Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 19.10.2016, Qupperneq 4
ZENDIUM STYRKIR NÁTTÚRULEGAR VARNIR MUNNSINS FÉLAG ÍSLENSKRA TANNFRÆÐINGA MÆLIR MEÐ ZENDIUM TANNKREMI Kosningar „Við vorum ekki að boða til stjórnarmyndunarvið­ ræðna enda höfum við ekki umboð til þess í augnablikinu. Núna erum við bara í samstarfsviðræðum,“ segir Smári McCarthy, einn af stofnend­ um Pírata og oddviti þeirra í Suður­ kjördæmi. Eftir blaðamannafund Pírata síðasta sunnudag sendi kjörstjórn Pírata fréttatilkynningu á fjölmiðla. Í tilkynningunni segir að umboðsmenn Pírata hafi á fund­ inum tilkynnt hvernig flokkur­ inn hygðist standa að stjórnar­ m y n d u n a r v i ð r æ ð u m f y r i r komandi alþingiskosningar. Í kjöl­ farið var myndband af fundinum birt á vefsíðu Pírata undir fyrir­ sögninni „Píratar boða til stjórnar­ myndunarviðræðna“. Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. Í gær deildi Smári færslu á Face­ book þar sem hann áréttar að tilefni fundarins hafi ekki verið að boða til stjórnarmyndunarviðræðna. Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur til að mynda deilt færslunni. „Það er kannski smá ósamræmi í þessu og við skiljum af hverju það gætir misskilnings um þetta en efni fundarins er það sem skiptir mestu máli. Við lítum á fundinn sem mögulega fyrsta stig stjórnarmynd­ unarviðræðna en eins og staðan er í dag er aðeins um samstarfsviðræður að ræða, segir Smári. – þh Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Smári Mccarthy, oddviti Pírata í Suður- kjördæmi. Fréttablaðið/Jóhanna Kjaramál Velferðarráðuneytið aug­ lýsir eftir umsóknum frá vinnustöð­ um ríkisins um þátttöku í tilrauna­ verkefni ráðuneytisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Kanna á hvort slík stytting leiði til ávinnings bæði starfsmanna og vinnustaða. Fækka á vinnustundum á fjórum vinnustöðum úr 40 í 36 á viku án þess að laun verði skert. Tilraunin stendur í eitt ár, frá 1. febrúar 2017. Er óskað eftir því að í umsókn komi fram hugmyndir um útfærslu styttingu vinnuvikunnar á viðkom­ andi vinnustað. – þea Kanna styttingu vinnuvikunnar auglýst eftir ríkisstofnunum sem vilja styttri vinnuviku. Fréttablaðið/VilhelM Það er kannski smá ósamræmi í þessu og við skiljum af hverju það gætir misskilnings um þetta en efni fundarins er það sem skiptir mestu máli. Smári Mccarthy stjórnmál Samsteypustjórn núver­ andi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kort­ unum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um sam­ starfsfleti. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook­færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræð­ ur eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameigin­ lega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstri­ stjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosn­ ingum. Það var góður andi á fund­ inum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðar­ dóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnar­ samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágrein­ ing milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslu­ mun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtu­ daginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánu­ daginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarand­ stöðunnar núna aðeins vera fram­ hald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingar­ tillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé. sveinn@frettabladid.is Vinstrimiðjustjórn er líklegust Núverandi minnihluti hefur nær allur útilokað samvinnu við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Píratar segjast einnig ekki vilja vinna með Framsókn. Óttarr Proppé segir minnihlutann hafa unnið saman allt kjörtíma- bilið. Samtal þeirra sé rökrétt framhald. Valið um styrka stjórn eða vinstristjórn segir Bjarni Benediktsson. Stjórnarandstaðan í þinghúsinu í kjölfar breytinga á ríkisstjórninni í vor. Fréttablaðið/ernir Skýrir valkostir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir valkost kjósenda skýran í aðdraganda kosninganna um aðra helgi. „Þjóðin hefur val um annað- hvort styrka stjórn Sjálfstæðis- flokksins eða vinstristjórn Pírata. Kostirnir liggja fyrir og því er það kjósenda að ákveða hvað þeir vilja,“ segir Bjarni. „Við erum nú í kosningabaráttu og sýnum gífurlegan árangur síðustu ríkis- stjórnar. Við erum á réttri leið og við erum stolt af okkar verkum á síðustu árum.