Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 28
Fimmtudagur 18. desember 1980 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Hrafn Sæmundsson: Kerfisbreyting í lifeyrismálum Mikil umræða er nú í gangi um aðbúnað aldraðra, lífeyrismál og þær breytingar sem verða í þjóð- félginu á næstu árum vegna nýrrar tækni, örtölvutækninnar. öll þessi málefni eru nátengd og miklu nátengdari en margir halda og þessi mál verða ekki sundurskilin í umræðum eða í framkvæmd. Almenn lifeyrismál eru nú í deiglunni. Skapast hefur mikið misræmi í þessum efnum og óréttlæti hefur aukist og var það þó ekki lítiö áður. Opinberir starfsmenn hafa nú samið um þokkaleg lífeyrisrétt- indi sér til handa. Ekki verður lengur við annað unað en að aðrir landsmenn fái álika lífeyris- réttindi. Það er algjörlega óþol- andi að stór hluti aldraðs fólks í landinu skuli fá eftirlaun sem engin leiö er að lifa af, tekju- trygginguna, en vissir hópar skuli hafa þokkalegan verð- tryggðan lífeyri. Með núverandi lífeyrissjóða- kerfi veröur þó aldrei hægt að ná þessum jöfnuði. Með því aö halda dauðahaldi í uppsöfnunar- fyrirkomulag lífeyrissjóðanna, munu þeiraldrei geta greitt þann lífeyri eða svipaðan og opinberir starfsmenn hafa samið um. Þess vegna verður að breyta skipu- laginu og taka upp gegnum- streymi þeirra fjármuna sem greiddir eru til lífeyris. Og þetta eitt dugar akki til þess að lífeyrir allra verði viðunandi. Það þarf að hækka greiöslur til lífeyrismála til mikilla muna. Þetta mun mörgum vaxa í aug- um. Margir telja skattlagningu nú næga af launum og að ekki verði á hana bætandi. Þetta mál er þó ekki svona ein- falt. Hækkun greiðslna einstakl- inga til lífeyrissjóðs i gegnum- Milli 20-30 fundarsalir til af nota í Keflavlk og Njarðvík Að undanförnu hafa verið teknir f notkun fjöldi af smærri fundarsölum bæði í Keflavík og Njarðvík. Eru þetta salir er rúma 60-80 manns í sæti. Telst okkur til aö nú séu um 10 fundarsalir í þessum stærðar- flokki sem hægt er að fá leigöa undir ýmsa fundi eða aðra fé- lagsstarfsemi. Aö auki eru í byggingu eða endurbyggingu þrír salir, þannig að ekki er hægt að kvarta lenguryfirþvi að hvergi sé í hús að leita undir félags- starfsemi í þessum byggðar- lögum. Þeir salir sem eru nýjastir eru hjá Iðnsveinafélagi Suðurnesja, Skipasmíðastöð Njarðvíkur og Verslunarmannaféiagi Suður- nesja. Þá eru í byggingu félags- heimili Karlakórsins, i endur- byggingu og stækkun er Kirkju- lundur og loks er Sálarrannsókn- arfélag Suðurnesja að hefjast handa um stækkun á húsi sínu og þar myndast einnig fundarað- staða aö þessari stærðargráðu. Væri því óskandi að þetta hefði í för með séröflugra félagsstarf í Keflavík og Njarðvík, enda veitir ekki af. streymi, er ekki ný skattlagning, heldur er þarna verið að dreifa fjármagni á allan lífaldurinn. Þetta ereina leiðin til þessaðfólk geti lifað áhyggjulitið æfikvöld, hvað fjárhagsafkomu varðar. Aö hraða þeirri kerfisbreyt- ingu sem hér er minnst á, er nú enn brýnna vegna þess að menn fara nú og í náinni framtíð, miklu fyrr á eftirlaun. Þessi þróun er þegar hafin. Opinberir starfs- menn sömdu um 60 ára eftir- launaaldur með 95 ára reglunni. Smám saman munu því allir rik- isstarfsmenn geta hætt störfum 60 ára. Sjómenn sömdu einnig um 60 ára lífeyrisaldur. ( náinni framtið mun verða nauðsynlegt aö stytta starfsæfi allra til mikilla muna. Það verður meðal annars afleiðing hinnar nýju tæknibyltingar sem nú riður yfir. Það er full ástæða til að vekja athygli fólks á þessum stað- reyndum. (önn dagsins og kapp- hlaupinu um lífsgæðin vill það brenna við aö skammsýni og stundarhagsmunir séu látnir sitja i fyrirrúmi og sé raunar það eina sem hugsað er um. Þær breytingar sem nú eru að verða í atvinnulífinu og öðrum greinum þjóðlífsins vegna hinnar nýju örtölvutækni, munu óhjákvæmilega stytta starfsæfi manna á allra næstu árum. Þetta er þróun sem þegar er á fullri ferð erlendis og er þegar hafin hér hjá okkur, þó í litlum mæli sé ennþá. Hin nýja örtölvutækni mun á allra næstu árum leysa manns- höndina af hólmi i æ ríkara mæli, og þá veröur það val okkar að búa annað hvort við hörmungar atvinnuleysis eða dreifa vinn- unni, með styttri vinnudegi, lengri fríum og styttri starfsæfi. Þegar þannig er komiö, verður þá einnig aö dreifa fjármagni a lífaldur fólksins. Þeir sem vinna, atvinnurekst- urmn og rikið, verða að hækka lífeyrisg reiösl ur til þess að standa undir löngum eftirlauna- aldri. Þetta er ekki ný skattlagn- ing, eða fórn fra okkar nendi, heldur emfaldlega eina aðferðm til að tryggja framfærslu okkar sjálfra alla æfina Eiginmenn, athugið Sænsku frúarstólarnir eru komnir. Tilvaiin jólagjöf handa eiginkonunni. Nýkomðn dönsk borðstofuborð og stólar, á mjög hagstæðu verði. DUUS HÚSGÖGN ALLTAF í LEIÐINNI Hafnargötu 36, Keflavík, sími 2009 P.S. Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.