Fréttablaðið - 19.10.2016, Síða 35

Fréttablaðið - 19.10.2016, Síða 35
menningarviðburðum í borginni. Við vinnum einnig mikið með menn- ingar- og ferðamálasviði borgarinnar og höfum átt mjög gott samstarf við borgina. Við erum jafnframt samstarfsaðil- ar bæði Meet in Reykjavik og Luxury in Iceland. Við erum ekki eingöngu að reiða okkur á ferðamenn sem eru að skoða náttúruna heldur líka á gesti sem eru í Reykjavík að funda eða skoða borgina. Það skiptir okkur svo miklu máli að umgangast auðlind okkar vel. Þess vegna þarf að gæta vel að því að tryggja aðgengi fleiri ólíkra markhópa til landsins allt árið um kring, koma í veg fyrir áníðslu nátt- úruauðlinda og hámarka tækifærin til að skapa sem fjölbreytilegasta þjónustu hér á landi, “ segir Magnea. „Markmiðið í okkar uppbyggingar- starfi er að breyta ásýnd Reykjavíkur til að ferðamaðurinn upplifi meiri gæði. Það er bara þannig að þá koma einhverjir sem hafa ekki komið hingað til,“ segir Magnea. Hún bætir við að vörumerki og bakland Hilton sem sé svo sterkt markaðslega hafi einmitt dregið að ákveðinn elítuhóp nú þegar til Reykjavíkur. Við uppbyggingu nýrra Icelandair hótela hefur fókusinn verið settur á að búa til ný hverfi sem heimamenn njóta einnig góðs af. „Við erum með ótrúlegt tækifæri til að setja mark okkar á borgina. Við höfum í mörg ár einbeitt okkur að því að fá Íslending- ana inn, en slagorð okkar hefur verið sönn íslensk upplifun. Nú erum við að vinna að sannri íslenskri upplifun í gegnum erlendar hótelkeðjur til að skilaboðin komist enn þá sterkar til skila. Ef það er gott að búa einhvers staðar þá er gott að koma þangað og ferðast,“ segir Magnea. Eitt dæmi um þessa hverfaupp- byggingu var þegar ráðist var í fram- kvæmdir á Icelandair hótel Reykjavík Marina sem var opnað árið 2012. Á hótelinu er Slippbarinn sem er vin- sæll kokteilbar og veitingastaður meðal Íslendinga. Magnea segir Íslendinga vera mjög mikilvæga kúnna, og þau hafi það alltaf að leiðarljósi í þeirra þróunarvinnu að skapa vörur til handa Íslendingum fyrst og fremst, erlendu gestirnir fylgja í kjölfarið. „Íslendingar eru einnig duglegir að koma og gista hjá okkur til dæmis á Akureyri þegar þeir fara með fjölskylduna á skíði. Yfir vetrartímann eru Íslendingar rosa- lega tryggir kúnnar hjá okkur.“ Uppbyggingin í miðbænum hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Miklar gatnaframkvæmdir í mið- bænum tóku meðal annars sinn toll á Canopy Reykjavík, en fyrstu dagana þar var til að mynda ómögulegt fyrir leigubíla að koma upp að inngang- inum. Að mati Magneu er mörgu ábótavant þegar kemur að aðild stjórnvalda við móttöku ferðamanna. „Við erum búin að vera í þeirri ótrúlega stöðu að láta hlutina einhvern veginn reddast í ljósi gífurlegrar aukningar í ferðamanna- straumnum til landsins. En það getur ekki reddast lengur, við ráðum ein- faldlega ekki við meira. Til lengri tíma litið er klárlega vert að staldra við og ígrunda vel hvernig við viljum standa að þjónustu við ferðamenn til lengri tíma,“ segir Magnea. Hún segir það vonbrigði að stjórn- völd hafi ekki brugðist markvissara við þeirri fjölgun ferðamanna sem átt hefur sér stað síðustu sex ár. „Við verðum að laga betur aðgengi að náttúruperlum, við verðum að laga vegina okkar og vegakerfið í heild sinni. Það þarf markvissa langtíma- hugsun í allri uppbyggingu, bæði af hálfu hins opinbera og aðila í rekstri.“ Fram undan hjá Icelandair Hot- els er áframhaldandi uppbygging. „Við erum að fjárfesta í aðal áfanga- staðnum á Íslandi, miðbæ Reykja- víkur, en við erum einnig að kíkja í kringum okkur á landsbyggðinni. Við viljum ekki dreifa ferðamönnum um landið, ferðamaður lætur ekki „dreifa sér“, heldur erum við að búa til eitt- hvað sem fólk vill sækja. Við erum að vinna úr þessari eftirspurn og velja hvaða vörur við viljum hafa í okkar hillum, vörur sem auka verð- mætasköpun og eru til þess fallnar að bæta tekjumyndun í ferðaþjónustu frá því sem nú er. Við viljum fá þá sem koma hingað í frí að sumri til að koma aftur