Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 108
Líflegri Jazzhátíð Reykja­víkur lýkur um helgina en það er svo sannarlega enn af nægu að taka. Í dag er fjöldi spennandi tónleika og viðburða á dagskrá og morgundagurinn gefur ekkert eftir. Sunnudagurinn hefst strax kl. 15 með tónleikum Sec­ ret Swing Society með hressandi sveiflu djassi í anda Louis Prima, Fats Waller og Django Reinhardt. Andri Ólafsson, kontrabassaleik­ ari sveitarinnar, segir að uppruna Secret Swing Society megi rekja til námsára félaganna í Hollandi fyrir einum sex árum. „Við vorum allir í tónlistarskóla í Amsterdam og tókum upp á því að spila gamla svingmúsík í okkar frítíma. Fyrst var þetta bara instrú­ mental og svo fórum við að taka upp á arma okkar fjölradda söng gamalla sönghópa. Þetta er bara svo mikil gleðimúsík og eiginlega popp­ tónlist þess tíma frá þriðja, fjórða og fimmta áratugnum. Þetta er eitthvað svo aðgengileg og strangheiðarlegt. Tónlist án allrar tilgerðar. Þetta voru skemmtikraftar þess tíma sem við erum að reyna að apa eftir og líka alveg frábærir tónlistarmenn. Þetta var 2010 og eftir því sem árin liðu fórum við sífellt að semja meira sjálfir. Þannig að meirihlut­ inn af þessum geisladiski sem við gáfum út fyrir skömmu er frumsam­ inn. Þar er eitt lag á íslensku, restin á ensku og svo eru þarna fjórar gamlar lummur sem við útsettum.“ Auk Andra er Secret Swing Society skipuð þeim Grími Helga­ syni á klarínett, Guillaume Heurte­ bize á gítar og banjó, Dominykas Vysni auskas á trompet og Kristjáni Tryggva Martinssyni á píanó og harmónikku. Hljómsveitarmeðlimir sjá svo allir um sönginn. Á tónleik­ unum á sunnudaginn ætlar Krist­ jana Stefánsdóttir svo að syngja með sveitinni en fáar söngkonur svinga jafn vel og þessi frábæra söngkona. „Kristjana kemur bara inn fyrir þessa tónleika sem sérstakur gestur. Það breytir auðvitað talsverðu að fá svona söngkonu með okkur. Við setjumst svona meira í aftursætið í bakraddirnar á meðan hún leiðir sönginn og það er mjög skemmtileg tilbreyting. Annars er þetta líka það sem okkur finnst hvað skemmti­ legast að gera. Þetta er svona okkar partímúsík og svo erum við öll að spila í alls konar verkefnum eins og flestir íslenskir tónlistarmenn þurfa að gera og það er gaman að takast á við fjölbreytt verkefni.“ Kvintett Þorgríms Bassaleikarar eru í talsvert stóru hlut­ verki á sunnudaginn, þó svo margt fleira skemmtilegt sé í boði, því kl. 21 leiðir bassaleikarinn Þorgrímur Jóns­ son kvintett sinn fram á sviðið í Silf­ urbergi og fagnar sínum fyrsta diski. Kvintett Þorgríms samanstendur af þeim Ara Braga Kárasyni á tromp­ et, Ólafi Jónssyni á tenórsaxófón, Kjartani Valdemarssyni á píanó og Rhodes, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommur auk Þorgríms sem leikur á raf­ og kontrabassa. Þorgrímur segir að þessi kvin­ tett sé nú ekki búinn að vera lengi til. „Þessi kvintett kom til þegar ég ákvað að halda tónleika í Múlanum í mars síðastliðnum og þá fékk ég þá með mér í þetta. Þeir tónleikar heppnuðust það vel að það var ákveðið að fara með þetta í stúdíó, halda fleiri tónleika og gefa út plötu. En þar fyrir utan höfum við allir spilað gríðarlega mikið saman við alls konar tilefni. Það er ekki eins og maður hafi verið að kalla á menn sem maður ekki þekkti.