Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 98
Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs á meðal barna.
Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og setja í pott
sem dregið er úr vikulega. Lestrarhestur vikunnar hlýtur bók að launum.
Leikur vikunnar
Inn og út um gluggann
Bragi Halldórsson
212
„Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að
leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa
hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann.
„Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg
til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert
orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin
mjög klár,“ sagði hún montin.
Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata?
Hvað finnst þér skemmtilegast
við bækur, Kristbjörg Katla? Mér
finnst skemmtilegast að lesa þær
og að skilja það sem er skrifað.
Hvaða bók lastu síðast og um
hvað var hún? Ég er núna að lesa
Strákurinn í kjólnum eftir David
Walliams. Hún er um strák sem
á leiðnilegan pabba og enga
mömmu. Strákurinn elskar að
spila fótbolta og að klæða sig í
alls konar föt.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem
var í uppáhaldi? Já, það var Ein-
hyrningurinn minn.
Hverslags bækur þykir þér
skemmtilegastar? Mér finnst best
að lesa seríur, þar sem margar
bækur eru um sömu persónur.
Í hvaða skóla ertu? í Laugarnes-
skóla þar sem ég byrja í 4. bekk í
haust.
Ferðu oft á bókasafnið? Já, við
förum oft á safnið í Kringlunni og
líka í Sólheimum.
Hver eru helstu áhugamálin?
Fótbolti, en ég er einmitt að æfa
með Þrótti. Svo finnst mér líka
skemmtilegt að búa til vídeó í
iPad og svo hef ég gaman af því
að syngja.
Ef þú ætlaðir að skrifa bók, um
hvað ætti hún að vera og hvað
myndi hún heita? Örugglega bók
um dýr en ég veit ekki alveg hvað
hún myndi heita.
Lestrarhestur vikunnar Kristbjörg Katla 9 ára
Kristbjörg Katla Hinriksdóttir tók þátt
í sumarlestrarleiknum í Borgarbóka-
safninu í Kringlunni og fékk bókina
Dúkka eftir Gerði Kristnýju.
Eva María hefur tekið þátt í
ótalmörgum íþróttamótum á
lífsleiðinni, það sést þegar kíkt
er í afrekaskrá Frjálsíþrótta-
sambands Íslands. Á Unglinga-
landsmóti UMFÍ í Borgarnesi
setti hún nýtt Íslandsmet í
hástökki þegar hún stökk 1,61
metra. Hún kveðst hafa stund-
að íþróttir frá því hún var lítil.
„Ég byrjaði í frjálsum þegar ég
var svona um átta ára aldurinn,
en er búin að æfa íþróttir frá
því ég var fimm ára, fótbolta og
sund. Hef alltaf verið mikið fyrir
að hreyfa mig.
Er góð aðstaða til æfinga á Sel-
fossi? „Það er góð útiaðstaða
fyrir frjálsar en ekki eins góð
innanhúss, ég æfi úti á sumrin
og í íþróttahúsi á veturna.
Er hástökkið þín aðalgrein? Já,
ég er auðvitað í öllu en aðallega
hástökki.
Kom þér á óvart að þú skyldir
ná Íslandsmeti á landsmótinu?
Já, en ég fór til Gautaborgar í
sumar að keppa með félaginu
mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57,
það var minn besti árangur
til þess tíma. Þá var ég komin
nálægt Íslandsmetinu sem var
1,60 og náði að slá það þegar ég
bætti mig um fjóra sentimetra.
Ég var mjög ánægð með það.
Eru mörg mót fram
undan núna? Að minnsta
kosti bikarmót 15 ára og yngri,
það verður í Reykjavík, held ég.
Ég býst við að verða þar.
Eru einhverjar stúlkur á Sel-
fossi að veita þér samkeppni
í hástökki. Ekki kannski á Sel-
fossi en það er ein í Hafnarfirði
og önnur á Akureyri, við erum
yfirleitt þrjár á palli.
Áttu góðar vinkonur í frjálsum.
Já, mjög góðar. Þær eru flestar í
öðrum greinum og flestar einu
ári eldri en ég.
Einhver fleiri áhugamál en
íþróttirnar? Nei, en ég reyni að
leggja mig fram í skólanum, er
að byrja í 8. bekk í haust.
Alltaf verið mikið
fyrir að hreyfa mig
Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir vippaði sér yfir 1,61 metra
háa slá á Unglingalandsmótinu og setti þar með nýtt Íslandsmet í
hástökki í flokki 13 ára stúlkna. Þó er hún ekki alveg orðin 13, en
það er stutt í það. Frjálsar íþróttir eru hennar ær og kýr.
Eva María býr rétt við Ölfusána. Hún segir gott að æfa frjálsar íþróttir úti á Selfossi. MynD/Svava StEinGrÍMSDóttir
Nem ég staðar bak við hann Óla,
nem ég staðar bak við hann Óla.
nem ég staðar bak við hann Óla
svo fer hann sína leið
inn og út um gluggann,
inn og út um gluggann,
inn og út um gluggann
og alltaf sömu leið.
Börnin leiðast í hring og standa
öll kyrr nema eitt sem er utan við
hringinn og stillir sér upp aftan við
Óla. Þegar þau syngja vísuna Inn og
út um gluggann og halda höndunum
uppi leggur Óli af stað inn í hringinn.
Bilin milli krakkanna eru gluggarnir
sem halarófan fer inn og út um; út
um þann fyrsta til vinstri, inn um
þann næsta og þannig koll af kolli.
Þegar komið er að síðustu línunni
í söngnum stansar Óli fyrir aftan
þann sem hann er þá staddur hjá, til
dæmis Kötu, og í næstu vísu er þá
sungið: „Nem ég staðar bak við hana
Kötu“ og þannig áfram.
Settu þig í samband og fáðu Endalausan GSM
ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG 30 GB GAGNAMAGN*
*Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer.
Nánari upplýsingar er að finna í GSM skilmálum á 365.is
*30 GB gagnamagn er innifalið í hverjum mánuði en endalaust gagnamagn fyrir 2.000 krónur bætist við ef farið er umfram 30 GB
1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R42 h e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
1
3
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
4
0
-8
6
9
8
1
A
4
0
-8
5
5
C
1
A
4
0
-8
4
2
0
1
A
4
0
-8
2
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K