Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 8
Að margra mati koma jólin ekki fyrr en að afstaðinni árlegri tónleikaröð systkinanna KK og Ellenar. Þetta er einn af þessum föstu punktum í tilverunni og árið í ár verður engin undantekning. Þessi söngelsku og sívinsælu systkini ytja sín eigin lög í bland við sígildar jólaperlur sem koma öllum í rétta skapið. Þeim til halds og trausts verður úrvalssveit tónlistarmanna undir stjórn hljómborðs- leikarans Jóns Ólafssonar. Gleðilega hátíð! 09.12. Fríkirkjan í Reykjavík 10.12. Bæjarbíó, Hafnarrði 11.12. Salurinn, Kópavogi 16.12. Vídalínskirkja, Garðabæ 17.12. Hlégarður, Mosfellsbær 18.12. Grafarvogskirkja 19.12. Háskólabíó Jólatónleikar KK & Ellenar á aðventunni Tónleikarnir heast kl. 21:00. Miðasala á midi.is. Miðasala á tónleika í Salnum á salurinn.is. Landbúnaður Hótel Saga býður nú upp á að geta sagt viðskiptavinum sínum hvaðan lambakjötið sem er á boðstólum þeirra kemur. Gildir það fyrir alla veitingastaði innan hótels­ ins, Grillið, Skrúð og Súlnasal. Alls kaupir hótelið 80 lömb á viku eða um 10 tonn það sem eftir er árs. Kjötið kemur frá Vopnafirði en kjöt þaðan hefur verið að skora hátt í stöðlum sauðfjárbænda undan­ farin ár. „Við erum með fyrstu veitinga­ stöðunum á Íslandi sem getur sagt viðskiptavinunum frá hvaða bæ kjötið er. Það sem er slátrað fer bara í bland í poka í stóran frystigám og enginn veit upprunann,“ segir Ólaf­ ur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu. „Við vorum að fá kjöt frá bænum Bustarfelli sem hefur hangið lengur en venjan er og við látum það hanga enn lengur. Þannig erum við að auka gæðin og fáum betra kjöt,“ segir Ólafur en viðtökurnar hafa verið góðar meðal viðskiptavina, hvort sem þeir eru erlendir eða íslenskir. Með þessu er markmiðið að koma Hótel Sögu nær eigendum sínum sem eru bændur landsins. „Þetta er stórt skref en vonandi bara það fyrsta. Kjarnafæði og sláturhúsið á Vopnafirði hefur verið okkur innan handar og án þeirra væri þetta ómöguleg,“ segir Ólafur. Viðtökurnar hafi verið góðar. „Það hefur verið lenska að frysta kjötið of snemma eftir slátrun á Íslandi en með góðu samstarfi er hægt að fá meira og betra bragð,“ segir Ólafur Helgi. – bbh Saga á bak við hvern bita Denis Grbic, kokkur ársins 2016, meðhöndlar lambahrygg á Grillinu. Fréttablaðið/Ernir TaíLand Tæp vika er síðan Bhumi­ bol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn form­ lega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krón­ prinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi. Konungurinn hefur notið óskiptr­ ar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopa­ hátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráða­ menn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eigin­ konunni. Hjónaband númer tvö ent­ ist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru hand­ teknir og sakaðir um fjármálaspill­ ingu. Hún sjálf varð alræmd í Taí­ landi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur Biðtími krónprinsins teygist á langinn Maha Vajiralongkorn, hinn 64 ára gamli krónprins í Taílandi, er sagður hafa óskað eftir því að bíða eitthvað eftir að taka formlega við konungstigninni. Sjálfur er Vajiralongkorn afar umdeildur. Hann er þrígiftur og hefur iðulega komist í fréttir fyrir ýmsan galgopahátt. Maha Vajiralongkorn krónprins hefur reglulega vakið hneykslun. Fréttablaðið/EPa Bannað að tala illa um konungsfjölskylduna Við vorum að fá kjöt frá bænum Bustarfelli sem hefur hangið lengur en venjan er og við látum það hanga enn lengur. Ólafur Helgi Krist- jánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu Í Taílandi eru enn í gildi lög frá árinu 1908 sem leggja blátt bann við því að fara niðrandi orðum um konung landsins, drottningu hans, krón- prinsinn eða ríkis- stjórann. Þessi lög eru enn tekin mjög alvarlega og hafa á seinni árum efnislega verið tekin upp í stjórnarskrá landsins. Viðurlögin voru hert árið 1976 og varðar brot gegn þessum lögum allt að fimmtán ára fangelsi. Dæmi eru jafnvel til þess að menn hafi verið dæmdir í tuttugu ára fangelsi. Lítið virðist þurfa til að eiga yfir höfði sér mál- sókn á grundvelli þessara laga. Menn hafa jafnvel verið sóttir til saka fyrir það eitt að læka Facebook-færslu, sem þykir niðrandi í garð konungsins. Þá gilda lögin ekki aðeins um ríkisborgara í Taílandi, því árið 2010 var Svisslendingur nokkur dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að úða máln- ingu yfir myndir af kónginum. er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajira­ longkorn á fullan rétt til konungs­ tignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralong­ korn eigi að verða konungur, en sam­ kvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krón­ prins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá and­ láti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálf­ ur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá kon­ ungshöllinni. gudsteinn@frettabladid.is Þriðja eiginkona krónprinsins varð alræmd fyrir að ganga um hálfnakin í afmælisveislu hunds prinsins. Hundurinn var að sögn gerður að yfir- manni í her Taílands. 1 9 . o k T ó b e r 2 0 1 6 M I ð V I k u d a G u r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a b L a ð I ð 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -C 7 8 C 1 A F B -C 6 5 0 1 A F B -C 5 1 4 1 A F B -C 3 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.