Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 33
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 18. desember 1980 Jón Böövarsson, skóiameistari: Fræðsluskipan I framtlðinni öðru hverju verða í fjölmiöl- um miklar umræður um skóla- mál. Þótt margt beri þar á góma er sjaldan fjallað um hver er grundvöllur skóla, til hvers skóli er. Skólakerfi tekur á hverjum tima miö af menningarmynstri og atvinnuháttum samfélagsins, endurspeglar umhverfi og tiðar- anda á hverjum stað. Við skulum íhuga þessa staðhæfingu nokkuö. ( íslensku samfélagi hafa at- vinnugreinar lengst af verið til- tölulega fáar og breytingar inn- an þeirra fremur hægfara. öll skipan skólamála tók mið af þessu. Bæði i almennum skólum og sérskólum var nemendum skipt í bekki þar sem allir læröu sömu námsgreinar á sama tíma og á sama hátt. (framhaldsskól- um var námsefni ákvaröaö í sam- ræmi við þarfir starfsstétta og nöfn skólanna vitnuöu um hverj- ar þær voru: iðnskóli, verslunar- skóli, loftskeytaskóli o.s.frv. Alls staðar var gengið að þvi gefnu aö menn stunduðu sömu atvinnu- grein með svipuöum hætti frá upphafi starfsferils til elliára. Þótt menntaskólar teldust naumast sérskólar var námsefni þannig valiðað nemendurfengju nasasjón af helstu greinum há- skólanáms. Þetta reyndist fremur auðvelt vegna þess að i Háskóla íslandsvaraöeinskennt til embættisprófs i fáum grein- um, og fáir höfðu efni á að stunda háskólanám erlendis. Allir vita að ör tækniþróun hef- ur umbylt atvinnuháttum hér- lendis. Fjölmargir stunda störf sem óþekkt voru fyrir tveim til þrem áratugum, og úrelt eru önnur sem fyrir skömmu þóttu álitlegur starisvettvangur. Fyrir nokkrum árum þurftu loftsigl- ingafræðingar að vera i áhöfn hverrar flugvélar. Tölvur hafa komið í þeirra stað. Til skamms tíma þótti handfljótt flökunarfólk eftirsóknarveröasti starfskraftur í frystihúsum, en vélar hafa aö mestu leyst það af hólmi. Nú eru þeir mikilvægari sem þenfHg kunna aö stilla vélar, aö sem minnst hráefni fari til spillis viö vinnsluna. En ekki er öllum Ijóst hve gagngerar breytingar hafa víða oröið Innan starfsgreina. Tökum tvö dæmi. Skipasmíöi er löggilt iðngrein. Lengst af gátu þeirsem iðnina læröutreyst því að mestalla starfsævi þeirra yrðu tréskip smíðuð á sama hátt og með sömu verkfærum og þeir vöndust í námi, og að smávægi- legar breytingar í vinnubrögð- um eða verkfæranotkun yllu ekki umtalsverðum vandkvæðum. En nú heyrirtréskipasmíöi fortíöinni til. Nú eru skip smíöuð úr stáli eða plasti. Tréskipasmiðir sem námi luku fyrir einum áratug fá ekki lengur vinnu við nýsmíði í iðngreininni. Þeirra biöurannað hvort viðgeröarvinna meðan tré- skip eru viö lýöi ellegar að skipta um starfsgrein. Skammt er síðan prentsmiðjur urðu að vera í rúmgóðum, vel loftræstum sölum vegna þess að setjaravélar voru mikil vélabákn og vinnan óholl sökum mikillar blýnotkunar. En nú eru setjara- vélar naumast stærri en meöal ritvélar með skjá, og vinnan krefst annars konar kunnáttu og þjálfunar en áður. Góður vélrit- ari er í reynd hæfari til þess að sinna starfinu en lærðursetjari á gamla mátann. Vandasöm handsetning er hins vegar enn eölilegt verksvið læröra prent- iönaöarmanna. Hver veit hvaða breytingar verða í bókagerð á næstunni? Hver veit hvaða starfsgrein úr- eldist næst? Hver getur treyst þvi að hans starf haldist i vanaskorðum uns starfsferli hans lýkur? Og hvernig bregst samfélagiö við nýjungum í atvinnulífinu? Nýskipan skólamála hlýtur að verða þáttur í þeim viöbrögðum, - hvort sem mönnum er það Ijúft eöa leitt. Menn geta horft með söknuði til fortíöarinnar og taliö horfna lífshætti betri en þá sem samtíöin Valtýr Guðjónsson er reiknlngshaldari og raunverulega fjármálaróð- herra Fjölbrautaskólans. Jón Böðvarsson, skólamelstarl þvingar menn til þess að lúta, en slfk hyggja hrífur engan burt úr heimi bifreiða og sjónvarps. Endurminning um logariöma- töflur i fornhelgum latínuhá- skóla forðar engum frá því að horfast í augu við örtölvubylting- una. Gamla skólakerfið er úrelt, -en deila má um hvað koma skuli i staðinn. Margir telja að áfangakerfið sem nú er við lýði i fjölbrauta- skólum og viðar, sé fullgilt svar við breyttum námskröfum í sam- félaginu. Víst er það hagnýtara en bekkjarkerfið gamla, - m.a. vegna þess að nemendurgetaað talsveröu leyti skipulagt sitt nám sjálfir, ráðið námshraða og valiö námsgreinar innan ákveðinnar umgjörðar. En ekki held ég að núverandi námstilhögun í áfangaskólum henti í framtíö- inni. Ég hygg að námskerfi verði með talsvert öðrum hætti er fram líða stundir. Aukin áhersla mun lögð á trausta kunnáttu í almennum greinum, einkum móðurmáli, er- lendum málum, stærðfræði, eölisfræöi og vélritun, - og öðrum greinum sem auðvelda mönnum að skipta um starfs- greinar. Sérgreinakennsla og þjálfun mun að mestu færast i námskeiöaform. Þau munu i æ ríkara mæli tengjast atvinnulíf- inu og dreifast á starfsævina. Fullorðinsfræðsla verður einn veigamesti þáttur menntakerfis þjóðarinnar i stað þess ástands sem nú rikir aö aöstaöa til menntunar sé að mestu sérrétt- indi barna og unglinga. Góð aöstaöa er nú fyrlr kennara Fjölbrautaskólans I risl hússlns Ragnar Kristinsson blfreiöastjóri, flytur flugnema dag hvem frá Reykjavikur til Keflavikur og til baka aö kvöldi. Biðtimann notar hann til þess aö fjölrita ýmls gögn fyrir Fjölbrautaskólann.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.