Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 34
Á hverjum sunnudegi hittist hópur fólks í Öskjuhlíðinni í miðaldabúningum og larpar saman. Undirbúningurinn tekur sinn tíma enda hver persóna úthugsuð. Mikið er lagt í búning­ ana og persónusköpun. „Við erum bara að hafa okkur til,“ segir Oddur Georgsson er hann tekur á móti blaðamanni í íbúð sinni og kærustu sinnar, Sóleyjar Hálfdánsdóttur. Þau eru bæði svo­ kallaðir larparar, spila LARP, Live Action Role Playing eða rauntíma­ spunaspil. Larp fer þannig fram að fólk klæðir sig upp í búninga og fer í leik sem líkist að mörgu leyti því sem maður sér í tölvuleikjum. Leikmennirnir eru allir fyrirfram ákveðnar persónur sem þeir hafa sjálfir skapað. Barist er með gervi­ vopnum, sagan er ákveðin að vissu leyti fyrirfram en svo er spunnið í leiknum sjálfum. Um 50 manns mæta vanalega á larpið en um 300 tilheyra félagsskapnum. Mikið lagt í persónusköpun Það er fjölmennt á heimili þeirra Odds og Sóleyjar þennan sunnu­ daginn. Eftir um klukkustund hefst larpið. Vinir þeirra og samspilarar, Hanna og Einar Karl, eru að hafa sig til. Þau standa úti á miðju gólfi og raða skinnpjötlum hvort á annað. Hanna heldur á stóru teppi sem þau keyptu og ætla að sníða til að nota í búning. „Ég er nýr karakter í dag, þess vegna er ég lengur að hafa mig til,“ útskýrir Einar Karl. Það tekur sinn tíma að búa til búninginn og mikið er lagt í per­ sónusköpun. „Allir karakterarnir eru búnir til af hverjum og einum í samræmi við reglubókina sem er í notkun,“ segir Oddur. Mikið er lagt í útlit persónanna og þar fær sköpunargleðin að njóta sín. Þau segja að sumum lörpurum finnist búningahlutinn skemmti­ legasti parturinn af þessu, hjá öðrum er það leiklistin sem heillar eða skylmingahlutinn. Flesta heillar þó blanda af þessu öllu og líka bara gleðin við að fá að leika sér. Allar persónurnar í leiknum hafa nafn sem viðkomandi spilari býr sjálfur til, hálfgert hliðarsjálf. Larphópurinn sem þau spila með hefur verið til í um þrjú ár. Einar hefur verið í larpinu í um ár en Hanna er að fara í sjötta sinn. Oddur hefur hins vegar verið með frá því að hópurinn var stofnaður. Hann fékk áhuga á larpinu eftir að hafa séð það í sjónvarpsþáttum og fór þá að athuga hvort það væri til hérlendis. „Ég leitaði og datt niður á spjall­ þráð þar sem var verið að skipu­ leggja larp. Það hafði verið reynt áður en aldrei neitt gengið í ein­ hvern tíma.“ Þetta var fyrir þremur árum og síðan hefur hann verið virkur. Flestir í hópnum eru á aldr­ inum 17­30 ára. Þó að larparnir hér séu frekar í yngri kantinum þá er það alls ekki svo alls staðar. „Eins og í Þýskalandi þangað sem ég fór á stórt larp. Þar var ein áttræð kona sem hafði larpað í yfir 50 ár,“ segir Oddur. Upplifa ekki fordóma Í larpinu sem þau eru á leiðinni í núna er spiluð miðaldafantasía. Það er í gangi yfir sumartímann en leggst í dvala á veturna og þá tekur við annað larp. „Þar er vampíruþema,“ segir Oddur. Það fer fram á veitingastað í Hafnarfirði og hluti af leiknum er að fólk átti sig ekki á því að verið sé að larpa. Þau segjast ekki hafa upplifað for­ dóma við larpið en margir séu for­ vitnir. „Reyndar lenti ég einu sinni í víkingi sem fór að setja út á sverðið mitt, hvað það væri asnalegt að berjast með svona gervisverðum,“ segir Oddur en tekur fram að það Mikilvægt að leika sér Vikulega hittist hópur fólks og stundar svokallað rauntímaspunaspil eða larp, þar sem leikin er miðaldafantasía. Hver bardagi er vel undirbúinn, búningarnir þaulhugsaðir enda hefur hver persóna sín einkenni og hæfileika. Fréttablaðið fylgdist með undirbúningi fyrir larpið. Hópurinn heldur af stað, tilbúinn í larpið. Hver og einn hefur skapað sína persónu og mikið er lagt upp úr sköpuninni. Fréttablaðið/Eyþór Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is hafi ekki rist djúpt. „Fólk er aðal­ lega bara forvitið og vill vita meira um þetta. Við erum alltaf til í að tala um larp við fólk, við viljum fá fleiri með.“ En hvað er það sem er svona skemmtilegt við larpið? „Það er skemmtilegt að leika sér,“ segir Oddur og hin taka undir. „Búning­ arnir og leikurinn er mjög skemmti­ legur. Mér finnst gaman að svona leikslást. „It makes me feel power­ ful“ segir Auður Ósk. „Þegar þú ert bara í venjulega heiminum þá ertu bara venjuleg manneskja sem fer í skóla og vinnur. Í leiknum ertu allt í einu orðin þessi ofursterka mann­ eskja sem getur slegist með sverði eða verið hvað sem þú vilt,“ segir Auður. Spila í marga klukkutíma Nú fer að styttast í að larpið byrji og þau að verða fullbúin. „Við erum til svona sjö á góðum degi,“ segir Einar. Þau festa síðustu hlutina við búninga. „Viltu álfa­ eða svartálfa­ eyra,“ segir Oddur við Einar sem þiggur eitt eyra á bandi um hálsinn. Búningarnir eru að verða fullskap­ aðir fyrir leik dagsins. Þau taka fram að þetta snúist ekki um keppni. „Það er enginn þannig séð sigurvegari, bara allir,“ segir Oddur áður en hann grípur vopn sitt og gerir sig tilbúinn. Hin gera það sama og þau halda á vit leiksins í Öskjuhlíðinni þar sem leikið er frameftir degi. „Maður vinnur ef maður skemmtir sér hverju sinni,“ segir hann og heldur af stað í fjörið. ↣ 1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R34 h e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 0 -C B B 8 1 A 4 0 -C A 7 C 1 A 4 0 -C 9 4 0 1 A 4 0 -C 8 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.