Víkurfréttir - 18.12.1980, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 18. desember 1980
JÓLABLAÐ
VIKUR-fréttir
Umhverfis- og náttúruverndarráð Njarðvíkurbæjar:
Tillaga um stofnun fólk-
vangs við Háabjalla og Vogastapa
27. nóv.s.l.varboðaðtilfundar
í Safnaöarheimilinu Innri-Njarð-
vík, af formanni umhverfis- og
náttúruverndarnefnd Njarðvíkur-
bæjar. Fundarefni var tillaga um
stofnun fólkvangs við Háabjalla
og Vogastapa.
Boöaðir voru á fundinn
umhverfis- og náttúruverndar-
nefnd Njarðvíkurbæjar, fulltrúar
frá Náttúruverndarnefndum í
Vogum og Grindavík og fulltrúar
frá Náttúruverndarráði, Árni
Reynisson og Gísli Gislason.
BRAUTARNESTI
FYRIR JÓLIN:
Mikið úrval af konfekti.
Innlent og erlent sælgæti.
Öl og gosdrykkir.
- ★ -
ís - Niðursoðnir avextir - Kex.
- ★ -
Gjörið svo vel og lítið inn - Næg bílastæði
BR AUT ARNESTI
Hringbraut 93B - Keflavik - Sími 3393
Bíleigendur
Vetrarskoðun
Látið yfirfara og stilla gangverk bflsins áður en
vetrarveður hamlar gangsetningu. Hafið hugfast
að það borgar sig.
Tökum vetrarskoðanir á flestum tegundum bif-
reiða, þar sem eftirfarandi er framkvæmt:
1. Stilltir ventlar 11. Athugaðar og
2. Stilltur blöndungur stilltar hjólalegur
3. Skipt um kerti 12. Mælt millibil á
4. Skipt um platínur framhjólum
5. Stillt kveikja 13. Athugaðir
6. Athuguð viftureim bremsuborðar
og stillt 14. Skoðaður undir-
8. Athugað frostþol vagn
á kælikerfi 15. Borið silicon á
9. Athugaðar þurrkur þéttikanta
og settur ísvari á 16. Athuguð öll Ijós og
rúðusprautu stillt ef þarf
10. Athugaður stýris-
búnaður
Verð 4cl. Gkr. 35.800 Nýkr. 358,00
Verð 6cl. Gkr. 38.200 Nýkr. 382.00
Verð 8cl. Gkr. 40.600 Nýkr. 406.00
Innifalið í verði er kerti, platínur og ísvari á rúðu
sprautu.
Bíla- og vélaverkstæði
Kristófers Þorgrímssonar
Iðavðllum 4b, Keflavik, sími 1266
Árni skýrði frá þvi aö hugmynd
þessi hefði hlotið góðar undir-
tektir í Náttúruverndarráði. Hann
greindi frá þvi að þeir félagar,
hann og Gísli, hefðu ekið um
svæðið og skoðað það lauslega
og töldu þeir það heppilegt
fólksvangssvæði.
Ýmsar hugmyndir voru
ræddar um notkun svæöisins og
urðu niöurstöður þær, að næsta
skref í málinu yrði, að kanna
viðhorf landeigenda og fá sam-
þykki þeirraef unnt er. Síðanyrði
málið lagt fyrir sveitarstjórnir
viðkomandi byggðarlaga til
afgreiðslu.
Fundarmenn voru sammála
um að stefna bæri aö því að öll
sveitarfélögin á Suðurnesjum
yrðu aðilar að fólksvanginum.
f fundarlok greindi Árni
Reynisson frá hugmyndum um
friðun ungra eldstööva á Reykja-
nesskaga og hugmyndum um
nýtingu jarðefna á sama svæði.
Gerum átak I fegrunarmálum
Keflavíkur og Njarðvíkur
Síðan Víkurfréttir hófu göngu
sína hefur þar verið rekinn mikill
áróður fyrir bættu umhverfi bæði
í Keflavík og Njarðvík, endaveitir
ekki af.
Sumir og reyndar all flestir
þeirra aðila sem hlut eigaað máli
hafa tekið ábendingum vel og
lagfært sin mál, aðrir eins og til
dæmis eigandi Vallargötu 14,
trésmíðaverkstæöisins sem
orðið er mosavaxið, hafa ekki
gert neitt til úrbóta.
Þá hefur í þessum greinum
verið bent á ýmsa aðila sem eru
mjög til sóma með umhverfi húsa
sinna. en því miður eru enn alltof
margir sem svo sannarlega
þyrftu að taka til í kringum sig.
Þó nú sé komið haust, hefur
veörið verið það gott að undan-
förnu að vel hefði verið hægt að
laga umhverfið betur en gert er.
Nokkur eru þau dæmi sem við
ætlum að benda á nú og þurfa
lagfæringu við.
( Keflavík er ein Ijótasta
aðkoma frá sjó sem þekkist á
landinu öllu og því ættu eigendur
húsa við Hafnargötu og á Vatns-
nesi að huga að því fyrir næsta
sumar hvernig þarna megi bæta
úr. Talandi um Vatnsnes þá er
Ijótt um að litast i kringum sölt-
unarhús Ólafs S. Lárussonar h.f.
svo og leifar gömlu beitninga-
skúranna hjá Hraðfrystihúsi
Keflavíkur h.f. svo eitthvað sé
nefnt.
( Njarðvík er lítið betra þegar
horft er á járnadrasliö i kringum
Skipasmíöastöð Njarðvíkur h.f.,
en vonandi lagast það þegar nýja
járnapressan kemur í gagnið,
hvenær sem það nú verður.
Hérna er aðeins stiklað á stóru,
en væri það ekki rétt hjá okkur
íbúum þessa byggðarlaga að
leggjast á eitt með að gera stór-
átak i fegrun beggja byggðar-
laganna. Því leiðinlegt er að
liggja alltaf undir þeim óhróðri
að Njarðvík og þá sérstaklega
Keflavík séu báðir mjög druslu-
legir bæir og með þeim sóðaleg-
ustu sem þekkjast á landinu.
Daniel Arason
Nýr framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðsins
Nú um áramótin verður fram-
kvæmdastjóraskipti hjá Lífeyris-
sjóöi Verkalýðsfélaganna á
Suðurnesjum. Ragnar Guðleifs-
son, sem gegnt hefur fram-
kvæmdastjóra starfinu frá
stofnun sjóðsins 1970 og til
þessa dags lætur af störfum
vegna aldurs. En við starfinu
tekur Daniel Arason, núverandi
fulltrúi í lífeyrissjóðsdeild Spari-
sjóðsins í Keflavík. Blaðið óskar
Daniel velfarnaðar í hinu nýja
starfi.