Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 18. desember 1980 gistihúseigandinn auðvitað vera kom- inn nieð lögregluna til að sækja liann. Jú, þetta var gistihúseigandinn, en með honuni var Jan, sem brosti vand- ræðalega. Eirik langaði mcst til þess að leggja á flótta, en Jan hljóp til hans, tók í höndina á honum og með tárin i augunum bað liann Eirik að fyrirgefa sér, að hann skyldi hafa grunað hann um þjófnað. „Líttu á, Eirikur," sagði liann, „úrið mitt, sem ég hafði lagt frá mér, hvarf meðan ])ú varst inni hjá mér, og ég gat hvcrgi fundið það, — þess vegna hélt ég að þú hlytir að hafa tekið það. En í dag þegar ég ætlaði á skíði i fyrsta sinn eftir leguna og var að fara i skiða- stigvélin, fann ég það þar. Þá skild- um við að mamma hefði ýtt við þvi þegar hún var að húa um rúmið og það hafði dottið ofan i stigvélið. Eg veit ekki hvernig ég á að geta bætt fyrir þetta, Eirikur, en nú htngar mig til þess að þú viljir taka við úrinu sem gjöf frá mér. Eirikur kinkaði bara kolli, hann var svo hrærður að hann kom ekki upp nokkru orði. Gistihúseigandinn, sem hafði rétt mömmu Eiriks körfu með ýmsu góð- gæti í, kom nú til drengjanna. „Það var gott að þetta komst upp, Eirikur," sagði liann, „og mér er óskiljanlegt að mér skyldi nokkurn tima detta i hug að það gæti verið þú, sem hefðir tekið úrið. Eg vona að þú fyrirgefir mér að ég skuli nokkurn tima liafa grunað þig, og að þú komir nú aftur til okkar og hjálpir okkur, þvi að jafn lipran og duglegan dreng hefi ég aldrei haft, Og hérna er kaupið þitt fyrir þann tima, sem þú hefir verið hjá mér,“ bætti hann við og rétti Eiríki umslag með 100 krónum. Eirikur ljóm- aði af ánægju. Hann þakkaði gistihús- eigandaum og um leið og hann kvaddi Jan livíslaði liann að honum: „Eg tek ekki við úrinu nema með því skil- yrði að ég megi kenna þér að ganga almcnnilega á skíðum. Við skulum byrja á morgun." Og Jan féllst á það allshugar feginn. Jólasveinamir voru synir Grýlu og Leppa-Lúða. Raunar er það sumra manna mál, að Grýla hafi átt þá, áður en hún giftist Leppa-Lúða, og greinir þó ekki frá faðerni þeirra. Jólasveinar heita svo eigin- legum nöfnum: I. Stekkjar- staur. 2. Giljagaur, 3. Stúfur, 4. Þvörusleikir, 5. Pottasleikir, 6. Askasleikir, 7. Faldafeykir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgnakrækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþef- ur, 12. Ketkrókur og 13. Kerta- snikir. En því eru þeir þrettán að tölu, að hinn fyrsti kemur þrettán dögum fyrir jól, síðan einn á hverjum degi og sá síðasti á aðfangadag jóla. Á jóladaginn fer hinn fyrsti burt aftur, og svo hver af öðrum. en hinn síðasti á þrettánda dag jóla. Jólasveinar hafa verið, eíns og foreldrarnir, hafðir til að hræða börn með, en einkum um jólaleytið. Áttu þeir þá að koma af fjöllum ofan til manna- JÓLASVEINARNIR byggða til að fremja þá iðn, er hver þeirra tamdi sér og flest nöfn þeirra eru við kennd. En allir voru þeir eins vísir til að taka börn þau, er hrinu mjög eða voru á annan hátt óstýrilát. Þó það virðist eftir áður sögðu engum efa bundið, að jólasveinar hafi verið þrettán að tölu. hefur þó ekki öllum borið saman um það atriði, heldur en um faðemi þeirra. Segja sumir, að þeir hafi ekki verið fleiri en níu, og bera fyrir sig þulu þessa: Jólasveinar einn og átta ofan koniu af fjöllunum. í fyrrakveld, þá fór ég að hátta. þeir fundu hann Jón á Völlunum. En Andrés stóð þar utan gátta. þeir ætluðu að færa hann tröllunum: en hann beiddist af þeim sátta. óhyrustu köllunum. og þá var hringt öllum jólabjöllunum. Jón A rnason.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.