Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 35
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 Ólafur Björnsson: Af hverju Helguvík? Fyrir frumkvæöi sveitarstjórn- anna í Keflavík og Njarövík var á árinu 1977 hafist handa um að kanna hvaða staður kæmi helst til greina fyrir uppskipun á oliu. Hafnarmálaskrifstofan tók að sér athugun málsins og aö henni lokinni komust starfsmenn hennar að þeirri niðurstöðu, að staöir sem til greina kæmu væru innan við Innri-Njarðvik og í Helguvík. Báðir staöirnir komu þvi til greina hvað varðar bygg- ingu hafnar fyrir olíuskip. Bæjarráöin athuguðu siðan málið með tilliti til mannvirkja í landi, og ekki hvað sist til skipu- lags, og urðu sammála um aö leggja til að benda á Helguvík. Jón Jónsson jarðfræöingur, sem verið hefur ráðgjafi sveitar- félaganna í vatnsmálum, mælir eindregiö með Helguvik með hliðsjón af hvernig vatnsstraum- ar neðanjarðar liggja. Tankanefndin aflaði margvís- legra upplýsinga, þar kom m.a. fram að Helguvík er fjær virku jarðskjálftasvæði, en Innri- Njarðvík. Einnig að þó Helguvík sé þröng er möguleiki á að byggja garð sem 30 þósund tonna olíuskip gæti legið við. Þótt óhapp henti í Helguvík eru minni líkur á að olía bærist ifiski- hafnirnar í Keflavík og Njarövík. Þá er vert að geta umsagnar nátt- úruverndarráðs, sem lýsti sam- þykki sínu við mannvirkjagerð i Helguvík. Aö framansögðu er Ijóst, að ákvöröun um olíuhöfn og birgðastöð í Helguvík er tekin að vandlega athuguðu máli og ein- göngu með hliðsjón af hvað ætla megi að þjóni nágrannabyggð- unum best. Allt tal um að nú þurfi að hefja athugun á hvort aðrir staöir væru ekki heppilegri er aðeins hjal manna, sem öllum stöðum til þessara nota, myndu finna eitthvað til foráttu. Þeir myndu telja olíuhöfn i Kópavík jafnmikil hernaðarmannvirki og i Helguvik. Það getum við verið alveg viss um. Þær fullyrðingar um að þessar framkvæmdir séu runnar undan rifjum hernaðarsinna í USA verð- ur að taka sem aödróttun um að allir sveitarstjórnarmenn i Kefla- vík og Njarövík séu og hafi veriö aö reka erindi hernaðarsinna síðan 1977. Njarðvíkingar og aðrir, sem ætla að fá Ijós á leiði í kirkjugarðinum í Innri- Njarðvík, er bent á að hafa samband við meðhjálp- arann, Björn Grétar Ólafsson, Kirkjubraut 8, sími 6052 eða 6043. Sóknarnefnd Á dansleik hjá Unghjónaklúbbnum Unghjónaklúbbur Suöurnesja Á fulla ferð aftur Unghjónaklúbbur Suðurnesja er áð fara í gang aftur. Hefur veriö fremur hljótt um starfsemi klúbbsins þetta haust, en nú er ætlunin að setja á fulla ferð aftur og þá meðdansleik þann 30. des. n.k. í Stapa. Mun hljómsveitin Geimsteinn leika fyrir dansi. Einnig munu óvæntir gestir koma og heilsa uppá mannskap- inn. Smáréttir verða seldir í hús- inu þannig aðenginn þarf aöfara svangur heim. Húsið veröur opnað kl. 21 og aö venju verða þeir sem koma seinna en kl. 22 látnir skemmta þeim sem betra tímaskyn hafa og hafa ekki látið klukkuna gabba sig. Um framtíöina er það aðsegja, að hún verður ákveðin með tilliti til þess hvernig þessi dansleikur kemurút. Þaðvirðistsemdoðisé að komast yfir klúbbstarfsemi sem þessa hérna á Suðurnesj- um. Hverju sem um er að kenna, þá kemur þaö spánskt fyrir sjónir að ekki skuli vera hægt að halda 4 til 5 dansleiki á ári. Fyrir tveim árum var slegist um miða á öll þessi böll. Ekki er þaö verölagn- inu um að kenna, því hefur alltaf verið stillt mjög svo i hóf. En hvað um það, ekki þýðir aö leggja árar í bát eftir 15 ára starf- semi. Nú er um að gera að taka upp tóliö og hringja í einhvern úr stjórn klúbbsins og panta sér miða á næsta áramótadansleik. Verðið er 12.000 kr. fyrir hjón/par. Símanúmerin eru: Rakel 3204, Guðmundur 3561, Júlli 2442, Guömunda 3146, Jón Kr. 3735. Hittumst öll i Stapa þann 30. des. n.k. - Góða skemmtun. elli Skatt- innheimta Skrifstofa embættisins að Vatnsnesvegi 33 í Kefla- vík verðuropin til móttökuá opinberum gjöldum til kl. 19.00 mánudaginn 29. desemberog þriðjudag- inn 30. desember. Miðvikudaginn 31. desember, gamlársdag, verður skrifstofan opin til kl. 14.00. Gjaldendur í umdæminu eru alvarlega áminntir um að gera skil fyrir áramótin. Athygli er vakin á því, að 4.75% dráttarvextir leggjast á ógreidda skatta við hver mánaðamót. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og grindavík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.