“ Áhrifin sem má finna í þessum skemmtilega kvintett koma víða að og Þorgrímur segir að þetta sé svona mest lög sem hann sé búinn að vera að sanka að sér frá því hann kom úr námi fyrir tíu árum. „Eitt lagið er til að mynda alveg frá því ég spilaði útskriftartónleikana mína í Hollandi. Síðan hefur þetta verið að sank ast að mér, mikið til lög sem maður hefur verið að hugsa fyrir ákveðin verkefni en ekki náð í gegn, svo þau fá pláss þarna. En svo spila ég fjölbreytta músík og með svo mörgum að áhrifin koma óneitanlega mjög víða að. Það er þarna tónlist frá Balkan­ skaganum og líka efni sem ég er að spila með tríói Sunnu Gunnlaugs og einnig farið í gegnum allt það popp og rokk sem maður hefur spilað frá því að maður byrjaði.“ Þorgrímur segist illa treysta sér til þess að lýsa sinni eigin tónlist og vísar fremur til orða ættingja og vina hvað það varðar: „Það sem mínir nánustu vilja meina er að þetta sé fjölbreytilegur og melódískur djass. Stuð og skemmtilegheit.“ En þar fyrir utan höfum við allir spilað gríðarlEga mikið saman við alls konar tilEfni. það Er Ekki Eins og maður hafi vErið að kalla á mEnn sEm maður Ekki þEkkti. Þorgrímur Jónsson Nánari upplýsingar: leiga@festi.is Verslunar- og skrifstofuhúsnæði til leigu REYKJAVÍKURVEGUR HAFNARFJÖRÐUR SKEMMUVEGUR KÓPAVOGUR DALBRAUT AKRANES GOÐAHRAUN VESTMANNEYJAR FLETTISKILTI BÍLDSHÖFÐA 20 Til leigu um 1.100m² atvinnuhúsnæði á mjög sýnilegum stað í Hafnarfirði við Reykjavíkurveg. Mjög góð aðkoma er að húsnæðinu og gengið er beint inn af stóru bílastæði. Húsið er atvinnuhúsnæði á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. Laust í ágúst 2016. Til leigu um 430m² skrifstofuhúsnæði/lager á jarðhæð á Skemmuvegi í Kópavogi. Góð aðstaða fyrir 20-30 starfsmenn í opnu rými, fjórar lokaðar skrifstofur eða fundarherbergi, möguleiki á að nýta bæði sem skrifstofur og lager. Skrifborð og stólar á staðnum. Eldhús og salernisaðstaða með sturtu. Hér er hægt að hefja rekstur strax. Til leigu um 360 m² verslunar- eða veitingahúsnæði á góðum stað á Dalbraut á Akranesi. Mjög góð aðkoma er að húsnæðinu og gengið er beint inn af stóru bílastæði. Í verslunarkjarnanum er m.a. Krónan, Penninn Eymundsson, Tryggingarmiðstöðin, Subway, snyrtistofa, blómabúð, bókasafn, tónlistarskóli og Íslandsbanki. Hér er hægt að hefja rekstur strax. Til leigu um 360 m² atvinnuhúsnæði á góðum stað við Goðahraun í Vestmanneyjum. Mjög góð aðkoma er að húsnæðinu, gengið er beint inn af stóru bílastæði. Hér er hægt að hefja rekstur strax. Laust auglýsingasvæði á flettiskilti á einum besta stað í borginni. Þetta er svona okkar partímúsík Jazzhátíð reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri. Andri Ólafsson og hljómsveitin Secret Swing Society ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. FréttAblAðið/HAnnA Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R52 M e n n i n g ∙ F R É t t A B L A ð i ð menning 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 4 0 -A 9 2 8 1 A 4 0 -A 7 E C 1 A 4 0 -A 6 B 0 1 A 4 0 -A 5 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.