Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 37
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 Björn Stefánsson: STOFNUN OG STARFSEMI Hinn 15. september árið 1937 komu átta ungmenni saman í Keflavík og stofnuðu með sér skátafélag. Skátahugsjónin hafði hér sem víðar skotið rótum og upp gaegðust smáir, en eftir- væntingarfullir og þolnir frjó- angar, sem staöið hafa af sér öll veöur síðan, þótt uppskera hafi verið lítið eitt misjöfn frá ári til árs. Ein af áráttum skáta er útivera i óbyggöum og dvöl í tjöldum við misjöfn skilyrði meö tilheyrandi eldamennsku og basli, harö- sperrum og hælsæri. Þeir félag- ar hugðust síst verða eftirbátar annarra í því efni - helst fetir framar - og gáfu þvi félagi sínu nafnið HEIÐABÚAR. Aðalhvatamáðurinn að stofn- un félagsins var Helgi S. Jóns- son, fjölhæfur ungur maður, skipuleggjari og stjórnandi góð- ur og fjölfróður leiðbeinandi, enda upprunninn frá vestfirsk- um galdramönnum. Hann varað sjálfsögðu kjörinn félagsforingi og hélt því starfi í áratugi. Aðrir stofnendu'r voru Gunnar Þ. Þor- steinsson, Marteinn J. Árnason, Alexander Magnússon, Helgi Jónsson, Óskar Ingibersson, Arnbjörn Ólafsson og Ólafur Guðmundsson. Tveir þeirra, Ólafur og Alexander, eru nú horfnir héðan, eða „farnir heim", eins og skátar gjarnan nefna það. Þeir Gunnar og Marteinn voru um langt skeið æöstu foringjar félagsins, ásamt Helga S. Fyrstu mánuðirnir fóru að mestu í nám og þjálfun í skátafræöum. Tekin voru ýms próf og starfaö af áhuga og kappi. Strax og stofnendur höfðu aflað sér nokk- urrar foringjamenntunar, fór að fjölga í félaginu, sem stóð fylli- lega undir nafni, því mikiö var feröast og legið úti, og marga fagra gróðurvin fundu skátarnir undir tjöld sín og leiki á þessum „hrjóstruga" skaga. Skátamót voru heldur ekki vanrækt, heldur fjölmennt á þau og það jafnvel erlendis, þótt fjárráð væru af skornum skammti. deginum var eytt í göngu að Djúpavatni og til Krísuvíkur, en þaöan var gengið á mánudegin- um meðfram Kleifarvatni og til Hafnarfjarðar. Veður var risjótt og gangan eríið með þungar byrðar, en það var alsæll hópur, þótt þreyttur væri, sem labbaði inn í Hafnarfjörð að áliðnum mánudegi. Því miður hafa slíkar ferðir mikiö til fallið niður á síð- ari árum, en vonandi stendur það til bóta. KVENFÓLKIÐ KEMST j SPILIÐ Það fór ekki hjá því, að áhugi piltanna smitaði stúlkur, og 2. júlí 1943 var stofnuð sérstök sveit innan Heiðabúa, 3. sveit, af 27 stúlkum og Gunnari Þ. Þor- steinssyni, sem varfyrsti sveitar- foringi þeirra. Síðar tók við af honum Helga Kristinsdóttir. Þegar stúlknasveitin var stofn- uð, þekktist það hvergi í veröld- inni, aö stúlkur og drengir væru í sama skátafélagi, en þróunin hefur þó víða orðið sú, eftir að Heiðabúar tóku af skarið. Al- þjóðasamtökin eru þó enn tví- skipt. Starfsemin jókst enn veru- lega við þessa nýju blóðgjöf og félagiö blómgaðist, og er nú svo kimið að kvenfólkið er megin uppistaöan í félaginu. FJÁRMÁLIN Það hefur verið megin stefna Heiðabúa f rá upphafi að standa á eigin fótum fjárhagslega. Þeir einu opinberu styrkir, sem félag- Kakóveisla gamalla 3. sveitar-kvenna i Skátaheimilinu um 1960. Björn Stefánsson ið hefur hlotið, eru eftirgjöf fast- eignagjalda og nokkrir styrkir frá Keflavíkurbæ og Félagsheim- ilasjóði til byggingar Skátahúss- ins. Margar leiðir hafa verið reyndar til fjáröflunar, en sú happadrýgsta reyndist, er mönnum datt í hug sala ferming- arskeyta. Það mun hafa verið á fyrstu árum félagsins, að fermingar- skeytasalan var hafin, og hefur hún staðið undir reksturskostn- aöi þess æ siöan, enda hafa fjölmörg félög siðan tekið upp þá fjáröflunarleið. Mest áberandi þáttur í starfsemi Heiðabúa hafa þó ávallt verið hátíðahöld og skemmtanir á sumardaginn fyrsta. ST. GEORGS GILDIÐ Margir þeirra sem starfað hafa sem skátar, viljaekki slitaaðfullu sambandinu við skátahreyfing- una. Fyrir það fólk og aðra vel- unnara skátahreyfingarinnar Framh. á næstu sföu Þaö fór ekki hjá þvi, að áhugi skátanna smitaði út frá sér, og ýmsir góðborgarar sem töldu sig vaxna upp úr þvi að gerast skát- ar, fengu aö taka þátt iferðunum. Var þá gjarnan fariö fyrsta spöl- inn sitjandi á vörubilspalli, en síðan rölt út i óvissuna með bú- slóðina og húsnæðið á bakinu - og það var ekki beöiö eftir góð- viðri, heldur bjuggu menn sig eftir veörinu. Mér er enn minnis- stæð fyrsta langa gangan, sem ég tók þátt í. Það var um hvíta- sunnuna 1938. Síðdegis á laug- ardeginum var gengið úr Kúa- gerði til Höskuldarvalla, sunnu- Stofnendur Skátafélagslns Helöabúa. - Fremri röð f.v.: Marteinn J. Árnason, Gunnar Þ. Þorsteinsson, Helgi S. Jónsson, Arnbjörn Ólafsson. Aftari röðf.v.: Ólafur Guðmundsson, Óskar Ingibergsson, Alexander Magnússon, Helgi Jónsson. SKÁTAFÉLAGIÐ HEIÐABÚAR Stiklað á stóru í sögu þess

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.