og halda hér fundi að vetri og öfugt. Gestirnir eiga einfald- lega að vera svo ánægðir að þeir vilji koma aftur, í ólíkum erindagjörðum, á ólíkum tímum til að njóta á öðrum forsendum en áður. saeunn@frettabladid.is Stofnuðu eigin þjónustuskóla Fregnir hafa borist af því síðustu ár að erfitt geti reynst að manna störf í þjónustu- og veitingageir- anum, en jafnframt sé vaxandi þörf á lærðum kokkum, þjónum og öðrum í þjónustu. Magnea segist hafa fundið fyrir þessu eins og aðrir í hótelgeiranum. Því hafi Icelandair Hotels komið á fót Hótelklassanum árið 2013. „Við vorum löngu búin að átta okkur á því að það vantaði fólk þannig að við stofnuðum skóla sem þjálfar og menntar tæplega hundrað nema á ári. Við útskrifum um einn þriðja af öllum nemum landsins í matreiðslu og fram- reiðslu á ári hverju,“ segir Magnea, en Icelandair Hotels hlutu Mennta- verðlaun atvinnulífsins í janúar á þessu ári. Í vaxandi mæli hefur þurft að manna störf í veitingageiranum með erlendu starfsfólki. Magnea segir mikilvægt að það sé ekki einungis erlent starfsfólk að selja vöru Icelandair Hotels. „Því þá er þetta ekki íslensk upplifun.“ „Við erum með frábæra nema að læra hjá okkur og erum dugleg að auglýsa og tala við foreldra og annað. Oft eru þetta foreldrafor- dómar sem við erum að fást við. Mörgum finnst ekki fínt að læra þetta. En bæði matreiðslu- og fram- reiðslumenn eru margir hverjir á mjög fínum launum, geta ferðast um heiminn og eru eftirsóttir eins og allt gott fólk í öðrum geirum,“ segir Magnea. Magnea segir Hótelklassann einn lið í langtímahugsuninni sem ein- kennir rekstur hótelanna. „Við erum ótrúlega stolt af fagfólkinu okkar. Við rekum alla okkar veitingastaði sjálf og mjög margir hafa lært hjá okkur. Við erum ekkert án þessa fagfólks, við getum ekki vaxið nema við hjálpum til við vöxtinn með því að rækta skólann og rækta nemana, og það höfum við svo sannarlega gert,“ segir Magnea. Við erum búin að vera í þeirri ótrúlegu stöðu að láta hlutina einhvern veginn reddast í ljósi gífur- legrar aukningar í ferða- mannastraumnum til lands- ins. En það getur ekki reddast lengur, við ráðum einfadlega ekki við meira. Til lengri tíma litið er klárlega vert að staldra við og ígrunda vel hvernig við viljum standa að þjónustu við ferðamenn til lengri tíma. 21 hótel eru í rekstri Icelandair Hotels 80% nýting var á herbergjum Icelandair Hotels á öðrum ársfjórðungi 9,6 milljarða velta er áætluð hjá Icelandair Hotels árið 2016 350 ný herbergi í lúxusgæða- flokki bætast við í Reykjavík Hotel við á Landsímareitnum,“ segir Magnea. Að mati Magneu er innistæða fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á Íslandi, sér í lagi í Reykjavík. „En við eigum að aðgreina betur Reykjavík frá landsbyggðinni, þróa áfram þjónustu borgarinnar í tengslum við menn- ingu, viðburði og aðra afþreyingu, svo að við getum nýtt betur bæði innviði landsbyggðar og borgarinnar allt árið um kring,“ segir Magnea. Rík áhersla er lögð á að tvinna saman menningarlíf og hótelin í upp- byggingunni, listamenn komu til að mynda að þróun Canopy Reykjavík. „Við höfum átt mjög gott samstarf við bæði listamenn og þá sem standa að Nánari upplýsingar í síma 666 4000 eða leiga@reginn.is VÖNDUÐ SKRIFSTOFURÝMI TIL LEIGU Opið og gott 580 m2 skrifstofurými á 2. hæð. Mikill sýnileiki með góða merkingarmöguleika. Frábær staðsetning með mikla þjónustu í nágrenninu. Gott og vandað 349 m2 skrifstofurými á 4. hæð. Öll helsta þjónusta í næsta nágrenni og mikil uppbygging á svæðinu. Vandað og gott 158 m2 skrifstofurými á 2. hæð á einum vinsælasta stað í bænum, Borgarúni. Góð eldhús- aðstaða er í rýminu. Mörkin 4 108 Reykjavík Hlíðasmári 11 201 Kópavogur Borgartún 29 105 Reykjavík reginn.is reginn@reginn.is sími 512 8900 maRkaðuRInn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . o K t ó b e R 2 0 1 6 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -A 4 F C 1 A F B -A 3 C 0 1 A F B -A 2 8 4 1 A F B -A 1 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.