Fréttablaðið - 19.10.2016, Page 1

Fréttablaðið - 19.10.2016, Page 1
Stjórnmál Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosn- ingunum 2013. Könnunin var gerð í gær og á mánudagskvöld. „Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosninga- baráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, for- maður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentu- stigi minna en þeir fengu í skoðana- könnun fyrir viku. Píratar eru næst- stærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könn- un. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokks- ins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri grænir bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylking- in fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunar- viðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný. Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deg- inum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurn- ingarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. – jhh VG bætir verulega við fylgið en Samfylking enn í varnarbaráttu Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli vikna. Formaður Samfylkingarinnar segist vera bjartsýn á að flokkurinn bæti við sig fyrir kosningar. — m e S t l e S n a dag b l a ð á Í S l a n d i * —2 4 7 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r m i ð V i K u d a g u r 1 9 . o K t ó b e r 2 0 1 6 26. nóvember kl. 20.00 Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Miðala á miði. Fréttablaðið í dag marKaðurinn Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir fjölmörg tækifæri fyrir ferðamennsku í Reykjavík en mikilvægt að varan standi undir verðinu. SKoðun Jakob S. Jónsson skrifar um ferðaþjónustu. 11 Sport Veigar Páll búinn að semja við meistara FH. 18 lÍfið Gunnar Skjöldur felulitaði Volvo árgerð 1987 og klæddi að innan með galla- buxum. 30 plúS Sérblað l fólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Frambjóðendur Pí rata og Samfylkingarinnar funduðu gær um málefnaáherslur flokkanna. Píratar hafa líka boðað frambjóðendur VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til fundar við sig til þess að ræða mögulegt samstarf að loknum kosningum. Enn er óljóst hvort fleiri flokkar en Samfylkingin þekkist boðið. FréttaBlaðið/EGill Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosn- ingabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag. Oddný Harðar- dóttir formaður Samfylkingarinnar Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins félagSmál „Það sem þessi sím- töl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveit- endum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leik- skólastjóri Nóaborgar í Reykja- vík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og það sagði þessi vinnuveit- andi ekki koma til greina. „Samtalið var þannig að mér var brugðið,“ segir Anna Margrét. Vinnuveitendur erlends fólks hringi í hana af ýmsu tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér um að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auð- vitað ekki,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir. – bbh / sjá síðu 2 Meinað að ná í börnin anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar. 8, 5% 1 9,2 % 6,5% 7,4% 7,4% 23,7% 6,6% 20 ,7 % ✿ Könnun 17. og 18. október Aðrir 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F B -8 7 5 C 1 A F B -8 6 2 0 1 A F B -8 4 E 4 1 A F B -8 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.