“ Bjarni segir það ekki sitt að tjá sig um þá stöðu Viðreisnar að vilja ekki vinna með Fram- sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að loknum kosningum. Það væri Viðreisnar að svara fyrir það. „Viðreisn er Evrópusinn- aður flokkur sem virðist setja öðrum afarkosti. Við í Sjálfstæðis- flokknum vinnum ekki þannig. Aðalatriðið er að sýna þann góða árangur sem náðst hefur og verja hann. Það er mikilvægt að halda áfram,“ undirstrikar Bjarni. FlóttamEnn Á síðustu sex vikum hafa rúmlega 300 manns sótt um vernd hér á landi en allt árið í fyrra sóttu um 350 um vernd. Haldi straumur hælisleitenda áfram má gera ráð fyrir því að í september og október 2016 hafi jafn margir komið til landsins og allt árið 2015. Það sem af er mánuði hafa 125 sótt um hæli hér á landi. Það er rúm­ lega tvöfalt fleiri en allan október­ mánuð í fyrra. Langstærstur hluti þeirra sem hingað koma í leit að hæli er frá Albaníu og Makedóníu eða í kringum fjórir af hverjum níu. Einn af hverjum tíu er frá Írak og um fimm prósent eru frá Sýrlandi. – jóe Síðustu tveir nálgast 2015 stjórnmál Heilbrigðismál og sam­ göngumál voru fyrirferðarmikil í kjördæmisþætti Stöðvar 2 í gær­ kvöldi. Í þættinum voru málefni Suður­ kjördæmis rædd. Þar voru oddvitar þeirra sjö framboða sem mælst hafa á þingi í könnunum undanfarið. Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, sagði innviðabrest vera í samgöng­ um í landshlutanum. Það hefði sýnt sig með fjölgun ferðamanna. Páll Valur Björnsson úr Bjartri framtíð vill tvöfalda frá Fitjum og að flugstöðinni. Það var mat Ara Trausta Guðmundssonar úr Vinstri grænum að úrbætur í samgöngu­ kerfinu myndu kosta um 400 millj­ arða. Því vildi VG 51 milljarð auka­ lega í málaflokkinn. Smári McCarthy Pírati tók í sama streng og sagði að byrja þyrfti á því að tvöfalda stóra vegarkafla og útrýma einbreiðum brúm. Jóna Sól­ veig Einarsdóttir, Viðreisn, benti einnig á að möguleg lausn gæti verið að koma fyrir útsýnisskotum og breikka vegi. Sigurður Ingi Jóhannsson for­ sætisráðherra var eini ráðherra sitj­ andi stjórnar sem var í þættinum. Hann sagði að fjölgun túrista hefði verið skjót og að á þessu kjörtíma­ bili hefði ákvörðun verið tekin um að forgangsraða í heilbrigðiskerfið. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, ræddi meðal annars um að setja þyrfti aukið fjár­ magn í Landspítalann og sjúkraflug. Því svaraði Páll Magnússon með því að einnig þyrfti að huga að heil­ brigðisþjónustu í nánasta nágrenni. Kannanir  benda til  að Fram­ sóknarflokkurinn tapi tveimur þingmönnum í kjördæminu og Sjálfstæðisflokkurinn einum. Sam­ fylkingin, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn ná inn manni. – jóe Samgöngu- og heilbrigðismál fyrirferðarmikil í umræðum oddvita Oddvitar Suðurkjördæmis í settinu áður en kveikt var á myndavélunum. Fréttablaðið/VilhelM Þjóðin hefur val um annaðhvort styrka stjórn Sjálfstæðis- flokksins eða vinstri- stjórn Pírata. Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins 300 manns hafa sótt um vernd hér á landi á síðustu sex vikum. Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartil- lögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því þetta rökrétt framhald. Óttarr Proppé, formaður BF 1 9 . o K t ó b E r 2 0 1 6 m i Ð V i K U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a Ð i Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -A 0 0 C 1 A F B -9 E D 0 1 A F B -9 D 9 4 1 A F B -9 C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.