Fréttablaðið - 13.08.2016, Blaðsíða 30
Þau eru í óðaönn að flokka og pakka öllum eigum sínum niður og tæma húsið, Katrín Hall og Frank Fannar, því fjöl-skyldan er öll að flytja af
landinu. Hann hefur reyndar verið
dansandi suður í Evrópu síðustu átta
ár, fyrst á Spáni, svo í Þýskalandi, nú
í Sviss en heimili hans hefur þó verið
við Suðurgötuna hjá foreldrum og
systur. Nú eru þau á förum til Sví-
þjóðar. Það gerir dansinn. Katrín
er að taka við listrænni stjórn hjá
einum virtasta nútímadansflokki
Evrópu, í Gautaborg. Guðjón Peder-
sen, fyrrverandi leikhússtjóri, maður
hennar, og dóttirin Matthea Lára, 16
ára, fylgja henni.
„Maður þarf að fara í gegnum ansi
margt. Það er heljar mál að koma
heilli fjölskyldu út og tæma hús sem
maður hefur búið í lengi,“ viður-
kennir Katrín. „Ég hafði það sem for-
gangsverkefni að finna góðan skóla
fyrir Mattheu Láru og tókst að finna
alþjóðlegan menntaskóla sem vel er
látið af. Hún byrjar þar 22. ágúst.“
Frank segir aðdáunarvert hvað systir
hans hafi tekið þessum breytingum
á þroskaðan hátt, sextán ára og að
flytja frá öllum vinunum. Minn-
ist þess þegar hann hélt út í heim í
dansnámið. „Ég var þó búinn með
menntaskólann og fór af eigin hvöt-
um, var líka að fara í mitt uppáhald
– en ég var reyndar einn.“ Þetta kallar
á erfiða upprifjun hjá Katrínu. „Hann
byrjaði í Barcelona. Við foreldrarnir
vorum með honum þar nokkra
daga að finna íbúð og klára ýmsa
praktíska hluti en þegar við skildum
hann eftir, 18 ára, í þessari risa-
stóru borg þá leið okkur skringilega
og kveðjustundin var dramatísk.“
„Þetta var líka svolítið erfið borg að
byrja í, aðallega töluð spænska og
katalónska,“ segir Frank. „En ég var í
mjög virtum flokki fyrir unga dans-
ara svo það var góður stökkpallur
út í lífið og atvinnumennskuna. Ég
var að vinna með mjög færum dans-
höfundum, hvað yngstur þeirra sem
komu erlendis frá. Hélt aldrei að ég
mundi komast inn.“
„Svo kom í ljós að hann þurfti að
velja,“ upplýsir móðir hans. „Hann
var að hugsa um að fara í skóla í
Rotter dam dansakademíunni og
komst þar inn. Ég var að setja upp
verk í Graz í Austurríki og fékk hann
með mér þangað í nokkra daga
áður en hann fór til Barcelona í inn-
tökuprófið, þá var honum boðinn
samningur þar. Svo komst hann líka
inn í Barcelona.“ Frank tekur undir
þá ályktun mína að hann hafi verið
þokkalegur en kveðst ekki hafa
hugsað þannig á þeim tíma. Móðir
hans útskýrir hvers vegna „Manni
finnst maður aldrei nógu góður í
þessu fagi. Aldrei fullnuma, alltaf
að læra og þroskast og finna nýjar
leiðir, dansinn er í eðli sínu þannig
listgrein.“ Þessu er Frank sammála.
„Þegar manni finnst maður orðinn
nógu góður á maður að hætta því þá
er leitinni hætt.“
Ljósmóðirin dró hana í dansinn
Þó Frank sé Íslendingur inn að
beini hefur hann dvalið lengur
erlendis en á Íslandi á sinni ævi.
Var í Köln í Þýskalandi fyrstu sex
árin þar sem mamma hans starfaði
á þeim tíma. Fór svo út í heim átján
ára, eins og fram er komið, var í
dansflokknum í Wiesbaden í þrjú ár
og er nú fastráðinn í Basel í Sviss að
minnsta kosti ár í viðbót.
Það er ekki erfitt að giska á af
hverju hann byrjaði að dansa, ver-
andi sonur Katrínar Hall, dansara
og stjórnanda Íslenska dansflokksins
um árabil. En hvernig kynntist hún
dansinum? „Ég fór með vinkonum í
dans sem barn eins og gjarnan gerist
og þar varð ég fyrir áhrifum. Svo
skráði hún amma mín, Katrín Hall
ljósmóðir, mig í inntökupróf í List-
dansskóla Þjóðleikhússins og dró
mig þangað svo það er fyrir hennar
tilverknað að ég er það sem ég er.
Ég byrjaði snemma í dansflokkn-
um og var samhliða í MR. Það var
Finnst maður aldrei
nógu góður í þessu fagi
Listdans er ástríða og atvinna mæðginanna Katrínar Hall og Franks Fannars Pedersen.
Bæði eru þar að takast á við ögrandi verkefni. Hún sem stjórnandi dansflokks Gautaborgar
óperunnar, hann sem dansari í Basel í Sviss auk þess að semja verk fyrir þýskan dansflokk.
„Yfirleitt þegar við erum á æfingum saman segir mamma: „Ekki lyfta mér, ekki lyfta mér,“ en svo lyfti ég henni og við erum bæði á lífi!“ FréttabLaðið/EYþór Árnason
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
↣
1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R30 h e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
1
3
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
4
0
-9
5
6
8
1
A
4
0
-9
4
2
C
1
A
4
0
-9
2
F
0
1
A
4
0
-9
1
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K