Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 40
 Baráttan um borgina Pep Guardiola og José Mourinho eru mættir til Manchester þar sem þeir stýra erkifjendunum í City og United í ensku úrvalsdeildinni. Þeir félagar hafa lengi eldað grátt silfur, sérstaklega þegar þeir voru við stjórnvölinn hjá spænsku stórveldunum Barcelona og Real Madrid fyrir nokkrum árum Eftir fjögurra ára hvíld hvors frá öðrum liggja leiðir erkifjendanna Peps Guardiola og José Mourinho saman á ný, og nú í ensku úrvals­ deildinni. Og það sem meira er, þá stýra þeir svörnum fjendum frá sömu borginni; Manchester City og Manchester United. Guardiola og Mourinho eiga sér langa sögu en leiðir þeirra lágu fyrst saman hjá Barcelona árið 1996, þegar Mourinho var túlkur/ aðstoðarþjálfari Bobbys Robson og Guardiola leikmaður Katalóníu­ liðsins. Þeim virðist hafa komið ágæt­ lega saman á þeim tíma en árið 2008 breyttist allt þegar Guardiola var tek­ inn fram yfir Mourinho sem næsti knattspyrnustjóri Barcelona. Þá fyrst varð þetta persónulegt fyrir Mourinho sem virtist hafa það að aðalmarkmiði að velta Guardiola og Barcelona af stalli. Inter­liðið hans Mourinhos sló Barcelona út í undanúrslit­ um Meistaradeildar Evrópu vorið 2010. Sigurinn skipti Portúgalann greinilega miklu máli sem sást á fagnaðarlátum hans eftir leikinn. Mourinho hljóp inn á Nývang, sinn gamla heimavöll, með fingur á lofti í sigurvímu. Inter vann Meistaradeildina 2010 og eftir það fékk Florentino Perez, forseti Real Madrid, Mour­ inho til félagsins. Og verkefnið sem Mourinho fékk var einfalt; að stöðva sigurgöngu Barcelona. Næstu tvö ár einkenndust af mikilli baráttu risanna tveggja, jafnt innan vallar sem utan. Ríg­ urinn milli Barcelona og Real Madrid, Guardiola og Mourinho, náði hámarki vorið 2011 þegar liðin mættust fjórum sinnum á átján dögum. Þetta voru harðir leikir og skeytasendingarnar flugu á milli. Guardiola lét þó oftast vera að svara Mourinho en hann sprakk loksins fyrir fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann lét Portúgal­ ann heyra það. Barcelona vann leikinn 2­0 og Mourinho var send­ ur upp í stúku fyrir að mótmæla rauða spjaldinu sem varnarmað­ urinn Pepe fékk. Eftir leikinn fór Mourinho mikinn og talaði um að dómarar, UEFA og meira og minna allur heimurinn héldi verndar­ hendi yfir Barcelona. Katalóníuliðið vann spænska meistaratitilinn og Meistaradeild­ ina þetta vorið en Real Madrid náði fram hefndum á næsta tíma­ bili. Eftir það hætti Guardiola hjá Barcelona og tók sér ársfrí, ef­ laust orðinn langþreyttur á Mo­ urinho og klækjabrögðum hans. Nú mætast þessir fornu fjend­ ur á ný og hingað til hefur allt verið voða dannað. Guardiola og Mourinho tala af virðingu hvor um annan og gera lítið úr rígnum á milli þeirra. „Þetta snýst ekki um hann eða mig,“ sagði Guardiola þegar hann var kynntur til leiks hjá Manchest­ er City. Mourinho talaði á svipuð­ um nótum og sagði umhverfið á Spáni hafa átt stóran þátt í rígn­ um á milli þeirra. „Það voru bara tvö lið sem gátu barist um titilinn á Spáni, þess vegna var samband okkar eins og það var,“ sagði Mourinho og bætti því við að þetta yrði öðruvísi í ensku úrvalsdeildinni þar sem samkeppnin á toppnum er meiri. Enn sem komið er hefur þetta verið á vina­ legu nótunum en það er bara spurn­ ing hversu lengi friðurinn heldur. Eftir komu Gu­ ardiola og Mo­ urinho hefur at­ hyglin á Manc­ hester­liðunum a ldrei verið meiri. Bæði lið ollu vonbrigð­ um á síðasta tímabili en þau hafa blásið í herlúðra og með Guardi­ ola og Mour­ inho í broddi fylkingar er ljóst að það verður bar­ ist til síð­ asta blóð­ dropa. Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@365.is  PeP Guardiola Fæddur 18. júlí 1971 í Santpedor á Spáni Titlar: Landsmeistari 6x Bikarmeistari 4x Meistaradeild Evrópu 2x Heimsmeistari félagsliða 3x  José Mourinho Fæddur 26. janúar 1963 í Setúbal í Portúgal Titlar: Landsmeistari 8x Bikarmeistari 4x Meistaradeild Evrópu 2x Evrópukeppni félagsliða 1x enski BolTinn kynningarblað 13. ágúst 20164 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 1 -0 6 F 8 1 A 4 1 -0 5 B C 1 A 4 1 -0 4 8 0 1 A 4 1 -0 3 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.