Fréttablaðið - 19.10.2016, Side 32

Fréttablaðið - 19.10.2016, Side 32
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 „Kvikmyndahátíðir eru stundum kallaðar sjöunda listformið því þær innihalda öll hin listformin og markmiðið er að þarna mætist listamenn úr öllum geirum,“ segir dögg mósesdóttir, framkvæmdastjóri northern Wave. mynd/gVa Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram í níunda skiptið á Rifi í Snæfellsbæ dagana 21.-23. október. Hátíðin er haldin í menningarmiðstöðinni Frysti- klefanum og meðal dagskrárliða er stuttmyndamaraþon, vídeólist, íslensk tónlistarmyndbönd, fisk- réttakeppni, tónleikar og hreyfi- myndanámskeið fyrir grunnskóla- börn. Dögg Mósesdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar en hugmyndin að hátíðinni kvikn- aði þegar hún var í kvikmynda- námi í Barcelona. „Menningar- sjóður Vesturlands hvatti fólk á svæðinu til að halda listahátíð á Vesturlandi en ég ákvað að prófa að sækja um fyrir stuttmyndahá- tíð. Kvikmyndahátíðir eru stund- um kallaðar sjöunda listformið því þær innihalda öll hin listform- in og markmiðið er að þarna mæt- ist listamenn úr öllum geirum.“ Hátíðin hefst kl. 18 á föstudag og verða fjölmargir skemmtileg- ir og spennandi dagskrárliðir um helgina að sögn Daggar. „Þar má m.a. nefna sýningu á íslenskum tónlistarmyndböndum á föstudag þar sem áhorfendur munu velja besta myndbandið. Daginn eftir verður masterklassi með Ilmi Kristjánsdóttur leikkonu sem Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans, leiðir. Þar geta áhorfendur spurt Ilmi spurninga. Um kvöldið er svo fiskréttakeppnin sívinsæla þar sem Hrefna Rósa Sætran er dómari. Í kjölfarið verða tónleik- ar, þar koma fram fimm tónlistar- atriði sem eiga myndband á hátíð- inni. Þetta eru Védís Hervör, Haf- dís Huld, Bláskjár, Futuregrapher og Cryptochrome.“ ÖFlug barnadagskrá Á sunnudaginn eru íslenskar stutt- myndir á dagskrá. Einnig verður sýndur afrakstur úr hreyfimynda- smiðju barna og boðið verður upp á skuggasmiðju fyrir börn og for- eldra. „Við ætlum að vera með 8 mm sýningarvél í gangi allan laugardaginn þar sem krakk- ar fá tækifæri til að þræða vél- ina og búa til sitt eigið bíó. Þetta er í fyrsta skipti sem við leggjum svona mikla áherslu á að vera með öfluga dagskrá fyrir börn. Hátíðin endar svo með verðlaunaafhend- ingu á sunnudeginum.“ Fiskréttakeppnin er orðin fast- ur dagskrárliður á hátíðinni sem flestum þykir skemmtilegur og ómissandi hluti hennar. „Keppnin hófst fyrir fjórum árum. Þá lang- aði mig að finna leið til að leyfa þorpsbúum að sýna hvað þeir hafa fram að færa sem svar við öllum þessum kvikmyndasýningum. Mig langaði til að búa til samtal á milli bæjarbúa og kvikmyndagerðar- fólksins og þar sem þetta er sjávar- þorp þá lá í augum uppi að halda fiskveislu. Í hana koma þorpsbúar með eigin rétti, úr hráefni af staðn- um og keppa til verðlauna eins og kvikmyndagerðarfólkið.“ Mikilvæg saMFélaginu Dögg segir Northern Wave vera mikilvæga hátíð fyrir grasrót kvikmyndagerðar hér á landi. „Á henni er rými fyrir myndir sem eru vanalega ekki til sýningar á kvikmyndahátíðum, svo sem tón- listarmyndbönd og vídeóverk og við fögnum sérstaklega myndum sem fara nýjar leiðir með kvik- myndatungumálið. Auk þess er há- tíðin mjög öflug kynning á svæð- inu en nokkur kvikmyndaverkefni hafa verið gerð klár hér sem bein afleiðing af hátíðinni. Þar að auki auðgar þetta menningarflóruna á landsbyggðinni en rannsóknir sýna að menningarviðburðir gera íbúa stoltari af bæjarfélaginu sínu. Fólk vill nefnilega frekar búa þar sem er einhver menning.“ Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.northernwavefestival.com. Hún fer öll fram í Frystiklefanum fyrir utan hreyfimyndanámskeið fyrir börn sem fer fram í Ólafsvík. Frítt er inn á allar sýningar hátíð- arinnar en þó er tekið við frjáls- um framlögum. „Við seljum arm- bönd til styrktar hátíðinni sem kosta 4.000 kr. og veita ýmis fríð- indi. Þau veita t.d. ókeypis aðgang í sundlaug Ólafsvíkur alla helg- ina, ókeypis skutlþjónustu á milli bæjarfélaga, frítt popp alla helg- ina og ókeypis drykki í fiskveisl- unni miklu.“ Hátíðin er auk þess á facebook (the northern Wave film festi­ val), snapchat (northernwaveiff) og instagram (northernwave_ice­ land). Mikilvæg hátíð Frystiklefinn á Rifi hýsir alþjóðlegu kvikmyndahátíðina Northern Wave um næstu helgi. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Fiskréttakeppnin er sívinsæll og fastur dagskrárliður. starri freyr jónsson starri@365.is fiskréttakeppnin tengir kvikmyndagerðarfólkið og íbúa bæjarins. Skútuvogur 1H | 104 Reykjavík | S: 5858900 | www.jarngler.is Sjálfvirkur hurðaropnunarbúnaður fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og viðhaldi Hentar vel fyrir aðgengi hreyfihamlaðra. Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · isleifur.is Starck VListaverk Hönnun Þægindi Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -9 1 3 C 1 A F B -9 0 0 0 1 A F B -8 E C 4 1 A F B -8 D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.