Fréttablaðið - 29.09.2016, Síða 10

Fréttablaðið - 29.09.2016, Síða 10
LögregLumáL Á lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Grafarvogi starfar stoð- deild löggæslusviðs, tölvurannsókna- og rafeindadeild. Í deildinni eru fjórir starfsmenn, þrír starfsmenn lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu og einn starfsmaður lögreglustjórans á Suðurnesjum. Allir eru þeir í einhvers konar námi til að bæta við kunnáttu sína. Mikil þörf er á því þar sem fram- þróun tækninnar er síbreytileg og hröð. Steinarr Kr. Ómarsson lög- reglufulltrúi hefur orðið var við gríðarlega breytingu á umhverfinu síðasta áratug. „Þegar ég byrjaði í þessu árið 2007 þá var kannski algengt að við haldlegðum eina tölvu og einn síma. Tölvan var pínulítil, hún var kannski á 60 gíga- bæta hörðum diski og síminn var einfaldur Nokia-sími. Í dag er ekkert óeðlilegt að við tökum mörg tæki frá einum aðila. Marga síma og tölvur sem hver er með geymslupláss sem er mælt í terabætum,“ segir Steinarr. Hann kemur með dæmi um það hversu mikið gagnamagnið hefur aukist. „Við sjáum það í myndefni sem sýnir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Við sáum áður myndskeið sem voru 20 sekúndur í mjög litlum gæðum. Í dag erum við að finna sömu mynd- skeið þar sem þau eru orðin miklu lengri, jafnvel klukkutímalöng, í fullum gæðum. Þannig að þróunin, tækniþróunin, breytir öllu umhverfi okkar,“ segir hann. Í ársbyrjun tók gildi samkomulag milli ríkislögreglustjóra, lögreglu- stjóra á höfuðborgarsvæðinu, lög- reglustjóra Suðurnesja og héraðs- saksóknara um samvinnu á sviði tölvu- og netglæpa. Markmið samstarfsins er að nýta núverandi mannauð og aðrar fjár- festingar lögreglu sem best og auka gæði rannsókna. Enn fremur að móta framtíðarsýn fyrir málaflokk- inn, byggða á þeirri reynslu sem þegar er til, reynslunni af væntan- legu samstarfi og þróuninni í mála- flokknum hjá öðrum ríkjum. Með tilkomu samkomulagsins komu tveir starfsmenn til liðs við deildina, einn frá Suðurnesjum sem hefur starfsaðstöðu þar í dag og einn starfsmaður héraðssaksóknara, Heiðar Guðnason sérfræðingur sem býr líkt og aðrir starfsmenn yfir mikil- vægri sérþekkingu sem nýtist lög- reglu vel. „Það sem hefur gerst síðustu ár er að aðgengi að tölvubúnaði við brot hefur aukist mikið á sama tíma og gagnamagn hefur aukist mikið. Það gerir kröfu um mikla og góða þekk- ingu og tól til að vinna úr þessum gögnum. Það er eiginlega ástæðan fyrir því að þessi litli hópur tók sig saman til þess að vinna að því að sam- nýta þá þekkingu sem til var innan lögregluembættisins,“ segir hann. Heiðar nefnir eitt dæmi af mörgum um tölvuglæp sem er tiltölulega auð- velt að fremja í dag. „Að falsa tölvu- póst, þessi þjónusta er frí og það er auðvelt að nálgast hana á netinu. Það er ekkert áberandi að þetta sé svindl og menn geta komist ansi langt á tólum og þjónustu sem er frí,“ bendir hann á. Erfiðustu viðfangsefni deildar- innar eru þó ekki þau sem eru tækni- lega flókin, enda eru þau í raun þau verkefni sem er mest spennandi að kljást við. Erfiðustu verkefnin varða ofbeldi gegn börnum. „Það sem fer verst í okkur er allt sem tengist ofbeldi gegn börnum, það er það allra ljótasta,“ segir Steinarr sem segir lögreglumenn deildarinnar fá að fara til sálfræðinga á kostnað embættis- ins til að ráða við það tilfinningaálag sem skapast af því að sjá slíkt efni. „Þetta er ljótasti málaflokkurinn en brotin hafa samt alltaf verið til þótt aðgengið sé auðveldara með netinu og gagnamagnið hafi aukist. Barna- klámið hefur alltaf verið til. Það var áður á prentuðu formi. Ég man eftir máli þar sem við tókum VHS-spólur með barnaklámi. Þá vorum við að telja efnið í mínútum. Fjöldi ljós- mynda var í tugum. Nú erum við að sjá mál þar sem um er að ræða tugi þúsunda ljósmynda og marga klukkutíma af efni,“ segir Steinarr. kristjanabjorg@frettabladid.is Fá sálfræðiaðstoð til að ráða við álagið Þeir lögreglumenn sem starfa við rannsóknir tölvugagna eru sammála um að erfiðustu málin séu þau sem varða ofbeldi gegn börnum. Í þeim málaflokki hefur gagnamagnið aukist gríðarlega. Þeir fá sálfræðiaðstoð greidda af embættinu til að ráða betur við álagið. Dæmi um netglæpi l Barnaklám (barnaofbeldi) l Hefndarklám l Svik og fjármunabrot l Netkúgun l Myndbirtingarkúgun l Brot sem beinast gegn tölvu- búnaði eins og vírusar, spillifor- rit (e. malware) og DDoS-árásir l Tölvubúnaður notaður í af- brotinu eins og á veiðisíðum (e. phising) l Ransomware (er tegund af spilli- forriti sem takmarkar aðgang að gögnum nema greitt sé fyrir að aflétta læsingum að þeim) l Cyber terrorism MÓAKOT VERÐUR MEÐ KYNNINGU 29. SEPTEMBER KL. 16-18 - Tilvalið gjafakort Tilboð gilda til 1. október Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudaga www.FJARDARKAUP.is Snertilausar greiðslur EINBAND verð áður 348 kr./dk. HEMP COTTON verð áður 798 kr./dk.SILK KID MOHAIR verð áður 1.598 kr./dk. NR. 4 ORGANIC WOOL verð áður 855 kr./dk. FINO COTTON + MERINO WOOL verð áður 798 kr./dk. PLÖTULOPI verð áður 468 kr./dk. 278 kr./dokkan 1.398 kr./dokkan 698 kr./dokkan 698 kr./dokkan 698 kr./dokkan 374 kr./dokkanMÓAKOT verður með kynningu í Fjarðarkaupum/Rokku fimmtudaginn 29 sep. kl.16 - 18. Heiðbjörg ný Landnámsdóttir verður kynnt. Þennan dag verður einnig afsláttur af Einbandi og Lopa frá Ístexi í tilefni dagsins. Hlökkum til að sjá þig. 20% afsláttur Plötulopa 20% afsláttur af Einbandi Steinarr Kr. Ómarsson lögreglufulltrúi segir framþróun í tækni krefjandi. Fréttablaðið/SteFán Þetta er ljótasti málaflokkurinn en brotin hafa samt alltaf verið til þótt aðgengið sé auðveld- ara með netinu og gagna- magnið hafi aukist. Steinarr Kr. Ómarsson , lögreglufulltrúi 2 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t u D A g u r10 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 2 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B A -8 A 7 4 1 A B A -8 9 3 8 1 A B A -8 7 F C 1 A B A -8 6 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.