Fréttablaðið - 19.10.2016, Síða 16

Fréttablaðið - 19.10.2016, Síða 16
Samfélag nýsköpunar er sam-félag sem ungt fólk kýs að búa í. Framtíðin er núna og Sam- fylkingin ætlar að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár. Verðmæti hugvitsins Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Auðlindirnar eru góður grunnur til að byggja á, en það er ekki hægt að auka verðmæti þeirra með því að ganga sífellt lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að sam- keppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikja- iðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orku- iðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast – hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í sam- félaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingageiranum á Íslandi. Menntun er lykillinn Mannauðurinn sem skapar ný tæki- færi og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjár- magnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norður- löndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjöl- far kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskóla- menntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekk- ingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast. Skemmtilegt samfélag Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hend- ur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og upp úr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skap- andi og sjálfbært atvinnulíf til fram- tíðar – samkeppnishæft og skemmti- legt samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp. Menntun fyrir nýsköpun Miðað við kosningabarátt-una sýnist óhætt að lýsa jafnaðarhugsjónina sigur- vegara í keppninni um þingsæti. Langflestir þeirra sem vilja teljast málsmetandi grípa til hugtaka og lausna úr hugmyndafræði jafn- aðarmanna og gera að sínum, enda stærstur hluti Íslendinga hliðhollur jöfnuði og almennri velferð. Undir- ritaður tók kosningapróf sem sýndi að hann, frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður jafnaðarmaður, á 70-80% samleið með fjölda frambjóðenda í hvorki meira né minna en fimm flokkum í sínu kjördæmi. En við þurfum ekki smálagfæringar eða samsafn „réttlætismála“ fyrir til- tekna hópa eins og tíðkast í orða- leppum flokkanna. Heldur breið- virkar og mótandi breytingar sem eru markverðar og varanlegar og hafa áhrif á íslenskt samfélag til aukins jafnaðar. Þau sem almennt séð eru sam- mála um slíkt eiga að segja kjós- endum fyrir kosningar að í þeim anda muni þau starfa saman. Hér er tillaga að verkefnalista sem varðar jöfnuð: Efnahagslegur jöfnuður: 1) Skýr áform um að færa auðlinda- rentuna til landsmanna frá þeim sem nýta fiskimiðin, orkuna og náttúruna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þetta gerist táknrænt með því að færa ákvæði um sameign þjóðarinnar inn í stjórnarskrá, en beinlínis með blöndu af einföldum leiðum sem þegar er búið að benda á. Þennan auð þarf að nýta til að byggja upp félagslega innviði sem öllum gagnast, heilsugæslu, mennt- un og samgöngur og á ekki að taka í einkaneyslu. Því Ísland, þetta ríka land, er að grotna niður innanfrá. Á þessu græðir unga fólkið mest. 2) Stighækkandi skattar á tekjur, eignir og neyslu samhliða einföld- uðum bóta- og tryggingaleiðum. Taka tilbaka eigna- og tekjufærsluna frá aldamótum til hinna ríku. Póli- tísk samstaða næst frekar ef tekju- öflunarleiðir haldast í hendur við velferðarkerfisbreytingar sem eru réttlátar og gagnast þeim best sem helst þurfa á að halda. Pólitískur jöfnuður: 3) Jafna atkvæðisrétt. 4) Koma á ákvæði í stjórnarskrá sem leyfir „málskot“ tiltekins hóps fólks til að setja valdastofnunum skorður með þjóðaratkvæðagreiðslum. Verður að vera raunhæft úrræði og lifandi möguleiki. 5) Reka fjölbreyttar menningar- stofnanir, svo sem almannaútvarp og internet fyrir alla og víðtækt upp- lýsingafrelsi, til að vega upp á móti valdi markaðsaflanna. Félagslegur jöfnuður: 6) Fjármagna félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Færa áherslur frekar í átt til námsmanna og barna- fólks; LÍN verði jöfnunartæki fyrir menntun heima og erlendis. 7) Færa niður skuldir ríkisins til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með því að létta framtíðarskuld- bindingum af unga fólkinu og kom- andi skattgreiðendum. Jöfnuður fjármagns og fólks: 8) Hnika valdahlutföllum neyt- endum í hag frá fáokun og markaðs- misnotkun. Neytendavernd kallar á ákvarðanir um að takmarka sjálf- tökurétt banka, tryggingafélaga og samþjappaðra fyrirtækja á markaði. Efla skattaeftirlit í landi þar sem eru árleg undanskot upp á 80 milljarða; skapa fjármálaeftirlit sem vakir yfir hagsmunum neytenda (og kemur í veg fyrir stuld um hábjartan dag eins og salan á Borgun, Símanum og Högum eru dæmi um ásamt aðför tryggingafélaganna að neytendum); samkeppniseftirlit sem sundrar fákeppni. Pólitískur möguleiki? Sé litið til tíðinda á vettvangi stjórn- málanna og hvernig flokkar setja sig í samhengi við kosningar í haust má sjá að bandamenn um svona grundvallarbreytingar gætu orðið Píratar, VG, Samfylking og Viðreisn. Því miður virðist Björt framtíð velja afstöðuleysi, en kann að brá af henni. Nýlegar ályktanir og stefnuyfir- lýsingar þessara flokka hafa þann breiða grunn að geyma og skír- skotun til almannahagsmuna sem duga til að mynda ríkisstjórn um svona ramma. Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki persónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Skil kunna að myndast. Tveir af þessum flokkum gætu komið með þann ferskleika sem fylgir því að hafa næstum hreint borð, hinir tveir hafa engu að tapa nema ærunni ef þeir bjóða ekki fram fólk sem hefur burði til að standa undir fegurstu hugsjón sem stjórnmálin kunna frá að greina og koma henni í framkvæmd. Höfundur er samfélagsrýnir og birti nýlega ítarlega grein um jöfnuð sem skoða má í held á stefanjon.is. Sigur jafnaðarmennskunnar Skattkerfið er ætlað til tekju-öflunar fyrir ríkissjóð. Það á að vera einfalt, gagnsætt, sann- gjarnt og skilvirkt. Þrepaskipt tekju- skattkerfi uppfyllir engin þessara skilyrða. Það er flókið, ógagnsætt, ósanngjarnt og óskilvirkt. Þrepaskipting skatta eykur ósanngirni skattkerfisins þar sem sífellt meira er dregið af tekjum eftir því sem þær aukast. Misjöfn skattþrep eru óþörf Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem er ávallt sama upphæð, óháð tekjum. Tekjuskattur skiptist í þrjú mishá þrep og miðast við upphæð tekna. Misjöfn skattþrep eru í raun óþörf. Persónuafsláttur gerir skatt- þrepin óendanlega mörg jafnvel þó þrepaskipting skatta væri aflögð. Gerum ráð fyrir einu skattþrepi auk hámarks útsvars, 37,2%. Kona með 300 þúsund krónur í mán- aðarlaun greiðir þá 20% skatt eftir að persónuafsláttur hefur verið dreginn frá. Sé hún með 400 þús- und verður skatturinn 24% en 27% af 500 þúsund króna tekjum. Skatt- prósentan hækkar um heil sjö pró- sentustig meðan heildarlaun hækka um 200 þúsund krónur. Skattaprósentan mun því áfram hækka í þrepum eftir því sem tekjur hækka, þrátt fyrir að skattþrepin sjálf séu aflögð. Eitt þrep sanngjarnt Sú sem aflar hærri tekna er ekki einungis að leggja til fleiri krónur heldur er skattprósenta hennar einnig hærri. Færri skattþrep draga úr ósann- girni skattkerfisins, draga úr því að sífellt sé tekið meira úr launaum- slaginu eftir því sem meira er aflað og gefa þannig aukinn hvata til þess að draga björg í bú. Tekjuskattskerfi með einu þrepi er einnig gagnsærra, skilvirkara og ódýrara í rekstri fyrir hið opinbera. Um áramótin mun miðþrep tekjuskattsins falla niður. Enn má þó gera betur. Við erum á réttri leið. Skattþrepin óteljandi Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæm- andi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutn- ingnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyris- sjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af líf- eyris sjóðunum, en ætla þeim jafn- framt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum? Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfir- taka eignir og skuldbindingar líf- eyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikni- formúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæð- ingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing líf- eyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyris- sjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og vel- ferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mann- sæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðu- fylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu. Lausnir eða lýðskrum í lífeyrismálum Þorvaldur Þorvaldsson formaður Al- þýðufylkingar- innar Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki per- sónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Stefán Jón Hafstein samfélagsrýnir Katrín Atladóttir 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavíkur- kjördæmi suður Þrepaskipting skatta eykur ósanngirni skattkerfisins þar sem sífellt meira er dregið af tekjum eftir því sem þær aukast. Öflugt menntakerfi og ný- sköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í mennta- kerfinu – frá leikskólum og upp úr. Oddný Harðardóttir formaður Sam- fylkingarinnar Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri hjá HR og skipar 3. sæti Samfylkingar- innar í Reykjavík Norður 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r16 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -8 7 5 C 1 A F B -8 6 2 0 1 A F B -8 4 E 4 1 A F B -8 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.