Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 87
ENSKI BOLTINN ER Á STÖÐ 2 SPORT ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Enski boltinn er hafinn á Stöð 2 Sport og deildin hefur aldrei verið meira spennandi. Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar allar helgar og sérfræðingar Messunnar fara yfir leikina á mánudögum. KAUPTU STAKAN LEIK: LEIKIR HELGARINNAR HULL CITY LEICESTER CITYvs 13. ÁGÚST kl. 11:20 BURNLEY SWANSEA CITYvs 13. ÁGÚST kl. 13:50 MAN. CITY SUNDERLANDvs 13. ÁGÚST kl. 16:20 BOURNEMOUTH MAN.UTDvs 14. ÁGÚST kl. 12:20 ARSENAL LIVERPOOLvs 14. ÁGÚST kl. 14:50 CHELSEA WEST HAM UTD.vs 15. ÁGÚST kl. 18:50 Granit Xhaka 23 ára svissneskur miðjumaður Keyptur fyrir 38,3 milljónir punda frá Borussia Mönchengladbach Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vildi eflaust vera búinn að næla í fleiri leikmenn en hann landaði feitum bita í formi Granits Xhaka, og landaði honum snemma. „Við höfum lengi fylgst með honum og hann er góð viðbót við okkar hóp,“ sagði Wenger um nýja manninn. Lengi hefur verið rætt um að Arsenal vanti alvöru varnarmiðju- mann, hörkutól innan um alla flinku miðjumennina. Xhaka býr allavega yfir réttu hæfileikunum til að gera þessa stöðu að sinni og búa til betra jafnvægi á miðju Arsenal. Hann er stór, sterkur og kraftmikill og stendur svo sannarlega undir nafni. Þótt EM hafi fengið leiðinlegan endi hjá Xhaka, þegar hann skaut fram hjá í vítaspyrnukeppninni gegn Póllandi í 16-liða úrslitunum á EM í sumar, átti hann gott mót. Xhaka er ekki bara góður að vinna boltann heldur skilar hann honum vel frá sér. Svisslendingur- inn er sparkviss og á auðvelt með að skipta boltanum milli kanta með löngum og nákvæmum sendingum. Granit Xhaka spilaði afar vel á em í Frakklandi í sumar.  john stones 22 ára miðvörður Keyptur fyrir 47,3 milljónir punda frá Everton Manchester City gerði John Stones að næstdýrasta varnarmanni allra tíma þegar liðið gekk frá kaupun- um á þessum 22 ára gamla mið- verði frá Everton fyrr í vikunni. Þetta er gríðarlega há upphæð fyrir leikmann sem hefur í raun ekkert afrekað á ferlinum þrátt fyrir að hafa fengið mikið lof. Stones hefur ýmislegt til brunns að bera og hans helsti styrkleiki er að spila boltanum út úr vörninni. Það ætti að koma sér vel hjá City en nýr knattspyrnustjóri liðsins, Pep Guardiola, leggur mikið upp úr því að halda boltanum og spila út frá markmanni. Varnarleikurinn er meira spurningarmerki hjá Stones sem virðist oft missa einbeitinguna á ögurstundu. Hann spilaði 33 af 38 leikjum Everton sem fékk á sig 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Stones leit á köflum illa út og gerði sig sekan um klaufaleg mistök. En Guardiola er mikill aðdáandi Stones og lagði mikla áherslu á að fá hann til City. „Við viljum hjálpa honum að sýna sínar bestu hliðar hjá okkur og bæta sig. Ég er hrifinn af því hvernig hann spilar leikinn,“ sagði Guardiola um Stones sem skrifaði undir sex ára samning við City. Honum er greinilega ætlað stórt hlutverk hjá Manchester-liðinu sem olli vonbrigðum og endaði í 4. sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra. vonarstjarnan komin til City Pep Guardiola, knattspyrnustjóri manchester City, hefur mikið álit á john stones. kynningarblað enski Boltinn 13. ágúst 2016 7  amhed musa 23 ára níGerískur Framherji Keyptur fyrir 16,6 milljónir punda frá CSKA Moskvu Ahmed Musa er sennilega þekkt- asta nafnið sem hefur bæst við leikmannahóp Englandsmeistara Leicester City í sumar, enda kost- aði hann stórfé. Musa ætti að smellpassa inn í leikstíl Leicester. Nígeríumaður- inn er öskufljótur og með kraft- miklar hraðabreytingar. Musa líður best þegar hann fær pláss til að hlaupa í fyrir aftan varn- ir mótherjanna og er að því leyti ekki ósvipaður Jamie Vardy. Stóra spurningin er hvort mótherjar Leic ester séu ekki búnir að læra af reynslunni frá því í fyrra og verði aðeins varkárari í varnarleik sínum gegn meisturunum. Musa kemur frá CSKA Moskvu þar sem hann lék í fjögur ár. Framherjinn skoraði alls 42 mörk í 124 leikjum í rússnesku deildinni sem hann vann í þrígang. Þá spil- aði Musa í Meistaradeild Evrópu, varð Afríkumeistari með Nígeríu 2013 og skoraði tvö mörk á HM ári seinna. Þessi 23 ára Nígeríumað- ur hefur sýnt ágætis takta á undir- búningstímabilinu og lofar nokkuð góðu fyrir veturinn. nýtt vopn í vopnabúr leicester ahmed musa átti góðu gengi að fagna í rússlandi áður en hann kom til leicester. Granítið sem vantaði á miðjuna 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 1 -0 2 0 8 1 A 4 1 -0 0 C C 1 A 4 0 -F F 9 0 1 A 4 0 -F E 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.