Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 4
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS Alicante Frábært verð á flugsætum Á mann m.v. flug aðra leið með tösku á völdum dagsetningum. Sjá nánar á vita.is/tilbod Verð frá 9.900 kr. Tölur vikunnar 07.08.16–13.08.2016 30% fleiri ferðamenn sóttu landið heim í júlímánuði en á sama tíma í fyrra samkvæmt talningu í Leifsstöð. 2 voru settir í gæsluvarðhald í kjölfar hópslagmála í Breiðholti þar sem beitt var skotvopni. 14.000 nemendur og ríflega það setjast á skólabekk í grunnskólum höfuð- borgarinnar í haust. Ný börn í sex ára bekk eru um 1.500 talsins. 79 þjóðsöngva hefur ellefu ára gömul kanadísk stúlka sungið í heimsóknum sínum til jafnmargra landa, síðast kom hún hingað til lands. 49 ár eru síðan Bandaríkjaher yfirgaf Camp Century herstöðina á norðvestanverðu Græn- landi. Þar óttast menn nú að komi upp geislavirkur úrgangur vegna bráðnunar Grænlandsjökuls. 358 var metfjöldi fæðinga á Sjúkra- húsinu á Akranesi árið 2010. Vegna lengri sængurlegu en býðst í Reykjavík hefur þeim konum fjölgað sem kjósa að fæða þar. 12,3 milljónir króna setur Rauði kross Íslands í björgunar- og stuðningsað- gerðir við flóttafólk sem barg- að er á Miðjarðarhafi. 24 ár er allt of langur aðlögunartími fyrir hækkun almenns eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 að mati meirihluta fjár- laganefndar, 15 ár væru nær lagi. 80% lundapysja í Vest- mannaeyjum hafa drepist á skömmum tíma vegna fæðu- skorts. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mun sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Kosið verður á milli þeirra sem gefa kost á sér í fyrstu sætin á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins í Reykjavík þann 27. ágúst næstkomandi. Lilja ætlar hins vegar ekki að bjóða sig fram í formanns- embættið. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu segir stefna í að velta Örnu tvö- faldist. Hann sér fram á fimm til sex hundruð milljóna króna veltu á árinu og hagnað í fyrsta sinn frá stofnun Örnu. Rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður til að byrja með en hafi nú breyst til batnaðar. Starf- semi Örnu segir hann háða því að neytendur standi með fyrirtækinu þar sem samkeppni við Mjólkur- samsöluna sé erfið. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi segir þátttöku BDSM á Íslandi í Gleði- göngunni mjög mikilvægan áfanga fyrir félagið. Þátt- takan stuðli að því að auka sýni- leika félagsins sem og að sýna fjölbreytnina í hinsegin flórunni. Ókvæðisorð voru hrópuð að hópi BDSM-fólks í göngunni. Magnús segir það sýna mikilvægi þátttöku þeirra. Þrjú í fréttum Prófkjör, mjólk og BDSM landbúnaður Ólafur M. Magnús- son, framkvæmdastjóri KÚ mjólk- urbús, gagnrýnir að með búvöru- samningum sem nú liggi fyrir Alþingi geti MS hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila sýnist fyrirtækinu svo. Samkvæmt búvörusamning- unum sé fyrirtækinu einungis skylt að selja fimm prósent af framleiðslu sinni til annarra vinnsluaðila mjólkur, um sjö milljónir lítra. Nú sé ekkert slíkt ákvæði til staðar. Ólafur segir að það stefni í að framleiðsla KÚ muni aukast hratt á næstu mánuðum og nema um 2,5 til 3,5 milljónum lítra á ári innan árs. „Þá verðum við sjálfsagt komin upp í þetta þak og getum þá ekki vaxið meira,“ segir Ólafur en hann bendir á að framleiðsla Örnu í Bolungarvík sé nú um 1,5-1,6 milljón lítrar á ári og fari vaxandi. