgott anddyri og fatageymslu, lítið skrifstofuherbergi, þrjú rúmgóð fundaherbergi, sérstök snyrti- herbergi stúlkna og pilta, kyndi- klefa, eldhús og stóran fundar- sal, sem hægt er að skipta í tvennt með fellihuröum þegar henta þykir. ( kjallara er lítið her- bergi, sem nota má til föndur- vinnu, og á háalofti gott geymslurými. Væntanlega veröur þetta nægjanlegt hús- rými fyrir starfsemi félagsins um skeiö, en reiknaö er með að byggja hæð ofan á það, þegar þörf krefur. Laugardaginn 22. maí 1976 var húsið endurvígt eftir stækkun- ina og breytingarnar. Var öllum verktökum og þeim sem á ein- hvern hátt höfðu veitt aðstoð viö byggingu hússins, boðiö til kakó- og kaffidrykkju, að skáta- sið. Félagsforingi Heiðabúa, Magnús Jónsson, bauðgestivel- komna og baö viöstadda jafnframt að senda fyrrverandi félagsforingja, Helga S. Jóns- syni, hlýjar hugarkveðjur, þar sem hann dvaldi slasaður á sjúkrahúsi. Þá flutti Björn Stefánsson ágrip af húsnæöismálasögu Heiöabúa, en Hrefna Tynes lýsti siðan vígslu hússins, og var sú athöfn öll sérlega hátiöleg. Siöan stóðu ýmsir viöstaddra upp og fluttu félaginu árnaöaróskir og margar góðar gjafir, en þar á eftir nutu gestir góðra veitinga skáta. Á sunnudeginum var svo opið hús fyrir skáta og foreldra þeirra, en um kvöldiö héldu St. Georgs gildið í Keflavik og Heiðabúar sameiginlega kvöldvöku, þar sem allir aldursflokkar skemmtu sér konunglega saman. Félagsforingjar frá upphafi hafa veriö: Helgi S. Jónsson, Magnús Jónsson, Magnús Gunnarsson og núverandi fé- lagsforingi er Eydis Eyjólfsdóttir. Frá útilegu og hátíð á Höskuldarvöllum 1973, í tilefni 30 ára afmælis 3. sveitar (kvennasveitar Heiðabúa).

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.