Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 2
Veður
Suðaustanhvassviðri eða stormur með
morgninum SV- og V-lands, en stormur
eða rok eftir hádegi, hvassast SV- og
V-lands. sjá síðu 18
Numinn á brott
Starfsmenn Furu fjarlægðu í gær helsta kennileiti Útvarpshússins, gervihnattadiskinn stóra sem settur var upp 1991. Diskurinn tók við ýmsu efni
frá Sambandi evrópskra sjónvarsstöðva auk þess að senda efni frá landinu. Tveir minni gervihnattadiskar leysa þann gamla af. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
samfélag „Það sem þessi símtöl
eiga öll sameiginlegt er að þau koma
frá íslenskum vinnuveitendum sem
eru með foreldra af erlendum upp-
runa í vinnu, ég hef aldrei fengið
slíkt símtal varðandi íslenska for-
eldra,“ segir Anna Margrét Ólafs-
dóttir, leikskólastjóri Nóaborgar
í Reykjavík, sem fékk símtal frá
reiðum vinnuveitanda á mánudag
sem var allt annað en sáttur.
Ástæðan var að vegna manneklu
í leikskólanum þurftu foreldrar að
sækja börnin fyrr og í Nóaborg á
þriðjungur nemenda foreldra af
erlendum uppruna. Símtalið fékk
mjög á Önnu Margréti.
„Samtalið var þannig að mér var
brugðið. Ég er búin að vera leik-
skólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta
er í sjötta eða sjöunda sinn sem
svona gerist. Ég settist niður eftir
símtalið og rifjaði það upp að öll
símtölin voru frá vinnuveitendum
sem voru með foreldra af erlendu
bergi brotna í vinnu,“ segir Anna
Margrét.
Svo fór að foreldrið fékk ekki
frí frá vinnuveitanda sínum til að
sækja barnið sitt en hún gat bjargað
því þannig að annar kom og sótti.
Anna Margrét segir að vinnuveit-
endur með erlent vinnuafl hringi af
alls konar tilefni.
„Ég hef einu sinni fengið sím-
tal frá vinnuveitanda þar sem
var sagt að starfsmaðurinn hefði
hringt og væri með veikt barn
heima og þá var vinnuveitandinn
að leita eftir staðfestingu hjá mér
að barnið væri ekki í leikskólanum
sem hann fékk auðvitað ekki.“
Anna Margrét útskrifaðist sem
leikskólakennari 1994 og hefur
verið leikskólastjóri á Nóaborg
Útlendingar fá ekki frí
þegar leikskólinn lokar
Íslenskur vinnuveitandi útlendings hringdi í leikskólastjóra í Reykjavík, sem
þurfti að senda börn heim vegna manneklu og tilkynnti að starfsmaðurinn
fengi ekki frí. Leikskólastjórinn segist hafa heyrt fleiri slík tilvik um alla borg.
Önnu Margréti Ólafsdóttur var brugðið eftir símtal. FRÉTTABLAÐIÐ/AnTon BRInk
frá 1. september 2001. Hún segist
reyna að útskýra fyrir erlendu for-
eldrunum að svona sé ekki algengt
á Íslandi og þurfi að nýta alla sína
reynslu til að miðla málum.
„Foreldrarnir eru algjörlega
miður sín þegar svona gerist. Þetta
er ekkert annað en fordómar,“ segir
Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg
börn sem eigi foreldra af erlendum
uppruna.
„Við sem erum hér reynum að
útskýra að svona sé ekki algengt
á Íslandi en ég heyri alls konar
sögur útundan mér að fleiri leik-
skólastjórar séu að lenda í þessu
og jafnvel grunnskólar. Mér var
brugðið eftir símtalið og setti smá
hugleiðingu á Facebook þar sem ég
fékk mikil viðbrögð og þetta ein-
skorðast ekki bara við leikskólann
minn. Þetta er greinilega þekkt og
mér finnst slæmt ef vinnuveitendur
halda, í alvöru, að þeir geti hringt
og reynt að stjórna lífi starfsmanna
sinna.“ benediktboas@365.is
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum
norður og suður
Kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna
alþingiskosninga 29. október nk. liggur frammi almenningi til
sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 19. október fram á kjördag.
Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar
kjósendur eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra
eru á kjörskrá og hvar þeir eiga að kjósa. Athugasemdum vegna
kjörskrárskráninga í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til
skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700,
netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar
nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir
vegna skráningar í kjörskrá.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður
Skrifstofa borgarstjórnar
sVíÞjÓð Um tólf þúsund einstakl-
ingar sem hefur verið synjað um
hæli í Svíþjóð eru í felum. Ekki er
talið útilokað að einhverjir hafi
þegar yfirgefið landið. Samkvæmt
frétt Dagens Nyheter telur lögreglan
að þeim sem fara í felur muni fjölga
í allt að 15 þúsund á næstu tveimur
árum þar sem búast megi við fleiri
synjunum.
Fulltrúi landamæralögreglunnar
segir að þeir sem ekki geti lengur
búið á flóttamannaheimilum þurfi
að finna leið til að sjá fyrir sér. Það
kunni að leiða til aukinnar svartrar
vinnu og misnotkunar. – ibs
Tólf þúsund fara
huldu höfði
VEðuR Veðurstofan varar við óveðri á
landinu í dag og aðfaranótt fimmtu-
dags. Gert er ráð fyrir sunnan- og
suðaustanstormi eða roki á Suður-
og Vesturlandi.
Búist er við því að mestur vind-
hraði verði á norðurhluta Snæfells-
ness. Þar gæti vindhraði farið yfir 40
metra á sekúndu í hviðum. Einnig
verður afar hvasst á Reykjanesskaga
og hlutum höfuðborgarsvæðisins.
Reikna má með vindhraða yfir 20
metrum á sekúndu á Norðurlandi
fram eftir morgundeginum.
Varað er við vexti í ám á Snæ-
fellsnesi, á Hvítársvæðinu, kringum
Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við
sunnanverðan Vatnajökul. – jóe
Vara við stormi
og vatnavöxtum
Búist er við vætu og talsverðum vindi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
sV E i taR stj Ó R n i R Tveir full-
trúar Arion banka mættu á fund
bæjarráðs Siglufjarðar í gær til að
skýra uppsagnir starfsmanna í 6,2
stöðugildum í útibúum bankans í
sveitarfélaginu.
Gunnar Birgisson bæjarstjóri
segir bæjarráðsfundi lokaða og að
hann vilji ekki tjá sig um það sem
sagt var né hvort skýringar Arion-
manna hafi breytt viðhorfi heima-
manna til uppsagnanna.
„Það er hins vegar alveg ljóst að
fulltrúar Arion banka sögðu í fyrra,
þegar þeir yfirtóku Sparisjóðinn, að
þá myndi ekki fækka fólki.
Þeir ræddu um það við
bæjarráð og bæjarfull-
trúa og það hefur ekki
gengið eftir og þeir
reyndu að skýra
það,“ segir bæjar-
stjórinn. – gar
Fulltrúar Arion
hittu bæjarrráð
Gunnar I. Birgisson.
Foreldrarnir eru
algjörlega miður sín
þegar svona gerist. Þetta er
ekkert annað en fordómar.
Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri
Nóaborgar
Alls voru átta starfsmenn
af 17 fjarverandi þennan
mánudag hjá Önnu Mar-
gréti og því ekki möguleiki
að klára daginn vegna
manneklu.
1 9 . o k t Ó b E R 2 0 1 6 m i ð V i k u D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð
1
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
F
B
-8
C
4
C
1
A
F
B
-8
B
1
0
1
A
F
B
-8
9
D
4
1
A
F
B
-8
8
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K