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Örnu, sagði í viðtali við Markaðinn á miðvikudaginn að það stefndi í að velta fyrirtækisins tvöfaldaðist á þessu ári. Hálfdán bætti við að markaðshlutdeild Örnu væri eitt prósent en þyrfti að vera um tíu prósent til þess að fyrirtækið væri samkeppnishæft. „Þetta er eitt af þeim atriðum sem nefndin er að skoða,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnu- veganefndar, um ákvæðið. Hann telji vinnu nefndarinnar við breyt- ingatillögur á búvörusamning- unum miða vel en naumur tími sé til stefnu. „Ég geri mér vonir um að það verði miklu almennari sátt um þær tillögur sem koma fram en birtust við málsmeðferðina í vor,“ segir Jón. Haft var eftir Lilju Raf- neyju Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanni atvinnuveganefndar, að stefnt væri að endurskoðunarákvæði í samn- inginn eftir þrjú ár en upprunalega átti samningurinn að gilda til tíu ára. Ólafur er einnig ósáttur við að KÚ verði ekki lengur flokkuð sem afurðastöð samkvæmt frumvarp- inu. Það verði einungis aðilar sem taki við mjólk úr höndum frum- framleiðenda til vinnslu, sem þýði að skilgreiningin nái aðeins yfir MS og Kaupfélag Skagfirðinga. Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði eru undanþegnar samkeppnislögum. „Verði þetta að lögum verðum við ekki lengur skilgreind afurðastöð né aðrir aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Hún verður þá eitt fyrirtækja á mjólkurmarkaði undanþegin samkeppnislögum með 98 prósenta markaðshlut- deild,“ segir Ólafur en bæði Arna og KÚ þurfa að kaupa alla hrámjólk af Mjólkursamsölunni. ingvar@frettabladid.is Kú mjólkurbú telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að Mjólkursamsalan geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. Formaður atvinnuveganefndar segir málið til skoðunar. STjórnmál „Ég hef verið að hugsa þetta í allt sumar og skipti sú spurn- ing mestu máli hvort ég vildi leggja stjórnmálin fyrir mig sem ævistarf eða ekki,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra en hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Þetta til- kynnti hann í gær en þá rann út framboðsfrestur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. „Ég hef verið í stjórnmálunum í 16 ár og komst að þeirri niður- stöðu að ég vildi ekki að þetta yrði að mínu ævistarfi. Þegar ég komst að því þá fannst mér það blasa við að það yrði ekki auðveldara að taka þá ákvörðun að hætta eftir fjögur ár. Ég ákvað því að gefa ekki kost á mér núna þannig að ég hafi lengri tíma og vonandi fleiri tækifæri en ella í öðru starfi,“ segir hann. Illugi veit ekki hvað tekur við en segist vona að menntun sín og reynsla í stjórnmálum muni nýtast vel. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Ég byrjaði sem aðstoðarmaður ráðherra beint eftir námið. Svo varð ég þingmaður, þingflokksformaður og svo ráðherra. Atburðarásin í stjórnmálunum síðustu ár hefur verið ævintýraleg og það hefur verið áhugavert að vera inni í hringiðu þeirrar atburðarásar.“ Hann segist ekki hættur að hafa áhuga á stjórnmálum. „Ég mun að sjálfsögðu áfram styðja Sjálfstæðis- flokkinn og vil leggja honum allt það lið sem ég get.“ – ngy Stjórnmálin ekki ævistarf Illuga Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra segir stjórnmálin hafa verið ævin- týraleg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús. Ég geri mér vonir um að það verði miklu almennari sátt um þær tillögur sem koma fram en birtust við málsmeðferð- ina í vor. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuvega- nefndar Atburðarásin í stjórnmálunum síðustu ár hefur verið ævin- týraleg og það hefur verið áhugavert að vera inni í hringiðu þeirrar atburða- rásar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra 1 3 . á g ú S T 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 0 -9 0 7 8 1 A 4 0 -8 F 3 C 1 A 4 0 -8 E 0 0 1 A 4 0 -8 C C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.