Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 Traktorsgrafa og BRÖYD X2 Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. PÁLL EGGERTSSON Lyngholti 8 - Keflavík Sími 3139 SJÓVÁ-TRYGGT ER VEL TRYGGT. Bifreiðatryggingar Heimilistryggingar Húseigendatryggingar Ferða- og slysatryggingar Allar almennar tryggingar. Kem á staöinn og tryggi. Keflavlkurumboð Vatnsnesvegl 14, III. hœö Sfml 3099 Oplö kl. 10-17. TRÉSMlÐI HF. Byggingaverktakar Hafnargötu 43 - Keflavík Simi 3950 Skrifstofan er opin kl. 9-16 mánudagatil fimmtudaga. Föstudaga kl. 9-12. Tll sölu 2 25 w SANYO útvarpsmagnari með kassettutæki, mjög vel meö farinn. Uppl. ísima 1218 milli kl. 7 og 8. Guðjón Stefánsson: Samvinna - sameining Það er öllum Ijóst, er til þekkja, að sveitarfélögin hér á Suöurnesjum hafa haft með sér samvinnu um mörg mjög veigamikil verkefni. Hér er um meiri samvinnu að ræða en dæmi eru um með öðrum sveit- arfélögum. Samstarf þetta hefur gengiö mjög vel og árangur þess má viða sjá í uppbyggingu opin- berrar þjónustu á svæöinu. Það hefur jafnframt í sumum tilfellum verið forsenda fyrir því hversu fljótt og vel hefur gengið að leysa ýmis brýn hagsmunamál íbúanna hér. Má í því sambandi nefna nærtæk dæmi, eins og t.d. upp- byggingu Hitaveitunnar og Fjöl- brautaskólans. Á þennan hátt hafa verið leyst dýr og viðamikil verkefni sem örugglega væru ekki komin til framkvæmda hjá öllum sveitarfélögunum hefðu þau staöið að þeim hvert í sinu lagi. Samvinna um rekstur Sjúkra- húss Keflavíkurlæknishéraös hefur staðið lengi og hefur nú einnig færst út í sameiginlegan rekstur Heilsugæslustöðvar Suðurnesja. Vistunarmál aldraöra eru sameiginlegt verk- efni sem unniö er að með upp- byggingu Elliheimilisins Garð- vangs og siðan með sameigin- legum rekstri Garðvangs og Hlé- vangs. Samstarf er um bruna- varnir og kemur árangur þess mjög skýrt fram i því, að vegna þess hversu fullkomnar þæreru, hafa íbúar svæðisins nú verulega lægri iögjöld af brunatrygging- um en áöur. Þá má nefna sameiginlegt skipulag almanna- varna, sameiginlega sorphreins- un og sorpeyðingu. Fyrir dyrum stendur samein- ing rafveitnanna, sem síöarværi eðlilegt aö rynni saman við Hita- veituna, þanniö að hér yröi það „Orkuveita Suöurnesja" sem annaðist dreifingu og sölu allrar orku á svæðinu. Hér að framan hafa verið nefnd nokkur dæmi um samstarfsverk- efni. Um tæmandi upptalningu er þó ekki að ræða. Sem æski- legt framtíðarverkefni mætti t.d. hugsa sér gjaldheimtu fyrir Suöurnes, sem sæi um inn- heimtu allra opinberra gjalda. Mætti ætla aö verulegt hagræði yrði af slíkri stofnun fyrir heild- ina. Þá mætti hugsasérskipulag sameiginlegra útivistarsvæöa og íþróttamannvirkja sem eru nokkuö dýr i uppbyggingu og eru því oft seint á ferðinni. I þessum flokki gæti t.d. veriö sameiginleg útisundlaug meðtil- heyrandi aðstöðu sem verulegur áhugi er nú fyrir að koma upp. Sérstaklega lægi þetta verkefni vel við þeim sveitarfélögum sem næst eru hvert öðru. Svona mætti áfram telja upp verkefni sem til greina kemur að leysa sameiginlega, og litlarfjar- lægðir og góöarsamgöngurmilli byggðanna gera hagkvæmar og mögulegar. Vandkvæðin við þetta annars ágæta samstarf eru einkum stjórnunarlega eðlis. Stjórnun samstarfs-verkefna er nokkuð þung í vöfum, þar sem ekki minna en 7 hreppsnefndir og bæjarstjórnir þurfa um þau að fjalla. Fram hafa komið einkum nú í seinni tíð, æ sterkari raddir um það, aö rökrétt framhald af þessu samstarfi sveitarfélag- anna hérsé sameinmg þeirra. Að minnsta kosti einhverra þeirra. Ég er einmitt einn í þeim hópi sem telur eölilegt að fara að íhuga þau mál i fullri alvöru hvort ekki sé grundvöllur fyrir samruna einhverra þeirra. Það er ekki einungis hagræði af þessum sameiginlegu verk- efnum, sem ýmist eru komin til framkvæmda, eða eru framund- an sem mælir með sameiningu. Heldur er augljóst að verulega má draga úr stjórnunarkostnaö- inum með fækkun stjórnkerfa. Sjálfsagt er einnig að skipu- leggja landsvæði byggðanna sameiginlega til að tryggja sem besta nýtingu landrýmis og ákveða framtíöarstaösetningu sameiginlegra stofnana og mannvirkja. Ég tel að það hljóti að vera tímabært að stefna að stærri og öflugri sveitarfélögum sem geti tekið við auknum verkefnum og staöiö undir nauðsynlegri þjónustu, samfara betri nýtingu fjármagns með hagkvæmari rekstri og fjárfestingu. SUÐURNESJABÚAR Tökum aö okkur alla innréttingasmíöi eftir yöar ósk. Húsabygglng hf. - Trésmiöja Garði - Siml 7140 Ökukennsla Æfingatímar Greiðsla aðeins fyrirtekna tima. Útvega öll kennslugögn. Helgl Jónatansson Vatnsnesvegl 15 - Simi 3423 SUÐURNESJAMENN FRAMLEIÐUM: Massívar eikar-eldhúsinnréttingar Fataskápa úr öllum viöarteg. Sandblásna loftbita Sólbekki (plast leöurlíki) Einnig allar aörar geröir innréttinga. Trésmiðja Einars Gunnarssonar Iðavöllum 10a - Keflavík - Sími 2307. Heimasími 2232

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.